Bændablaðið - 09.01.2020, Page 39

Bændablaðið - 09.01.2020, Page 39
Bændablaðið | Fimmtudagur 9. janúar 2020 39 Stundum fæ ég góðar ábendingar um val á efni í þennan pistil og í einstaka tilfellum um að einhverjum mislíki efnisval. Verst finnst mér þegar ég hef gerst sekur um að fara með rangt mál og fyrir skömmu kom til mín maður með munnleg skilaboð og eftir þessi skilaboð þarf ég að biðjast afsökunar á að halda því fram hér í pistli að ekki væri til í reglum að hægt væri að sekta menn eða að taka bíl úr umferð fyrir að vera í vetrarumferð þar sem er snjór og hálka. Fyrir nokkru fékk ég skila boð í gegnum þriðja aðila frá lögreglu­ manni að hann hefði bæði sektað fyrir léleg dekk í vetrarumferð og að þessi sami lögreglumaður hafi fylgt bíl á hjólbarðaverkstæði til að skipta um dekk. Það broslega við skilaboðin voru að sá sem færði mér skilaboðin var beðinn sérstaklega að geta þess að lögreglumaðurinn hafi farið með bílstjóranum á viðkomandi bíl inn á verkstæðið og beðið afgreiðslumanninn á verkstæðinu um að afhenda ekki bílinn aftur fyrr en í aksturshæfu standi fyrir vetrarakstur. Spurning um að hjólbarðaverkstæðin fari að setja lögreglumenn á prósentur (mundi það nokkuð kallast mútur...?). Áhersla sett á að breyta umferðarreglum í umferðarlög Fyrir flestum eru umferðarreglur og umferðarlög það sama, en svo er víst ekki og um síðustu áramót tóku við ný umferðarlög sem er í sjálfu sér ekki mikil breyting nema hvað að áður var flest af því sem breytt var reglugerð og þær reglur eru nú orðnar af lögum. Sem þýðir að brjóti maður umferðarreglur sem eru umferðarlög má maður fastlega búast við sekt fyrir brotið. Í þessum pistlum hefur oft verið hamrað á ljósanotkun á bílum sem eru í umferð að ljós séu kveikt framan og aftan. Eins og margir vita koma margir bílar þannig að lítil ljós kvikna bara að framan þegar sett er í gang, þessi ljós eru ekki lögleg ökuljós samkvæmt íslenskum umferðarlögum (sama hvaða lög eru í öðrum löndum þá eru íslensk lög alltaf þau lög sem við þurfum að fara eftir). Nú mega þeir sem gleyma að kveikja ökuljósin því búast við sekt fyrir ljósleysi. Ég hef verið að hvetja þá ökumenn sem sjá bíla í umferð án afturljósa til að blikka háu ljósunum fyrir aftan þá til að láta vita af ljósleysinu og um leið forða viðkomandi við óþarfa sekt, sem er 20.000 krónur. Ýmsar aðrar breytingar á umferðarlögum Í eldri reglum var að vörubílar og bílar með vagna mættu ekki fara hraðar en á 80 km hraða þó að hámarkshraði væri 90. Nú mega allir bílar keyra á sama hraða og sé ég að túlka nýju reglurnar rétt þá má keyra með heimasmíðuðu óskráðu kerruna sem er undir 750 kg á 90 km hraða sé það hámarkshraðinn í staðinn fyrir 60 km hraða áður. Dráttarvélar og skellinöðrur eru skráð sérstaklega og engin breyting er þar á hraðamörkum. Varðandi áfengismagn í blóði er för ökumanns stöðvuð á staðnum ef vottur af áfengi mælist við akstur, en viðkomandi missir ekki ökuréttindin nema mæling á áfengi í blóði sé yfir 0,6. Margir ökumenn freistast til að kíkja á símann sinn þegar þeir eru stopp á ljósum, séu menn nappaðir fyrir það er það lagt að jöfnu við að tala í síma án handfrjáls búnaðar sem er 40.000 samkvæmt uppgefinni töflu um sektir. Nokkrar setningar sem gott er að muna og reyna að fara eftir Vélarnar í fjórhjólum og öðrum litlum faratækjum sem eru notuð á vetrum í stuttan tíma í senn, ná oft ekki að hitna upp í vinnsluhita á milli þess að þær kólna niður í það hitastig sem er úti. Þá er mjög líklegt að vélarnar dragi inn á sig raka sem blandast smurolíunni. Því þarf að skipta oftar um smurolíu á þeim tækjum en uppgefið er í eigandahandbók. Ef skipt er um dekk undir öllum tækjum þarf alltaf að athuga með herslu á felguboltum, sérstaklega á stærri vinnuvélum. Af fenginni reynslu er miklu líklegra að felguboltar losni vinstra megin undir farartæki, þetta er vegna þess að í raun ætti, vegna snúningsáttar og akstursstefnu, að vera öfugur skrúfgangur vinstra megin á ökutækjum. Slíkt var algengt í vörubílum fyrir um 40–50 árum, en er sjaldséð í dag nema á örfáum bílum. Sé fylgst vel með veðurspá og spáð er miklu frosti þá er mikil skynsemi í að fylla eldsneytistankinn af eldsneyti til að forðast rakamyndun inni í eldsneytistankinum og þeim leiðindamálum sem maður getur lent í fái maður raka í eldsneytið. ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI KROSSGÁTA Bændablaðsins Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is MINNI ÁVÖXTUR SKJÓTUR NÆRA URMULL MATJURT RIFA VERKFÆRI LÆNA LÆRA KÝS TEMJA ÚTDEILDI OFANÁLAG TOTA ÓVISS SKÓLI LANDS SAMTÖK SPRÆKUR TVEIR EINS STIRÐ- BUSI FISKUR ÁGÆTIS KVEÐJA BOX HÓPUR HRÓP BYLGJAST ÞRÁÐA GINNAHÉKK ÞREYTA TRÉ LEYSIR HARÐÆRI ÞEFJA SKILJA EFTIR SVEIGUR ÓÞURFT MATUR TVEIR EINS SVELGUR BÓK- STAFUR GLJÁUN SÍKI LOKKARTÖF ALDUR KROT BJARTUR SKYLDI HOLA MÁLMUR ÆVINLEGA RÖÐULL ÁTT FORSÖGN KERALDIRÍKI Í ARABÍU ILLT UMTAL STRÍÐNI FISK RÓMVERSK TALA SKYNJAST ROF FJÖLDI KORN- STRÁ JURTÞEI Í RÖÐ M Y N D : SØ R EN N IE D ZI EL LA ( CC B Y -S A 2 .0 ) H Ö FU N D U R B H • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET 121 Nýtt ár byrjar á að skoða ýmsar hættur, reglur og annað gagnlegt Mótorhjól og fjórhjól sem keyrð eru stutt í einu safna raka í olíuna. Felgubolta undir stórum vinnuvélum þarf stundum að margherða. lEituM til fagManna ætíð skal leita aðstoðar fagmanna við uppsetningu á rafbúnaði eða við breytingar á rafmagni í útihúsum. Leikmenn eiga ekki að vinna við raf- magn – það er bæði ólöglegt og hættulegt. Er þitt bú öruggur og góður vinnustaður? PO RT h ön nu n Kynntu þér leiðbeiningaefni um öryggi og vinnuvernd í landbúnaði á bondi.is Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 RÚÐUR Í DRÁTTARVÉLAR FRÁBÆR VERÐ John Deere Zetor Case IH McCormick Steyr Claas Ford Fiat New Holland Deutz-Fahr Massey Ferguson

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.