Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Page 8

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Page 8
8 I ÖBÍáfram Brynja, hússjóður Öryrkjabandalagsins, í samvinnu við félagsmálaráðuneytið: Unnið að því að bæta úr húsnæðisþörf geðfatlaðra Um tvöhundruð manns eru á biðlista eftir íbúð- um hjá Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins. Ester Adolfsdóttir, framkvæmdastjóri Brynju, segir fjölda fólks á biðlista hafa verið svipaðan síðustu þrjú árin. Mikilvægt sé að stytta biðlist- ana, enda fjöldi fólks í brýnni þörf fyrir hús- næði. Kallar Ester eftir því að sveitarfélög leggi sín lóð á vogarskálarnar til þess að bæta úr þessari húsnæðisþörf. Brynja, hússjóður Öryrkjabandalagsins er sjálfs- eignarstofnun sem sett var á stofn fyrir röskum fjörutíu árum til að eiga og reka íbúðir fyrir öryrkja. Til að byrja með átti Brynja og rak íbúðir í fjölbýlis- húsunum við Hátún í Reykjavík, sem eru 237 tals- ins. í dag á Brynja um 670 leiguíbúðir, sem næst- um 560 þeirra eru á Stór-Reykjavíkursvæðinu en um 110 annars staðar á landinu. Fannborg til sölu Brynja á meðal annars fjölbýlishúsið að Fannborg 1 í Kópavogi, þar sem eru 43 íbúðir, en fyrir nokkru var húsið auglýst í heilu lagi til sölu. Ester segir að ekki hafi enn sem komið er orðið af sölu húss- ins, en það sé ennþá á söluskrá og þess vænst að unnt verði að selja það. Kaup á íbúðum hefur Brynja fjármagnað með lánum frá íbúðalánasjóði. Tekjur sjóðsins koma af leigu íbúðanna auk þess Esther Adolfsdóttir er framkvæmdastjóri Brynju. sem hann fær framlag frá ÖBÍ sem eru 80 milljónir króna á þessu ári. „Á síðustu árum hefur Brynja keypt íbúðir í sam- ráði við félagsmálaráðuneytið, bæði í tengslum Hjálpartækjamiðstöð TR með útibú nyrðra: Falt fjölbýlishús. Brynja á meðal annars Fannborg 7 / Kópavogi, þar sem eru 43 íbúðir, en fyrir nokkru var húsið auglýst íheilu lagi til sölu. við lokanir á Kópavogshæli og í Tjaldanesi. Núna vinnum við að verkefni á þessu sviði með ráðu- neytinu fyrir geðfatlaða og fengu sex einstaklingar nýverið úthlutað íbúðum hér á höfuðborgarsvæð- inu og fleiri munu fá sambærilegar íbúðir. Einnig er verið að byggja íbúðir fyrir geðfatlaða bæði í Borg- arnesi og Reykjanesbæ," segir Ester. Sýna hjálpartæki og veita ráðgjöf í júní á síðasta ári hófst tilraunaverkefni Trygg- ingastofnunar ríkisins og Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri um aðstöðu fyrir hjálpartækja- miðstöð á Kristnesspítala í Eyjafirði. Þar er sýningar- og prófunaraðstaða fyrir ýmis hjálp- artæki og ráðgjöf veitt um notkun þeirra. Not- endur geta pantað tíma og fengið ráðgjöf í að- stöðunni á Kristnesi eða á heimilum sínum. Starfsemin fer fram á þriðjudögum og föstudög- um frá klukkan 10-14 fyrir þá sem eiga pantaða tíma og á fimmtudögum frá kl. 12-16 er opið fyr- ir alla viðskiptavini. Síminn er 463 0399. Þjónustu þessa veitir Álfheiður Karlsdóttir iðjuþjálfi. Auk þessa hefur TR samið við Rafeyri ehf. á Norðurtanga 5 á Akureyri um viðgerðarþjónustu á hjálpartækjum fyrir notendur hjálpartækja. Notend- ur hjálpartækja á Norðurlandi geta nú leitað til Raf- eyrar um viðgerðir á hjálpartækjum sem þeir hafa fengið frá Hjálpartækjamiðstöð TR. Verkstæðið er opið alla virka daga og síminn er 461 1221. Sömu reglur gilda um viðgerðir á verkstæði Rafeyrar og á verkstæði Hjálpartækamiðstöðvar í Kópavogi. Not- Álfheiður Karlsdóttir veitir hjálpartækjamiðstöðinni á Kristnesi forstöðu. endur hjálpartækja á Norðurlandi geta einnig valið verkstæði Hjálpartækjamiðstöðvar, ef þeir kjósa það frekar. Sveitarfélög komi í auknum mæli að málum í húsnæðismálum öryrkja hefur sú stefna verið mörkuð að dreifa nýjum leiguíbúðum meira en áður var, það er að segja að ekki séu t.d. margar slíkar íbúðir saman í einu fjölbýlishúsi eins og t.d. í Hátúni og Fannborg. Ester segir þó að í áðurnefndu verk- efni með félagsmálaráðuneytinu, í úrbótum á hús- næðisþörf geðfatlaðra, séu nokkrar íbúðir hlið við hlið, enda sé þar gert ráð fyrir þjónustu við íbúana og ein íbúðanna sé þjónustuíbúð. Hlutfailslega fleiri öryrkjar eru á biðlista eftir hús- næði á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni, sem Ester segir að mögulega geti tengst hærra húsnæðisverði á höfuðborgarsvæðinu. „Það kann líka að vera að öryrkjar flytjist af minni stöðum úti á landi í stærri byggðarkjarna þar sem þjónustan er meiri,“ segir Ester. En hvernig sér framkvæmdastjóri Brynju fyrir sér þróunina í húsnæðismálum öryrkja á næstu ár- um? „Ég tel að við munum leggja á það áherslu að bæta íbúðakostinn, bjóða upp á betri íbúðir. Geri ég mér vonir um að sveitarfélögin komi í auknum mæli inn í að bæta úr þessari húsnæðisþörf ör- yrkja," segir Ester Adolfsdóttir.

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.