Bændablaðið - 09.01.2020, Síða 27
Bændablaðið | Fimmtudagur 9. janúar 2020 27
Umsókn um leyfi til selveiða
Fiskistofa vísar til reglugerðar nr. 1100/2019 um bann við selveiðum. Reglugerðin gildir um
bann við veiði á öllum selategundum.
Í reglugerðinni kemur fram að selveiðar eru óheimilar á íslensku forráðasvæði (í sjó,
ám og vötnum) nema að fengu sérstöku leyfi frá Fiskistofu.
Fiskistofa getur veitt leyfi til takmarkaðra veiða á sel til eigin nytja innan netlaga þar
sem veiðar hafa verið eða verða stundaðar sem búsílag.
Fiskistofa auglýsir nú eftir umsóknum um leyfi til selveiða til eigin nytja á árinu 2020.
Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2020.
Umsóknum skal skila á eyðublaði:
http://www.fiskistofa.is/media/eydublod/Umsokn-um-selveidar-til-eigin-nytja.pdf
sem senda skal með tölvupósti á fiskistofa@fiskistofa.is
eða með pósti til Fiskistofa, Dalshrauni 1, 220 Hafnarfjörður.
Hér má sjá útlínur garðhleðslunnar sem halda fénu frá ræktarlandi eyjunnar
þannig að féð hefur einungis beitarland í og við fjöruna.
– Steinsagir, kjarnaborvélar, gólf- og vegsagir
MHG Verslun ehf | Víkurhvarf 8 | 203 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is
ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN
HUSQVARNA
FS 400 LV
Sögunardýpt 16,5 sm
HUSQVARNA
K 770
Sögunardýpt 12,5 sm
HUSQVARNA
K 2500
Sögunardýpt 14,5 sm
HUSQVARNA
DM 230
HUSQVARNA
K 3600 MK II
Sögunardýpt 27 sm
HUSQVARNA
Steinsagarblöð
og kjarnaborar
Bænda
23. janúar
Aflvélar ehf. • Vesturhrauni 3 • 210 Garðabær
Sími: 480 0000 • www.aflvelar.is • sala@aflvelar.is
Demparar fyr i r þá kröfuhörðu!
Demparar á lager í margar gerði r ökutækja m.a.
Fólksbí la - Jeppa - Vörubí la - F lutningabí la - Rútur
graslendi eyjunnar, þá myndi það
hreinlega drepast af kopareitrun,
þrátt fyrir að koparinnihald í grasinu
sé ekki mjög mikið,“ segir Sinclair.
„Féð er orðið svo aðlagað fæð
unni sem fæst í fjörunni sem er nær
eingöngu þari. Ef við fóðruðum þær
á blöndu af grasi og þara, þá tæki
það kindurnar væntanlega ekki nema
nokkur ár að aðlaga sig að grasinu
á nýjan leik. Við höfum reynslu af
slíkri aðlögun hjá fé sem var með
gin og klaufaveiki og var sent í
einangrun til Englands.
Þegar komið er fram undir lok
sumars er enga grasbeit að hafa
fyrir kindurnar og þær lifa því nær
eingöngu á þara. Þarinn er mestur á
haustin og þá fitnar sauðféð mest.
Úti fyrir ströndinni eru rif þar sem
mikið vex af þara á sumrin. Þegar
veður versnar slíta öldurnar upp
þennan þara og hann berst á land
þar sem kindurnar ná honum. Þær
verða þó að sæta sjávarföllum því
um sjö metra munur er á sjávarstöðu
á milli flóðs og fjöru.“
Aðeins eitt lamb fær að
lifa undan hverri kind
Sinclair var sjálfur með um 100
kindur í samvinnu við bróður sinn.
Hann sagði í viðtalinu 2014 að
þá hafi verið um 2.400 kindur á
eyjunni, en nú eru þar um 2.000 fjár
samkvæmt greininni í BBC. Taldi
Sinclair að fjörubeitin gæti alveg
borið 3.500 fjár.
Ærnar eru flestar tvílembdar
við burð, sem venjulega fer fram í
apríl, aðallega frá 15. apríl til loka
mánaðarins. Til að tryggja að ærnar
geti örugglega komið lömbum á legg
við erfið lífsskilyrði, þá hefur skapast
sú venja að drepa annað lambið við
burð. Er það kallað „culling“ sem
merkir eiginlega hvort tveggja að
færa lömb frá við burð og drepa.
Ástæðan fyrir þessu er líka
sú að á NorðurRonaldsay er
lömbum ekki slátrað á haustin
eins og þekkist á Íslandi, enda
yrði fallþungi dilkanna vart meiri
en 11 kg að sögn Sinclairs og í allra
mesta lagi 15 kg. Lömbin eru því
alin áfram og er kindunum þá ekki
slátrað fyrr en þær eru fullvaxnar
og orðnar um fimm ára gamlar. Þá
er fallþungi þeirra um 22 til 23 kg.
Hrútarnir fá að
lifa til hárrar elli
Sum hrútlömb sem látin eru lifa
eru gelt undir lok fyrsta sumarsins
og kallast þá „wethers“. Þeim er
heldur ekki slátrað fyrr en um
fimm ára aldur. Aðrir hrútar sem
notaðir eru til að halda stofninum
við fá að lifa allt þar til þeir drepast
úr elli.
„Þá eru þeir kannski 14 til 15 ára
gamlir. Þá fær náttúran einfaldlega
að sjá um hræið. Venjulega tekur
sjórinn þau eða hræin verða að
fæðu fyrir urmul sjófugla sem eru
á eyjunni auk refs,“ sagði Sinclair í
viðtalinu við Bændablaðið haustið
2014. /HKr.