Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Qupperneq 4

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Qupperneq 4
Margvíslegar aðgerðir voru nefndar sem bætt gætu ástandið. Megin- galli skýrslunnar var hins vegar sá að sjónarmið neytenda og veitenda skorti enda sátu fulltrúar þeirra ekki í starfshópnum. Skýrslan var kynnt á fundi sem boðað var til í júní síð- astliðnum. Að fundinum loknum boðaði þáverandi formaður Öryrkja- bandalagsins, Emil Thóroddsen, nokkra einstaklinga, sem vinna að endurhæfingu, til fundar og voru Heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu sendar greinargóðar at- hugasemdir við skýrsluna að fundi loknum. Engin viðbrögð hafa borist við ábendingum bandalagsins. Hið sama má segja um skýrslu þá sem gefin var út um meinta fjölgun ör- yrkja síðastliðið vor. Öryrkja- bandalag íslands bauð fram sam- ráð um gerð tillagna í því skyni að bregðast við efni skýrslunnar, en sagt var að hún yrði til athugunar hjá stjórnvöldum fram eftir sumri. Ekkert hefur bólað á slíku sam- ráði. Eins og kunngert var í fjölmiðlum fékk bandalagið Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla íslands, til þess að taka saman skýrslu um ör- orku á íslandi í fjölþjóðlegu sam- hengi. Skýrslan liggur nú fyrir og verður dýrmætt gagn öllum öryrkj- um á íslandi í þeirri samræðu sem verður að eiga sér stað á milli Ör- yrkjabandalagsins og stjórnvalda, vitrænnar umræðu og samráðs í stað einhliða valdboðs og tilkynn- inga á of mörgum sviðum. Á aðalfundi Öryrkjabandalags ís- lands, 19. október síðastliðinn, var Sigursteinn Róbert Másson, kjörinn formaður bandalagsins. Sigursteinn er víðkunnur fyrir störf sín á sviði fjölmiðlunar, mannúðarmála hvers konar og nú síðast á vettvangi Geð- hjálpar þar sem hann hefur gegnt forystu um nokkurra ára skeið. Eru honum fluttar einlægar hamingju- óskir og þess beðið að gæfa megi fylgja honum í starfi á vettvangi Ör- yrkjabandalags íslands. Jafnframt er Emil Thóroddsen, sem gegndi starfi formanns frá 20. janúar sl. fram að aðalfundi, þakkað farsælt starf í þágu bandalagsins, en hann var bæði skjótráður og úrræðagóður í þeim málum sem ráðið var framúr. Emil gegnir áfram starfi varafor- manns. Þá er Steinunn Þóra Árna- dóttir, fulltrúi MS-félags íslands boð- in velkomin sem gjaldkeri Öryrkja- bandalags íslands. Því starfi gegndi áður um margra ára skeið Elísabet Á. Möller, fulltrúi Geðverndarfélags íslands til margra ára í stjórn banda- lagsins, en hún gaf ekki kost á sér til setu í stjórn. Eru Elísabetu fluttar al- úðarþakkir fyrir óeigingjarnt og far- sælt starf. Arnþór Helgason 4 www.obi.is

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.