Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Qupperneq 16

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Qupperneq 16
AÐILDARFÉLÖG Skýrsla Styrktarfélags vangefinna Frá október 2004 til september 2005 Styrktarfélag vangefinna starfar fyrst og fremst meðal þroska- hamlaðs fólks á öllum aldri. Fé- lagið er handhafi þjónustusamn- ings við ríkið og sér um þjónustu í Reykjavík í formi búsetu, dag- þjónustu, verndaðrar vinnu og frekari liðveislu, auk ráðgjafar við fatlaða og/eða aðstandendur þeirra, á einn eða annan hátt. Ráðstefna um öldrunarþjón- ustu Ráðstefna, sem bar heitið Átaks erþörf- framtíðarsýn í öldrunarþjón- ustu við fólk með þroskahömlun, var haldin þann 11. nóvember 2004 á Grand Hóteli Reykjavík. Rúmlega 140 manns komu á ráðstefnuna sem tókst í alla staði vel. Tveir er- lendir fyrirlesarar voru fengnir til landsins, annar frá Noregi og hinn frá Finnlandi. Efni ráðstefnunnar má finna á heimasíðu félagsins: www.styrktarfelag.is Markmiðið með ráðstefnu sem þessari er að skapa umræðu í sam- félaginu um öldrunarmál fólks með þroskahömlun, sem gæti haft í för með sér breytingar til batnaðar. Þessi hópur er nýr í samfélaginu vegna hækkandi meðalaldurs, en þörfum hópsins hefur ekki verið sinnt sem skyldi. í kjölfar ráðstefn- unnar var haldinn morgunverðar- fundur 19. nóvember, þar sem ráð- stefnugestum var boðið að koma og tjá sig um efni hennar. Fjölmennt var í morgunverðinn og sköpuðust góðar umræður. Tveir starfshópar um öldrunarmál hafa verið settir á fót innan Styrktarfélags vangefinna til að halda starfinu áfram. í hvorum hópi eru þrír aðilar og munu hóparn- ir skila af sér á vormánuðum 2006. Innlent og erlent samstarf Félagið er í samstarfi við ýmsa aðila og er þar helst til að nefna: • Þátttaka í norrænu samstarfi inn- an Nordisk nettverk forum, NNF. • Lögð er áhersla á fræðslu til fatl- aðra og aðstandenda þeirra, meðal annars með samstarfi í Fræðslu fyr- ir fatlaða og aðstandendur, FFA. • RVVF er samstarfshópur Svæð- isskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík og á Reykjanesi, Fjöl- menntar og Styrktarfélags vangef- inna um viðhorfskönnun meðal fatl- aðra framhaldsskólanema um við- horf og væntingar til framtíðar. Verk- efnið var unnið af Parx og var kynnt á fundi 7. nóvember síðastliðinn. Sókratesverkefni: Ég ertil, þess vegna elska ég Styrktarfélag vangefinna hefur verið þátttakandi í samstarfsverkefni ásamt fulltrúum frá fimm öðrum Evr- ópuþjóðum; Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Rúmeníu. Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu. Markmið verkefnisins er að útbúa fræðsluefni fyrir fólk með þroska- hömlun, aðstandendur og starfsfólk um samskipti kynjanna, ástir og kynlíf. Verkefnið hófst í september 2003 og því lýkur í október 2005. Samstarfsverkefni með ítölum: Ungmenni í Evrópu Verkefnin eru tvö. Annað fólst í að taka á móti fjórtán ítölum, þar af tíu með Downs heilkenni, í júlí síðast- liðnum. Hitt var ferð átta íslenskra, fatlaðra einstaklinga og fjögurra far- arstjóra til Písa á Ítalíu í lok sept- ember. Markmið verkefnanna er að gefa fötluðu fólki kost á að kynnast öðrum í líkri aðstöðu í framandi landi og miðla þeim af menningu og lifnaðarháttum annarra þjóða. Bæði verkefnin tókust í alla staði vel. Tæknileg hjálpartæki Hjálpartækjamiðstöð TR, Lands- samtökin Þroskahjálp, Styrktarfélag vangefinna og Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra hafa efnt til sam- vinnuverkefnis um notkun tækni- legra hjálpartækja. Verkefninu er ætlað að kanna möguleika og notk- un tæknilegra tækja sem styðja við vitræna framkvæmd eða snúa að öryggi þátttakenda í eigin búsetu. Markmiðið með verkefninu er að fá ákveðinn hóp til að prófa hjálpartæki og meta í framhaldi gagnsemi þeirra. Stjórn og framkvæmdaráð Stjórn félagsins síðasta starfsár var þannig skipuð: Formaður Friðrik Alexandersson, varaformaður Jón Torfi Jónasson, gjaldkeri Helga Steinunn Hauksdóttir og ritari Sig- ríður Einarsdóttir. Meðstjórnendur voru Sigurður Þór Sigurðsson, Bára 16 www.obi.is

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.