Bændablaðið - 05.03.2020, Síða 26

Bændablaðið - 05.03.2020, Síða 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. mars 202026 Samstarfssamningur milli BioPol á Skagaströnd og Háskólans á Akureyri var endurnýjaður á dögunum og gildir til næstu fimm ára. BioPol og háskólinn hafa átt í farsælu samstarfi frá árinu 2007. Sjávarlíftæknisetrið BioPol, sem stofnað var á Skagaströnd í septem- ber 2007, hefur unnið að fjölbreytt- um verkefnum sem meðal annars hafa miðað að því að kortleggja vannýtt tækifæri, til verðmætasköp- unar, innan íslensks sjávarútvegs. Átta vel menntaðir starfsmenn með fjölbreyttan bakgrunn starfa hjá félaginu. Á starfstíma félagsins hefur verið byggð upp fullkomin rannsóknaaðstaða ásamt vottuðu vinnslurými sem nýtist frumkvöðl- um og smáframleiðendum. Háskólinn á Akureyri hefur boðið upp á meistaranám í sjávarútvegs- og auðlindafræðum. Kennsla í sjáv- arútvegsfræði hefur frá upphafi farið fram í samstarfi við innlend sjávarút- vegsfyrirtæki og fyrirtæki í tengdum greinum og þeirra á meðal er BioPol á Skagaströnd. Nýta sérþekkingu sem best Mikil ánægja er meðal forráðamanna og starfsmanna BioPol með sam- starfið við Háskólann og sú ánægja er gagnkvæm segir í til kynningu á vefsíðu félagsins. Í því ljósi hafi nú verið gerður nýr samningur um áframhaldandi samstarf og fjalli hann einkum um rannsóknir og tækniþróun á sviði sjávarlíftækni, matvælafræði og tengdra sviða. Í því felist m.a. að skilgreina ný rannsóknaverkefni en helsti styrk- leiki samstarfsins byggi á samlegð mismunandi sérfræðiþekkingar og meiri líkum á árangri með stærri rannsókna- og þróunarverkefnum. „Sameiginlegt markmið beggja er að að nýta sem best sérþekk- ingu þá sem samningsaðilar búa yfir auk þess sem samningnum er ætlað að bæta aðgengi vísinda- manna og nemenda HA að sérfræð- iþekkingu og aðstöðu BioPol og aðgengi sérfræðinga BioPol að sérfræðingum HA og aðstöðu,“ segir í tilkynningunni. Geta auglýst stöðu sérfræðings Í stjórn BioPol sitja fimm stjórnar- menn og þar af einn frá HA. Með þeim hætti leggur HA til verk- efnisstjóra með þekkingu á sjáv- arlíftækni, hagnýtri örverufræði, vinnslutækni matvæla, nýsköpun og atvinnuþróun. Starfsstöð hans er við Háskólann á Akureyri en verkefnið er fyrst og fremst mótun faglegra áherslna samstarfsins og utanumhald rannsóknarverkefna. Allt frá stofnun BioPol hefur dr. Hjörleifur Einarsson, prófessor við HA, sinnt þessu hlutverki. Samningurinn tilgreinir jafn- framt að BioPol getur auglýst stöðu sérfræðings sem staðsettur verður hjá BioPol á Skagaströnd en staðan er til komin vegna vinnu svokallaðrar NV nefndar sem starfaði fyrir forsætisráðuneytið árið 2008. /MÞÞ LÍF&STARF BioPol á Skagaströnd og Háskólinn á Akureyri endurnýja samstarfssamning: Sameiginlegt markmið að nýta sérþekkingu sem best Adolf Berndsen, stjórnarformaður BioPol á Skagaströnd, og Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, hafa endurnýjað samstarfssamning milli stofnananna til næstu fimm ára en þær hafa átt í farsælu samstarfi frá árinu 2007. Skagaströnd. Mynd / HKr. UTAN ÚR HEIMI Matvælaframleiðsla: Aukin sala á kjötlíki úr jurtaríkinu Sala á kjötlíki sem unnið er úr jurtaríkinu hefur aukist hratt á Bretlandseyjum undanfarin misseri. Framleiðendur segja að kjötlíkið bragðist alveg eins og kjúklingar eða beikon eða hver önnur kjötvara en að framleiðsla þess hafi ekki eins slæm áhrif á umhverfið og búfjár- rækt. Kjötlíkið sem um ræðir er sagt líkjast kjöti á allan hátt, hvort sem það er bragð, áferð eða lykt en það er að mestu framleitt úr ertum og sojabaunum ásamt bragðefnum. Fyrirtækið sem framleiðir kjöt- líkið og heitir This gerði nýverið samning við sölufyrirtækið Brakes ,sem er ein stærsta heildsala í Bretlandi, um dreifingu vörunnar og er talið að sala hennar muni aukast enn frekar í framhaldi af því. Sala á matvörum sem koma á í staðinn fyrir kjöt jókst á Bretlandseyjum á síðasta ári um 40% og spár fyrir árið 2020 gera ráð fyrir að salan eigi eftir að aukast enn meira á komandi árum. /VH Kjötlíkið sem framleitt er úr ertum og sojabaunum er sagt líkjast kjöti á allan hátt, hvort sem það er bragð, áferð eða lykt. Umhverfismál: Köngulpálmar blómstra í fyrsta sinn Afleiðingar hlýnunar jarða geta tekið á sig ýmsar myndir sem ekki eru allar fyrirsjáanlegar. Köngul­ pálmar í Ventnor grasa garðinum á Isle of Wight eru að blómstra í fyrsta sinn. Í Ventnor grasagarðinum á eyj- unni Isle of Wight í Ermarsundi út af suðurströnd Englands eru nokkrir fornsögulegir köngulpálmar sem hafa lifað í garðinum vegna veðursældar á eyjunni og umhyggju garðyrkju- manna. Í fyrsta sinn í skráðri sögu eyjanna og Bretlandseyja sýna kögur- pálmar af báðum kynjum merki um að þeir séu að blómstra utandyra. Upp á sitt besta fyrir 280 milljónum ára Plönturnar, sem kallast Cycas revoluta á latínu, voru upp á sitt besta fyrir um 280 milljónum ára og talið að þeir hafi síðast blómstrað á Ilse of Wight fyrir um 60 milljón árum. Grasafræðingar við garðinn segja blómgun pálmanna vera greini- leg merki um aukna hlýnun og segja þá skoðun sína vera studda veður- farsmælingum. Algeng stofuplanta C. revoluta er upprunnin í Japan og er algeng stofuplanta á Bretlandseyjum og einnig hér á landi og kallast sagopálmi. /VH Þrátt fyrir að sagopálmar séu harðgerðir hafa þeir ekki blómstrað utandyra á Bretlandseyjum í ein 60 milljón ár að sögn þeirra sem vita til. Breyting er hugsanlega að verða þar á.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.