Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Side 11

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Side 11
Hjördís Guðmundsdóttir „Að lokum lenti ég í Garðaskóla hjá Hallgrími Sæmundssyni, kenn- ara, þar sem ég var í tvö ár. Það voru mín bestu ár í skóla. Hallgrím- ur skildi mig svo vel því að hann á heyrnarlausan son. Hann gætti þess ætíð að ég sæi framan í sig og því gat ég fylgst með því sem hann sagði. Hann raðaði nemendum sín- um þannig að þeir sæju jafnan and- lit hans. Þegar hann skrifaði eitt- hvað á töfluna sneri hann sér að nemendum þegar hann þurfti að segja eitthvað svo að við sæjum framan í hann. Ef hann var í vafa um að við skildum hann, spurði hann hvort við hefðum skilið það sem hann sagði. Aðra kennara þurfti ég að elta með augunum um stof- una og snúa höfðinu til og frá til þess að reyna að fylgjast með því sem þeir sögðu. Og meira að segja kom fyrir að ég væri látin sitja eftir, en þá sagði kennarinn að ég fylgdist ekki nógu vel með. Það var oft ósanngjarnt að ætlast til að ég heyrði það sem hann sagði, þar sem ég las af vörum og mjög erfitt að elta hann með augunum, að ég tali nú ekki um þegar kennarinn grúfði sig niður í bækurnar og horfði ekki fram.“ Lauk aldrei skyldunni Enn lá leið Hjördísar í annan skóla og missti hún þar með sinn góða kennara. Haustið 1968 þegar hún átti að hefja nám í gagnfræðaskóla var henni tjáð að það væri þýðingar- laust, hún hefði ekkert þangað að gera sökum heyrnarleysis. „Ég hafði fengið mig fullsadda af skólum og lét þetta því gott heita. En þetta voru óbreytt orð skólastjórans. Mamma var mjög óánægð með að ég skyldi hætta í skólanum, en ekk- ert var gert. Ef tekið hefði verið á eineltinu hugsa ég, að ég hefði haft kjark til að halda áfram. Á þessum tíma voru heyrnarskertir með sér- staka magnara og snúra lá úr þeim í hlustunartækin. Það var alltaf verið að slíta þessar snúrur og mögnur- unum var týnt fyrir mér og þetta var því orðið býsna kostnaðarsamt. En á meðan ég var í Garðaskóla hjá Hallgrími týndist aldrei neitt úr tækj- unum. Bekkurinn var líka afskap- lega samheldinn. Þegar ég hætti í barnaskóla fór ég að vinna í fiski. En veturinn 1973- 1974 stundaði ég nám í Húsmæðra- skólanum á ísafirði. Skólastjórinn, Þorbjörg Bjarnadóttir, ákvað að taka inn tvo heyrnarskerta nemendur. Hinn nemandinn var Jóna Björg Pálsdóttir. Okkur gekk báðum skín- andi vel. Jóna Björg fékk verðlaun fyrir útsaum. Ég fékk að vísu engin verðlaun en ég fór heim með fullar töskur og kassa af alls konar handa- vinnu. Þetta var langbesti vetur sem ég hafði lifað fram að því. Kennar- arnir hvöttu mig eindregið til að halda áfram í námi og fara í textíl- hönnun því að mér gekk svo vel í vefnaðarfræði. Til gamans má geta þess að ég fékk 9 í vöruþekkingu vefnaðarefna og 8,4 í vefnaði. Ekk- ert varð úr frekara námi. Mig skorti allan stuðning við þá ákvörðun mína. Foreldrar mínir höfðu sest að á Patreksfirði. Ég var ekki lengi heima, fór á vertíð og hitti þar mann- inn minn. Við settumst að á Þingeyri og fyrir vestan var ég í um 25 ár. Þar leið mérvel. Heyrnarskerðingin háði mér ekki að ráði. Enginn velti því fyrir sér hvort einhver væri öðruvísi en annar. Ef einhver þurfti að tala við mig og fannst ég ekki taka eftir sér bankaði hann bara á öxlina á mér. Ég var í kvenfélaginu á Þing- eyri og það gekk alveg prýðilega þar til heyrnin versnaði svo mikið að mér gekk illa að heyra ef fleiri en ein kona talaði í einu. Formaðurinn reyndi þá að biðja þær að tala bara eina í einu en það gekk ekki alltaf sem skyldi. En það var samt gaman að vera í félaginu. Ég gafst samt upp á að mæta þegar heyrnin versnaði það mikið að ég skildi hreinlega ekkert.“ Heyrnin hvarf næstum eftir bíl- slys „Daginn fyrir Þorláksmessu árið 1990 lentum við hjónin í alvarlegu bílslysi. Þá var verið að undirbúa byggingu brúarinnar yfir Dýrafjörð. Stórgrýti hafði verið skilið eftir á veg- inum og hlekktist fjórum bílum á. Okkar bíll kastaðist upp í loftið og lenti á hvolfi niðri á næsta vegi. Ég losnaði úr bílbeltinu og skall á mælaborðið. Maðurinn minn slasað- ist líka og þurfti að sauma 13 spor í hann. Það gerði skipstjóri niður á bryggju, en læknir og hjúkrunar- fræðingur höfðu farið til Reykjavíkur í jólafrí. Tveir synir okkar voru í aft- ursætinu og ég held því fram að annar þeirra sé með varanlegar skemmdir í baki eftir slysið. Ég fór til Reykjavíkur eftir áramót og komst að hjá lækni. Þá kom í Ijós að það hafði blætt undir höfuðkúp- una og í framhaldi af því hvarf heyrnin að mestu. Mér fannst eins tímarit öryrkjabandalagsins 11

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.