Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Qupperneq 22

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Qupperneq 22
Endurhæfing vei mannréttindum, Rætt við Guðbjörgu Sveinsdóttur geðt Guðbjörg Sveinsdóttir, geð- hjúkrunarfræðingur, er forstöðu- maður Vinjar. Hún hefur tekið þátt í hjálparstarfi á vegum Alþjóða- sambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans og sinnt áfallahjálp víða um heim auk starfans hjá Vin. Áfallahjálpin hef- ur leitt Guðbjörgu til svæða þar sem fólk líður þjáningar vegna stríðsátaka eða náttúruhamfara. Nefna má Balkanskaga, írak, Pal- estínu, íran og Indónesíu. Ég hitti Guðbjörgu í heimilislegu umhverfi Vinjar á Hverfisgötunni í Reykjavík. Vinnudegi var lokið, ró yfir öllu og gestir gengnir brott. Fyrsta spurningin snýr einfaldlega að Vin og þjónustunni sem þar er boðið upp á, hverjum er hún ætluð? Vin er sett upp sem athvarf fyrir geðfatlaða, en í raun eru þessi at- hvörf Rauða krossins ekki skilgreind sem félagsleg endurhæfingarúrræði heldur sem athvörf þótt hér sé í raun verið að vinna að félagslegri endur- hæfingu. Enda er það svo að um- ræða um félagslega þjónustu og fé- lagslega endurhæfingu geðfatlaðra hefur verið af fremur skornum skammti til þessa. Starfsemi Vinjar beinist að því að hjálpa fólki áfram, hjálpa einstak- lingum að komast upp úr ákveðnu fari sem þeir hafa lent í. Margir hafa hrærst lengi innan geðheilbrigðis- kerfisins, verið á róli inn og út af stofnunum og jafnvel búið lengi á geðdeildum. Sjúkrahúsumhverfi hamlar end- urhæfingu Að búa á geðdeildum er í raun að eiga heima inni á Kleppi. Enn þann dag í dag er þó nokkur hópur manna sem býr á Kleppi. Flestir þeirra búa nú orðið í eins manns herbergi og geta því haft persónulega muni hjá sér. En umhverfið er sjúkrahúsum- hverfi þar sem sjúkrahúsreglur gilda og starfsfólk er á vöktum. Þetta eiga að heita endurhæfingardeildir og markmiðið í dag er að allir útskrifist, til dæmis inn á sambýli. Á hinn bóg- Athvörf Rauða kross íslands fyrir geðfatlaða Stuðningur við geðfatlaða er forgangsverkefni hjá Rauða krossi íslands og koma samtökin að rekstri fjögurra athvarfa fyrir geðfatlaða. Elst þeirra er Vin í Reykjavík sem stofnuð var 1993. Næst reið Kópa- vogsdeild Rauða krossins á vaðið í samstarfi við Kópavogsbæ og Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi með opnun Dvalar í Kópavogi, Akureyr- ardeild Rauða krossins opnaði Laut á Akureyri í sam- starfi við Akureyrabæ og Geðverndarfélag Akureyrar og yngsta athvarfið er Lækur í Hafnarfirði sem Hafn- arfjarðardeild Rauða krossins opnaði í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ og Svæðisskrifstofu málefna fatl- aðra á Reykjanesi. + Rauði kross Islands Markmiðið með athvörfunum er að rjúfa félags- lega einangrun, draga úr endurinnlögnum á geðdeildir, efla þekkingu á málefnum geðfatlaðra og skapa umhverfi þar sem gagnkvæm virðing og traust ríkir og tekið er tillit til hvers og eins. Hluti verkefnisins er að veita geðfötl- uðum athvarf í notalegu umhverfi, þar sem unnt er að koma og fá til dæmis heitan mat, lesa, sinna ýmsum tómstundastörfum, fara í gönguferðir og njóta listvið- burða, þannig að fátt eitt sé nefnt. www.redcross.ls Heimasíða Rauða kross íslands þar sem meðal annars er að finna nánari upplýsingar um athvörf fyrir geðfatlaða. 22 www.obi.is

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.