Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Side 8
Nýtt kennimerki
Síðastliðið vor samþykkti fram-
kvæmdastjórn að láta gera nýtt
kennimerki fyrir Öryrkjabandalag ís-
lands og fól starfsmönnum banda-
lagsins að undirbúa málið. Starfs-
menn auglýsingastofunnar Hvíta
hússins voru fengnir til að gera drög
að merkinu og komu að því fyrir
hönd Öryrkjabandalagsins Emil
Thóroddsen, Bára Snæfeld, Val-
gerður Ósk Auðunsdóttir, Rakel El-
íasdóttir og Arnþór Helgason. Tillög-
ur voru bornar undir starfsmenn Ör-
yrkjabandalagsins, Hússjóðs ÖBÍ,
Hvíta hússins og auk þess fjallaði
framkvæmdastjórn um hugmyndirn-
ar. Úr um tug hugmynda var unnið
nánar með tvær þeirra og nýjar út-
færslur og fleiri litasamsetningar
kynntar. Lokaniðurstaða fram-
kvæmdastjórnar varð eftirfarandi,
sem jafnframt má sjá á meðfylgjandi
mynd.
Form kennimerkisins er þrjár
bogalínur sem fléttast hver í aðra.
Neðsti og efsti boginn eru í sama lit
en miðboginn hefur sérlit. í
svart/hvítu eða þegar bréfsefni
verður Ijósritað aðgreina litirnir sig
vel.
Nafn Öryrkjabandalags íslands er
sett fram í einni línu og einnig sem
upphafsstafir, báðar gerðir í hástöf-
um. Bogarnir mynda tvo þriðju úr
hring utanum Ö í upphafsstöfum
bandalagsins ÖBÍ. Útfærsla með
nafninu í heild sinni verður þannig
að bogarnir mynda tvo þriðju hrings
utan um ÖR, en aðrir hlutar nafnsins
standa út fyrir í einni línu.
Litasamsetning er dökksægrænn
litur (PANTONE 560-C) í efsta og
neðsta boga en í miðboga er dökk-
gulur litur (PANTONE 130-C). Letur
dökksægrænt eins og í bogunum.
^ÖRYRKJABANOAIAG ÍSLANOS
8
Hluti aðalfundarfulltrúa
www.obi.is