Bændablaðið - 09.01.2020, Qupperneq 26

Bændablaðið - 09.01.2020, Qupperneq 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 9. janúar 202026 UTAN ÚR HEIMI Hjá breska ríkisfjölmiðlinum BBC var umfjöllun þann 3. janúar síðastliðinn um sauðfé á Norður-Ronaldsay sem er nyrst í Orkneyjaklasanum norður af Skot- landi. Er talið að þangát fjárins geri að verkum að það losi mun minna af metangasi en jórturdýr sem einungis nærast á grasi. Um 50 manns búa nú á Norður- Ronaldsay og þar eru 2.000 kindur. Síðan á 19. öld, þegar Eyjamenn byggðu steinvegg til að takmarka hjörðina við ströndina, hefur hún lifað á þangi einu saman – og nú virðist sem þessi sérstaka fæða geti verið lykillinn að því að gera búfjárrækt grænni og loftslagsvænni. Þetta er í samræmi við rannsóknir sem BBC bendir á og gerðar hafa verið í Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Bandaríkjunum. Áður hefur verið greint frá þeim í Bændablaðinu. Sauðfé haldið frá túnbeit Í Bændablaðinu hefur áður verið fjallað um búskaparhætti í þessari eyju þar sem sauðfé er nær ein- göngu haft í fjörubeit. Í 17. tbl. Bændablaðsins 2014 var rætt við fjárbóndann og verkfræðinginn Sinclair Scott frá Norður-Ronaldsay, sem þá hélt fyrirlestur á Blönduósi á ráðstefnunni „North Atlantic Native Sheep and Wool Conference“. Sagði Sinclair m.a. að á North Ronaldsay sé hlaðinn steingarður í kringum nær allt ræktarland eyjunnar. Er kindunum haldið á litlu undirlendi utan garðsins og lifa þær að verulegu leyti á fjörubeit og þangi. Í gegnum tíðina hafa þær aðlagast mikilli fjörubeit, þannig að þeim verður ekki meint af þeirri efnasamsetningu sem í þaranum er sem íslenskar kindur myndu t.d. ekki þola í sama mæli. Sinclair sagði að um árið 1700 hafi búið á eyjunni um 200 manns. Þar sem jarðnæði var ekki mikið þurfti að nýta allt land sem hægt var undir nautgripi og annan bústofn og þá var ekki eftir neitt pláss fyrir sauðféð. Var því allt ræktarland girt af og mönnum vísað með féð niður í fjöru og á þá litlu grasbala sem þar voru. Það var því fátt annað fóður í boði fyrir sauðféð en þari. Steinefnainnihald þarans er mjög ólíkt því sem er að finna í grasinu sem var á eyjunni. Grasið iniheldur kopar en þarinn ekki sem getur valdið vandamálum við fóðrun sauðfjár. Eins og menn þekkja á Íslandi þá myndi fé sem lifir mikið á þara fljótlega veikjast af koparskorti og fá það sem kallað er fjöruskjögur. Kindurnar á Norður-Ronaldsay aðlöguðust þessu umhverfi þó á tiltölulega skömmum tíma og virðast nú lausar við þetta vandamál. Hættar að þola grasbeit „Þangið inniheldur mikið af steinefnum en skortir þó kopar. Ef við myndum beita fénu í dag á Norður-Ronaldsay er nyrsta eyjan í Orkneyjaklasanum. Sinclair Scott, fjárbóndi og verk- fræðingur frá Norður-Ronaldsay. Mynd / HKr. Fé í fjörubeit á Norður-Ronaldsay. HELSTU VERKEFNI + Stjórnun, stefnumótun og rekstur + Samstarf við samstarfsaðila, innanlands og utan. + Ábyrgð á vali nemenda frá þróunarlöndum til að taka þátt í árlegri 6-mánaða þjálfun eða MS/PhD námi hér á landi og efla samstarf við viðeigandi samstarfsaðila í samstarfslöndum skólans í Afríku og Mið-Asíu. + Ábyrgð á gæðum og skipulagningu náms. + Vinna með systurstofnunum á Íslandi (Sjávarútvegsskólanum, Jarðhitaskólanum og Jafnréttisskólanum) og Þekkingarmiðstöð þróunarlanda, sem er sameiginlegur tengiliður skólanna á Íslandi við UNESCO og utanríkisráðuneytið HÆFNISKRÖFUR + Doktors- eða meistaragráða á fagsviðum sem tengjast landgræðslu og sjálfbærri landnýtingu. + Stjórnunarreynsla + Reynsla af rannsóknum, kennslu eða leiðbeiningarstörfum nemenda á háskólastigi. + Gott vald á rituðu og töluðu máli, bæði ensku og íslensku. + Reynsla af störfum á alþjóðavettvangi svo sem þróunar- samvinnu æskileg. + Mjög góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að vinna með fólki frá mismunandi menningarheimum. + Frumkvæði og drifkraftur. FREKARI UPPLÝSINGAR Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Landgræðsluskólans, hafdishanna@lbhi.is Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, ragnheidur@lbhi.is Árni Bragason, Landgræðslustjóri, arni.bragason@land.is Um er að ræða fullt starf með starfsstöð í Reykjavík. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis og viðkomandi stéttarfélags. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Óskað er eftir að umsókn fylgi ferilskrá yfir menntun og fyrri störf, staðfesting á námi og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknarinnar og sýn sinni varðandi hlutverk og starfsemi skólans. Sótt er um í gegnum vefsíðu Landbúnaðarháskóla Íslands www.lbhi.is/storf Umsóknarfrestur er til og með 14. janúar 2020. FORSTÖÐUMAÐUR LANDGRÆÐSLUSKÓLANS BER ÁBYRGÐ Á STJÓRNUN, STEFNUMÓTUN OG REKSTRI SKÓLANS,SEM OG GÆÐUM OG SKIPULAGNINGU NÁMS SEM SKÓLINN STENDUR FYRIR. FORSTÖÐUMAÐUR LANDGRÆÐSLUSKÓLANS LEITAÐ ER AÐ Ö FLUGUM OG JÁK VÆÐUM STJÓRN ANDA Í KREFJ ANDI ST ARF. UM SKÓLANN Landgræðsluskólinn hefur gengið undir nafninu Land- græðsluskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Frá upphafi árs 2020 starfar skólinn undir hatti UNESCO sem hluti af Þekking- armiðstöð þróunarsamvinnu, sem einnig er nefnd GRÓ. Landgræðsluskólinn er hýstur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og starfar í nánu samstarfi við Landgræðsluna. Markmið skólans er að þjálfa sérfræðinga sem starfa á stofnunum á sviði landgræðslu og sjálfbærrar landnýtingar í samstarfslöndum skólans í Afríku og Mið-Asíu. Skólinn er hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands og er kostaður af opinberum fjármunum utanríkisráðuneytisins til þróunarsamvinnu. Stærsta verkefni skólans ár hvert er 6 mánaða þjálfun á Íslandi fyrir starfandi fagfólk í samstarfs- löndunum þar sem mikil áhersla er lögð á hagnýtingu þekkingar. WWW.UNLRT.ORG Sauðfé á Orkneyjum: Lykillinn að vist- vænni búskap Bænda Hlaðvarpið HLAÐAN er á bbl.is

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.