Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Side 4

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Side 4
4 I ÖBÍáfram Við eigum erindi í júlí sl. gerði Capacent Gallup könnun á afstöðu almennings til ÖBÍ. Niðurstaðan var einkar ánægju- leg. Hart nær 90% svarenda sögðust jákvæð í garð bandalagsins en aðeins 3% neikvæð. Þá sýnir könnunin að þrír fjórðu landsmanna telja ÖBÍ sinna vel réttindamálum öryrkja og að álíka margir bera traust til bandalagsins. Þetta er klárlega byr í seglin og viðurkenning á því margvíslega starfi sem unnið er á vettvangi ÖBÍ. Það að heildarsamtök fatlaðra á íslandi njóti svo mikils velvilja og trausts í þjóðfélaginu skapar sókn- arfæri en leggur jafnframt á herðar okkar auknar skyldur og ábyrgð. Við verðum að vera traustsins verð. Erindi okkar við íslenskt samfélag í dag er að vinna markvisst að lausnum út úr þeim ógöng- um sem almanntryggingakerfið hefur ratað í og að benda á úrbótatækifæri í velferðarkerfinu. Á síðustu misserum hefur í auknum mæli ver- ið óskað þáttöku ÖBÍ í stefnumótandi nefndum stjórnvalda. Það er til marks um breytta tíma í samskiptum bandalagsins og stjórnvalda. Brýnt er að við höldum uppi málefnalegri gagnrýni á stjórn- völd en við fögnum því að okkur skuli færð aukin ábyrgð á framþróun í velferðarmálum. ÖBÍ mun sýna að það er traustsins vert. Fyrir ári síðan sagði ég að breytingar lægju í loftinu. Nú er undirbúningur breytinganna í fullum gangi. Á vegum forsætisráðuneytisins og félags- málaráðuneytisins, með þátttöku annarra ráðu- neyta og hagsmunaaðila, er unnið að uppstokk- un á fyrirkomulagi almannatrygginga hvað varðar öryrkja. Með hugmyndum að breyttu örorkumati munu núverandi tekjutengingar heyra sögunni til og nýtt tækifæri mun opnast á góðum framfærslu- grunni fyrir þá sem ekki hafa möguleika á þátttöku á vinnumarkaði. Fyrir hina er stefnt að stórauk- inni starfsendurhæfingu og einstaklingsmiðuðum stuðningi til atvinnuþátttöku. í félagsmálaráðuneyti er unnið að tilfærslu nær- þjónustuverkefna frá ríki til sveitarfélaga og ákveðið hefur verið að flytja lífeyrishluta almannatrygginga til félagsmálaráðuneytisins sem ætlað er að bæta þjónustu við lífeyrisþega. Ef fram fer sem horfir munu byltingarkenndar tillögur í bessum efnum líta dagsins Ijós á næstu mánuðum en ÖBÍ verður að halda vöku sinni á þessari vegferð. Markmiðið er að færa fötluðum og sjúkum aukin réttindi og ný tækifæri í samfélaginu. Það mikilvægasta sem við eigum í lífinu er hlutverk og tilgangur. Verkefnið er að finna hvort tveggja og að auka lífsgæði fólks. Með ykkar stuðningi ætlum við að ná árangri. Sigursteinn Másson formaður ÖBÍ Meginþorri landsmanna jákvæður gagnvart ÖBÍ skv. Gallup: Tæp 70% teysta Öryrkjabandalaginu ÖBÍ geta verið sáttir við sitt, því fá féiaga- og hagsmunasamtök njóta viðlíka trausts þessa annars sundurleita hóps sem íslenska þjóðin er. Nær 90% landsmanna eru jákvæð í garð Ör- yrkjabandalags íslands, traust gagnvart banda- laginu er almennt og flestir telja það sinna rétt- indamálum félagsmanna sinna vel. Þetta er meðal niðurstaðna í könnun sem Capacent Gallup gerði í júní sl., þar sem spurt var um við- horf almennings til ÖBÍ, sem virðist samkvæmt þessu hafa sterka og jákvæða ímynd. Við gerð könnunarinnar hringdi Capacent Gal- lup í 1.350 manns á öllu landinu á aldrinum 16- 75 ára. Tekið var tilviljanaúrtak úr þjóðská og fólk spurt hvort það væri jákvætt eða neikvætt gagn- vart Öryrkjabandalagi íslands. Alls 88,9% svar- enda sögðust mjög eða frekar jákvæð gagnvart bandalaginu, 8,1% hvorki né en 3% voru frekar eða mjög neikvæð. Þegar spurt var hversu mikið eða lítið traust fólk beri til Öryrkjabandalags íslands sögðust 69,3% bera mikið eða frekar mikið traust til bandalagsins - en aðeins 4,8% frekar eða mjög lítið traust. Mætti vera sýnilegra Þá var spurt hvort fólk teldi Öryrkjabandalag ís- lands sinna réttindamálum öryrkja vel eða illa og töldu 18,7% ÖBÍ sinna réttindamálunum mjög vel, 56,6% frekar vel, 15,3% hvorki né, 7,5% frekar illa og 2% mjög illa. Þegar spurt var hvort fólki þætti Öryrkjabandalag íslands mikið eða lítið sýnilegt í umræðum um réttindamál öryrkja sögðu 16% það vera mjög sýnilegt, 41% frekar sýnilegt, 13,3% hvorki né, fjórðung frekar lítið sýnilegt og 4,8% mjög lítið sýnilegt. Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabanda- lags íslands, segir það vekja athygli þegar þessar tölur eru skoðaðar hve margir eru jákvæðir gagn- vart bandalaginu og starfi þess. Mikill meirihluti aðspurðra treysti bandalaginu og telji það sinna réttindabaráttunni sem það hefur með höndum vel. Það að þriðjungur telji ÖBÍ mega vera betur sýnilegt bendi hins vegar til að efla þurfi kraftinn í kynningarmálunum - eins og nú sé unnið að. Gefur byr í segl Athyglisvert er, að mati Sigursteins Mássonar, að bera niðurstöður könnunarinnar um viðhorf al- mennings til Öryrkjabandalagsins saman við könn- un Capacent Gallup frá í mars sl. þar sem traust almennings til stofnana samfélagsins var kannað. Þar kom fram að 85% treysta Háskóla íslands, 78% lögreglunni og heilbrigðiskerfinu treysta sjö af hverjum tíu. Þjóðkirkjunni treysta 52%, 31% dóms- kerfinu og aðeins 29% Alþingi. Segir Sigursteinn að í þessu Ijósi geti ÖBÍ býsna vel við unað. Ánægjulegt sé hve margir treysti Öryrkjabandalag- inu, sem aftur gefi forystu þess byr í seglin við að sinna þeim brýnu verkefnum sem framundan eru. Tímarit Öryrkjabandalags íslands - Útgefandí: Öryrkjabandalag islands • www.obi.is - Ábyrgðarmaður: Sigursteinn Másson. - Ritstjóri: Sigurður Bogi Sævarsson. Annað efni: Sigursteinn Másson og Kristján Þorvaldsson. - Forsíðumynd: Eva Þengilsdóttir. - Auglýsingar og umbrot: Athygli hf. Prentun: Landsprent. - Upplag 103.000 eintök. Gott til endurvinnslu

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.