Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Blaðsíða 5
Frá formanni Oryrkja
bandalags íslands
Á aðalfundi Öryrkjabandalags
íslands í október völdu aðildarfé-
lögin breytingar. Það er kallað eft-
ir nýrri stefnu og starfsháttum.
Öryrkjabandalagið hefur á und-
anförnum árum náð verulegum
árangri í málaferlum við ríkisvald-
ið og má telja að óhugsandi hafi
verið annað á þeim tíma en að
fara þá erfiðu leið. Ég vil færa
fyrrverandi formönnum þeim
Garðari Sverrissyni og Emil Thór-
oddsen mínar bestu þakkir fyrir
þeirra framgöngu. Ekki sér að
fullu fyrir endann á þessu ferli því
miður vegna vanefnda stjórn-
valda á samkomulagi við ÖBÍ í
mars 2003. Þrátt fyrir það mun
ÖBÍ leitast við að eiga sem eðli-
legast samráð við stjórnvöld í því
skyni að bæta hag fatlaðra og
sjúkra á íslandi. Við látum ekki
persónulegar deilur flækjast fyrir
okkur á þeirri leið. Við megum
það einfaldlega ekki.
í lögum um málefni fatlaðra segir í
fyrstu grein meðal annars: „Við
framkvæmd á markmiðum laganna
skal tryggja heildarsamtökum fatl-
aðra og aðildarfélögum þeirra áhrif
á stefnumörkun og ákvarðanir er
varða málefni fatlaðra." Öllu skýrara
getur það ekki verið. Með því að far-
ið sé eftir þessu ákvæði er komið í
veg fyrir mistök og slys samanber
áform um niðurfellingu bensínstyrks
og reglugerð um stöðvun bóta-
greiðslna. ÖBÍ hefur óskað eftir
formlegu og skipulögðu samráði við
stjórnvöld um lagafrumvörp og
reglugerðir og vonast ég til að okkur
takist að koma því á koppinn.
Lög um almannatryggingar eru
margstagbætt og illskiljanleg bæði
leikmönnum og sérfræðingum. ÖBÍ
hefur óskað eftir að undirbúningur
við heildarendurskoðun laganna
hefjist hið fyrsta með þátttöku
bandalagsins. Brýnt er að skoða
nýja löggjöf út frá því hvernig óska-
kerfið lítur út en ekki með hliðsjón af
núgildandi lögum. Afar mikilvægt er
að einfalda lögin til muna, fella burt
tekjutengingar og lagfæra aðrar. Sú
fátækragildra sem tekjutengingarn-
ar eru hefur skapað óþolandi víta-
hring og útilokað marga öryrkja frá
því að taka skrefin út á vinnumark-
aðinn. Það ætti að verða auðsótt að
breyta þessu vegna þess að kerfið
hentar engum, hvorki ríkissjóði né
öryrkjum.
Megi jólin vera okkur öllum hátíð
Ijóss og friðar.
Með kærri kveðju,
Sigursteinn R. Másson
□. Il J T t' 1 lLu ' ^ =n
T
y Viðtalstími formanns ÖBÍ
Formaöur Öryrkjabandalags íslands er með fasta viötalstíma
á skrifstofu bandalagsins að Hátúni 10, á mánudögum frá
klukkan 9.00 til 11.00.
Símatími erfrá klukkan 11.00 til 12.00 sömu daga.
Tekið er við viðtalspöntunum í síma 530 6700.
n
tímarit öryrkjabandalagsins
5