Bændablaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 41
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. mars 2020 41 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið aug- lýsir eftir umsóknum um fjárfestinga stuðning í svínarækt. Um umsóknir og úthlutun stuðnings- ins gilda ákvæði VII. kafla reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað nr. 1260/2018. Umsóknum um fjárfestinga stuðning vegna framkvæmda á árunum 2019-2020 skal skilað inn rafrænt á afurd.is eigi síðar en 31. mars. Umsóknarfrestur verður ekki framlengdur. Markmið stuðningsins er að auðvelda sérstak- lega smærri svínabúum að hraða því að standast kröfur samkvæmt gildandi reglugerð um velferð svína. Skilyrði fyrir veitingu fjárfestingastuðnings er að finna í 33. gr. reglugerðarinnar og eru vegna: a. Nýbygginga eða viðbygginga b. Endurbóta á eldri byggingum, þar sem skipt er út meira en 50% af innréttingum. c. Kaupa á innréttingum og búnaði. Fjárfestingastuðningur fyrir hvern framleiðanda getur að hámarki numið 40% af stofnkostnaði ef heildarkostnaður fer yfir eina milljón króna. Stjórnarráð Íslands Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Fjárfestingastuðningur í svínarækt hjá Skógræktinni í samráði við skógarbændur, sem einnig hafa aðgang að sérfræðingum þeirrar stofnunar. Það þarf að kenna betur umhirðu skóga, þar sem verið er að rækta skóg og framleiða timbur sem standast þarf alþjóðastaðla, gæðavöru. Það þarf fjölbreyttari tegundir í skógana okkar, það þarf að rannsaka enn frekar hvaða tegundir og hvaða klónar henta best okkar aðstæðum og veðurfari. Það þarf að huga vel að fræðslu og námskeiðum fyrir alla þá sem koma að öllum stigum, frá framleiðslu plantna til skógarhöggs. Við skipulag skóga þarf að huga að brunavörnum og með hvaða hætti má verjast þeim vágesti. Brunavarnir eru mikilvægar og það dugar ekki að ætla að huga að þeim síðar. Unninn hefur verið netbæklingur, grodureldar.is, þar sem eru góðar leiðbeiningar og góð ráð. Sveitarfélögin sjá um slökkvistarf, hvert á sínu svæði, og þau ættu öll að sýna þann metnað og ábyrgð að byggja upp sterkar varnir, kortleggja, merkja, leiðbeina og kenna fyrirbyggjandi aðgerðir og rétt viðbrögð ef þarf. Það er erfitt að verðmeta skóg, því hefur ekki verið hægt að tryggja skóg. Þetta þarf að skoða, það er mikið í húfi ef illa fer, jafnvel ævistarf heillar fjölskyldu, jafnvel nokkurra ættliða. Leita mætti í smiðju nágrannaþjóða okkar, hvað reynslan hefur kennt þeim í þessum efnum. Landbúnaðarháskólinn á Hvann eyri kennir skógfræði. Hún er umhugsunarverð þessi háskólaárátta okkar, af hverju þarf skógfræði að vera á háskólastigi? Ef skógfræði væri á sama róli og iðnnám ættu fleiri að hafa áhuga og námið að vera eftirsóknarverðara. Það mætti jafnvel krydda námið enn frekar með námsdvöl erlendis, þannig að nemendur fengju að kynnast samsvarandi námi hjá nágrannaþjóðum okkar, bæði bóklegu og verklegu. Mætti ekki skoða það að nám skógfræðinga og garðyrkjufræðinga væri í samfloti og sá skóli yrði á Reykjum? Það hljómar afkáralega að framtíð Garðyrkjuskólans skuli ótrygg. Nú er tíðarandinn sá, að það á að rækta meiri skóg og meira grænmeti og blóm á Íslandi. Það þarf menntað fólk í þessar greinar. Aðstaðan á Reykjum hefur ekki fengið viðunandi viðhald, en nú ætti það fólk sem ræður ferðinni að láta taka þar til hendi og byggja upp faglegt nám í takt við þarfir samtímans, bæði í skógrækt og garðyrkju. Ef ráðamenn tækju skógrækt alvarlega og hún fengi þann stuðning og þann sess sem hún þarf sem atvinnugrein, ætti hún að heyra undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Í dag heyrir hún undir umhverfis- og auðlindaráðuneyti, en á mikið samneyti við landbúnaðararm atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytis. Þessi flækjufótur er óþarfur, skógræktin er iðnaður og þar verður til nýsköpun. María E. Ingvadóttir, skógarbóndi og formaður Félags skógareigenda á Suðurlandi María E. Ingvadóttir. LÍF&STARF Bæjarstjórn Akureyrar telur að stofnun Háskólans á Akureyri hafi verið ein besta byggðaaðgerð sem farið hefur verið í og mikilvægt sé að hlúð sé vel að stofnuninni, m.a. að hún sé fjármögnuð á þann veg að hún nái að sinna hlutverki sínu. Bæjarstjórn Akureyrarbæjar: Tillit verði tekið til byggðasjónarmiða þegar háskólaumhverfið er skoðað Bæjarstjórn Akureyrarbæjar leggur áherslu á að tekið verði tillit til byggðasjónarmiða þegar háskólaumhverfi Íslands er til skoðunar. Mikilvægt sé að hlúa vel að Háskólanum á Akureyri þannig að hann geti sinnt hlut- verki sínu. Bæjarstjórn ræddi á dögunum um Grænbók um fjárveitingar til háskóla sem hefur verið til umsagn- ar í samráðsgátt stjórnvalda. Í græn- bókinni er gerð grein fyrir núverandi fjárveitingakerfi, möguleikum við hönnun á nýju kerfi og settar fram lykilspurningar til að efla umræðu um stefnu um háskóla og hvaða fyr- irkomulag fjárveitinga styðji best við innleiðingu á slíkri stefnu. Í umsögn um grænbókina sem Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri sendi fyrir hönd Akureyrarbæjar er meðal annars fjallað um mikilvægi þess að stjórnvöld tryggi að minni háskólar haldi sérstöðu sinni og frekar verði horft til aðgerða sem efla starfsemina heldur en að veikja rekstrargrundvöll þeirra. Nemendum í háskólakerfinu í heild hefur fækkað frá árinu 2013, en á sama tíma hefur fjölgað verulega í Háskólanum á Akureyri. „Þessi aukning hefði orðið mun meiri ef ekki hefði verið gripið til þeirra aðgerða [hertar aðgangstakmarkan- ir] sem HA hefur notað síðastliðin þrjú ár og munu verða enn harðari fyrir haustið 2020, þar sem fjár- veitingar til skólans hafa ekki verið í samræmi við þá miklu fjölgun nem- enda sem sækja þar um nám,“ segir í umsögninni. Þótt aukin samkeppni um námspláss geti verið jákvæð, þá gangi þessi þróun algerlega gegn upprunalegum hugmyndum um stofnun Háskólans á Akureyri „þar sem markmiðið var að auka aðgengi að háskólanámi, sérstaklega fyrir fólk utan höfuðborgarsvæðisins,“ segir í umsögninni. /MÞÞ Vilja byggja minni íbúðir á Hofsósi og í Varmahlíð Hoffell ehf. hefur óskað eftir viðræðum við Sveitarfélagið Skagafjörð um uppbyggingu nokk urra íbúða á Hofsósi og Varmahlíð. Íbúðirnar gætu hentað þeim sem vildu flytja úr stærri fasteign- um í minni, segir í erindi Hoffells til sveitarstjórnar. Byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fól sveitarstjóra að ræða við forráða- mann Hoffells um málið. /MÞÞ Varmahlíð í Skagafirði. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.