Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Side 39

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Side 39
Guðrún Ósk Ingvarsdóttir og Guðrún Bergsdóttir í Vinnustofunni Ási pakka Kærleikskúlunum. Án upphafs - án endis Rúrí nefnir Kærleikskúlu sína Án upphafs - án endis og segir um verkið: „Orðin vísa til þess að kærleikur- inn á sér hvorki upphaf né endi. Hann er óskilyrtur - óendanlegur - hann er. Eins er með fossinn - hann rennur án afláts - hann er. Fullkomin kúla hefur hvorki upp- haf né endi, á sama hátt og hnöttur- inn okkar, Jörðin, er ein samfelld heild. Einn af hinum máttugu fossum landsins birtist í brothættu, svífandi listaverkinu, sem örsmáum heimi, sem aftur kallast á við og speglar al- heim þar sem Jörðin svífur um í ómælisgeimi." Allur ágóði af sölu Kærleikskúl- unnar rennur til starfsemi í þágu fatl- aðra barna og ungmenna. Undan- farin tvö ár hefur Reykjadalur notið ágóðans, en Reykjadalur er opinn börnum og ungmennum sem vegna fötlunar eða langvinnra sjúkdóma geta ekki notið þess að sækja hefð- bundnar sumarbúðir. Birna Þórðardóttir Rúrí er fædd árið 1951 í Reykjavík. Hún stundaði listnám þar og síðar í Hollandi. Rúrí hefur haldið fjölda einkasýninga hér heima og erlendis, auk þess að taka þátt í samsýningum. Útilistaverk Rúríareru mörg- um kunn, má þar nefna Regnbogann við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Fyssu í Grasagarðinum í Reykjavík, einnig innsetningar eins og Glerregn sem sýnt var vorið 2001 í Listasafni íslands og PARADÍS? - Hvenær? sem sýnt var á Kjarvalsstöðum fyrir nokkrum árum. Rúrí var fulltrúi íslands á Feneyjatvíæringnum 2003 og vakti verk hennar Archi- ve - Endangered Waters mikla athygli. Rúrí er borgarlistamaður Reykjavíkur 2005. Sjá nánar: www.ruri.is 39

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.