Bændablaðið - 09.01.2020, Page 41
Bændablaðið | Fimmtudagur 9. janúar 2020 41
Prjónuð húfa með áferð og dúsk,
hálsklútur með kögri úr DROPS
Eskimo.
Stærð:
S/M – M/L.
Höfuðmál: ca 54/56 – 56/58 cm.
Efni: DROPS ESKIMO frá Garnstudio (tilheyrir
garnflokki E)
150-150 g litur 85, karrí
50 g litur 57, sæblár
PRJÓNFESTA:
11 lykkjur á breidd og 15 umferðir á hæð með
sléttprjóni = 10 x 10 cm.
11 lykkjur á breidd og 18 umferðir á hæð með mynstri
A.1 = 10 x 10 cm.
PRJÓNAR: DROPS HRINGPRJÓNAR NR 7: lengd 40
cm fyrir stroff.
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 8: lengd 40 cm.
DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 8.
Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3.
Úrtaka (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig
fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð
(t.d. 64 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda
úrtöku sem á að gera (t.d. 10) = 6,4. Í þessu dæmi þá
er lykkjum fækkað með því að prjóna til skiptis 5. og
6. hverja lykkju og 6. og 7. hverja lykkju slétt saman.
HÚFA: Fitjið upp 64 (68) lykkjur á hringprjón nr 7 með
Eskimo. Tengið í hring, setjið prjónamerki sem marker
upphaf umferðar og prjónið 1 umferð brugðið.
Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur
brugðið) í 11 cm. Skiptið yfir á hringprjón nr 8. Prjónið
1 umferð slétt þar sem fækkað er um 10-12 lykkjur
jafnt yfir = 54 (56) lykkjur. Prjónið A.1 hringinn í 13
(14) cm – stillið af að endað sé eftir síðustu umferð
í mynsturteikningu. Nú byrjar úrtakan: Prjónið 0
(2) lykkjur með mynstri A.1 eins og áður, *A.2
(= 11 lykkjur), A.3 (= 7 lykkjur)*, prjónið frá *-*
alls 3 sinnum á breidd. Þegar mynsturteikningin
hefur verið prjónuð til loka á hæðina, eru 18 (20)
lykkjur eftir í umferð. Prjónið 1 umferð slétt þar sem
prjónaðar eru 2 og 2 lykkjur slétt saman = 9 (10)
lykkjur. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær
lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. Húfan
mælist ca 32 (33) cm. Dúskur: Gerið lausan og stóran
dúsk ca 12 cm að þvermáli með 6 þráðum karrý og 1
þræði sæblár. Saumið dúskinn niður efst á húfuna.
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is
Hlý vetrarhúfa
HANNYRÐAHORNIÐ
Sudoku
Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma
fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um.
Létt
Þung
Miðlungs
7 4 3 8 2
2 6 9 4
6 5 4 3 7
9 6 4 3 2 1
1 9 6 3
3 4 1 7 8 6
5 1 9 7 3
9 8 3 1
6 8 1 9 5
Þyngst
6 1 5 7 2
8 9 3
3 4 7 6
5 3 2 9
2 5 4
7 1 6 8
1 8 2 3
6 4 2
4 3 5 1 9
6 1 8 3
4 7 2 9 1
7 2 4 6
8 4
2 8 3 9
7 3 9 6 2
2 4 1 5
1 2
9 7 5 6
6 8
3 5 4
5 7 9
2 9 8
3 4
4 9 6 1
5 7
Hundar, hestar,
kindur og hamstrar
FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ
Aníta býr á Grenivík með mömmu
sinni og pabba. Hún er eldhress
íþróttastelpa og mikill dýravinur.
Nafn: Aníta Ingvarsdóttir.
Aldur: 10 ára.
Stjörnumerki: Naut.
Búseta: Grenivík.
Skóli: Grenivíkurskóli.
Hvað finnst þér skemmtilegast í
skólanum? Íþróttir, myndmennt og
handmennt.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt?
Hundar, hestar, kindur og hamstrar.
Uppáhaldsmatur: Tortilla, pasta
og píta.
Uppáhaldshljómsveit: Engin
sérstök en hef gaman af alls konar
tónlist.
Uppáhaldskvikmynd: Home alone
og Sing.
Fyrsta minning þín? Ég var pínulítil
og var að reyna að hoppa en datt
eiginlega alltaf á rassinn.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á
hljóðfæri? Ég æfi fótbolta með
Magna og KA og svo spila ég á píanó.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú
verður stór? Atvinnukona í fótbolta,
vinna í búð og í leikskóla.
Hvað er það klikkaðasta sem þú
hefur gert? Þegar ég reyndi að taka
tvöfalt heljarstökk en lenti á höfðinu.
Hvað ætlarðu að gera skemmtilegt
á nýju ári? Leika mér, passa litlu
frænku, ferðast, keppa í fótbolta,
fara á hestbak, fara á snjóbretti og
vélsleða.
Næst » Aníta skorar á Sigurð
Einar Þorkelsson í Höfða í
Grýtubakkahreppi að svara næst.
PRJÓNAHELGI Í ÞISTILFIRÐI
Prjónahelgar verða í Svalbarðsskóla í Þistilfirði í vetur,
24.1.-26.1., 14.2.-16.2. og oftar seinna í vetur. Hægt
er að bóka sér helgar fyrir fyrir hópa. Fjöldi er 10-12,
möguleiki að bæta við en þá þarf að gista á dýnum.
Þetta er upplagt fyrir prjónaklúbba, frænkuhitting og
aðra hópa.
Innifalið: Gisting, alltur matur, heimsókn í fjárhús,
heimsókn í Fræðasetur um forystufé, kennsla og
prjónajógatímar.
Verð: 39.000 kr.
Upplýsingar og pantanir í síma 852-8899
eða forystusetur@forystusetur.is
Bænda
bbl.is Facebook