Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Page 18

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Page 18
Og enn koma jwl Hlýnar í hjarta mér helg koma jól, friðarins boðskap ber blessunar sól. Kliðmjúkt ég kenna má kærleikans mál. Fögnuð mun færa þá friðvana sál. Göngum við hönd í hönd, horfið allt tál. Hljómar um höf og lönd helginnar mál. Verða nú skuggaskil skammdegið flýr. Fanga ég unaðsyl, yndi mér býr. Æskujól yndisblíð eiga nú mitt hjarta Lýsa þau um lífs míns tíð Ijómandi bjarta. Víkja burt voða og þraut, veita mér skjól. Vísa á birtubraut, björt eins og sól. Jötu við finn ég frið fegurð og ást. Á ég þar auðnugrið aldrei sem brást. Lag: All kinds of everything Höfundur: Helgi Seljan 18 www.obi.is

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.