Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Page 6
6 I ÖBÍáfram
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra:
Löngum biðlistum
þarf að eyða
„Hingað til hefurað mínu mati skort fjölbreytileikann
íþjónustu og jafnvel mannvirðinguna. “
Ljóst er að ýmsar tilfærslur verkefna verða á
næstu misserum bæði milli ráðuneyta og frá
ráðuneytum til sveitarfélaga. Sitt sýnist hverj-
um en hvaða nærþjónustuverkefni fyrir fatlaða
og sjúka, sem nú eru á hendi ríkisins, telur Jó-
hanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra þeim
betur fyrir komið hjá sveitarfélögunum. Hún
segir bæði af ýmsu að taka og ýmsum spurn-
ingum ósvarað til þess að fá heildstæða mynd.
„Einstök sveitarfélög og svæði, svo sem í Eyja-
firði og á Norðurlandi vestra, hafa veitt mjög
góða þjónustu á grundvelli þjónustusamninga í
nokkur ár. Þar vísa ég einkum til þjónustu við
fatlaða en jafnframt þjónustu við aldraða sem
Akureyringar og Eyfirðingar hafa verið að þróa
á mjög áhugaverðan hátt. Ég hef til dæmis
haft tækifæri til þess að kynna mér uppbygg-
inguna á Eyjafjarðarsvæðinu sem ég tel vera til
fyrirmyndar að ýmsu leyti. Meðal annars hafa
menn aukið fjölbreytni í þjónustunni út frá ólík-
um þörfum einstaklinga og það hugnast mér
mjög vel. Verið er að fjalla um hugsanlegan
verkefnaflutning á sviði málefna fatlaðra og
aldraðra á vettvangi félagsmálaráðuneytisins
og þar er verið að fara yfir ýmsa möguleika og
meta kosti og galla. Meðal annars kynna menn
sér það sem best hefur verið gert erlendis,"
segir Jóhanna og heldur áfram:
„Auðvitað eru hér stórar spurningar svo sem um
heilsugæsluna og minni sjúkrahús sem áður hef-
ur verið rætt um hvort fiytja megi til sveitarfélaga.
Ég vil að við skoðum þetta heildstætt með það að
markmiði að þæta þjónustuna og laga hana að
þörfum einstaklinganna og fjölskyldna þeirra og
þreytinga sem eru að verða á högum þjóðarinnar
og aidurssamsetningu hennar. Við vitum að fólk er
hresst mun lengur nú en var hér í upphafi síðustu
aldar og við vitum að sem betur fer vilja margir búa
heima sem lengst. Þessu fólki eigum við að þjóna
en sýna hinum virðingu með því að bjóða ásættan-
leg úrræði og þjónustu í sem fjölbreyttustu formi.
Hér er svo sannarlega verk að vinna og það vil ég
takast á við með samráðherrum mínum.“
Gæðin númer eitt
Hver er að þínu mati reynslan af hinum svoköll-
uðum reynslusveitarfélögum sem fengu málefni
fatlaðra til sín 1996?
„Reynslan er að mínu mati í megindráttum mjög
góð. Það hefur sýnt sig að sveitarfélögum hefur
tekist að vinna saman að upþbyggingu á þjón-
ustunni og dæmi eru um að þessi sveitarfélög og
svæði hafi haft frumkvæði við uppbyggingu og
þróun þjónustunnar. Mér sýnist að oft myndist
jákvæður hvati þegar menn horfa heildstætt í nær-
þjónustuna á tilteknu svæði en auðvitað er þetta
ekki algilt. Meginatriðið í mínum huga er að koma
í veg fyrir víxlverkun á milli kerfa ríkis og sveitarfé-
laga og að kostnaðarþátttakan leiði ekki til þess
að menn vísi þjónustunni á milli sín. Það finnst
mér mjög slæmt og ég tel jafnframt að við eigum
að hverfa frá þjónustusamningunum þar sem þeir
taka mikinn tíma og orku frá starfsmönnum ríkisins
annars vegar og sveitarfélaga hins vegar og gallinn
við þá er að sá sem greiðir fyrir þjónustuna er ekki
sá sami og sá sem veitir hana. Það er ekki vænlegt
til frambúðar."
Borgarstjóri talar um að málefni fatlaðra færist til
borgarinnar á næstu árum og vill sjá það gerast. Er
það raunhæft að þínum dómi?
„Auðvitað er raunhæft að hið öfluga sveitarfélag,
Reykjavíkurborg, sinni slíku verkefni. Ég vil hins
vegar gera ríkar kröfur til gæða þjónustunnar við
yfirflutning verkefna og að þjónustan verði áfram
þróuð út frá mismunandi og einstaklingsbundnum
þörfum. Margt hefur verið til fyrirmyndar í þróun
þjónustu við fatlaða og talsmenn aldraðra hafa
m.a. vísað til þeirra gilda sem þar er unnið út frá
í sínum málflutningi. Ég vil líta á umfjöllun um yf-
irflutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga sem tæki-
færi til þess að skerpa á stefnu í framtíð þjónust-
unnar og draga fram skýra mynd af sameiginlegri
framtíðarsýn stjórnvalda og hagsmunasamtaka
sem við vinnum saman að því að framkvæma."
Ríkið verður að sjá um sitt
Hvaða þjónusta fyrir fatlaða telur þú mikilvægt að
sé áfram á verksviði ríkisins?
Kátir krakkar! Félagsmálaráðherra vill beita sér fyrir uppbyggingu velferðarþjónustunnar á breiðum grundvelli
enda sé það samfélaginu dýrmætt að hlúa að sérhverju barni og unglingi.