Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Blaðsíða 18

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Blaðsíða 18
Og enn koma jwl Hlýnar í hjarta mér helg koma jól, friðarins boðskap ber blessunar sól. Kliðmjúkt ég kenna má kærleikans mál. Fögnuð mun færa þá friðvana sál. Göngum við hönd í hönd, horfið allt tál. Hljómar um höf og lönd helginnar mál. Verða nú skuggaskil skammdegið flýr. Fanga ég unaðsyl, yndi mér býr. Æskujól yndisblíð eiga nú mitt hjarta Lýsa þau um lífs míns tíð Ijómandi bjarta. Víkja burt voða og þraut, veita mér skjól. Vísa á birtubraut, björt eins og sól. Jötu við finn ég frið fegurð og ást. Á ég þar auðnugrið aldrei sem brást. Lag: All kinds of everything Höfundur: Helgi Seljan 18 www.obi.is

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.