Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Page 10

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Page 10
10 I ÖBÍáfram Greiðslukerfi almannatrygginga verður breytt og nýjum áherslum við örorkumat hrundið í framkvæmd, segir Geir H. Haarde forsætisráðherra: Mikilvægt að atvinnulífið leggi sitt af mörkum „Margir fatlaðir einstaklingar hafa mikinn vilja til að vera á vinnumarkaði og því er nauðsynlegt að þjóðfélag okkar geri þeim það kleift og tryggi að fólk einangrist ekki... “ Annað ráðuneyti Geirs H. Haarde, ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, tók við völdum sl. vor og í stefnuyfirlýsingu hennar er tæpt á ýmsu varðandi umbætur í málefnum fatlaðra sem hrinda á í framkvæmd á kjörtíma- bilinu. Áður hafði nefnd á vegum forsætisráð- herra lagt til ýmsar breytingar á örorkumati og almannatryggingunum almennt. „í fyrsta lagi þarf að skipta örorkumatinu í tvennt, þar sem annars vegar verði horft til þess hvers konar stoðþjónustu viðkomandi einstaklingur þarf á að halda og hins vegar til getu hans til að afla tekna. Fyrsta skref er að tryggja einstaklingi sem orðið hefur fyrir slysi eða veikindum aðgang að þeim hjálpartækjum sem nauðsynleg eru til þess að gera almenna samfélagsþátttöku mögulega og gera viðkomandi kleift að vera þátttakandi á vinnu- markaði ef það er hægt að koma því við. Næsta skref er að meta getu einstaklingsins til að afla sér tekna og í því samhengi að beina sjónum fyrst og fremst að þeirri starfsorku sem einstaklingurinn býr yfir í stað þess að einblína á það sem tapast hef- ur,“ segir forsætisráðherra. Endurhæfing hefjist sem fyrst íslendingar verja litlu fé til endurhæfingarmála miðað við önnur OECD ríki og langminnst Norður- landanna. Þessu segir Geir H. Haarde að til standi að breyta. „Til stendur að auka það fjármagn sem varið er til endurhæfingarmála enda hefur verið ákveðið að efla verulega endurhæfingarúrræði hér á landi. Áhersla verður lögð á að endurhæfing hefjist sem fyrst eftir að starfsþrek einstaklings skerðist og að læknisfræðileg endurhæfing og starfsendurhæfing geti farið saman, eftir því sem unnt er,“ segir for- sætisráðherra og heldur áfram: „í skýrslu nefndarinnar kemur fram að skortur á starfsendurhæfingu sé ein skýring á því af hverju fólk með skerta starfsorku fer ekki út á vinnumark- aðinn. Nú er ætlunin að bæta úr þessu og stór- efla endurhæfingarúrræði. í Noregi hefur á undan- fömum árum verið unnið að því að efla starfs- endurhæfingu og virkja einstaklinga sem búa við skerta starfsorku. Þar eru miklu fleiri einstaklingar í starfsendurhæfingu heldur en hér á landi og sama á reyndar við um hin Norðurlöndin. Það er því vert að skoða betur hvernig tekist hefur til hjá þessum nágrannalöndum okkar í þessum málum. Annars virðist víða vera pottur brotinn í þessum málaflokki. Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) gerði út- tekt á stefnu 20 aðildarríkja í málefnum öryrkja og gaf út skýrslu um niðurstöður þeirrar rannsókn- ar árið 2003. Þar kom fram að ekkert þessara 20 landa gat talist fylgja fyrirmyndarstefnu á þessu sviði og rakin eru mörg dæmi um mistök og víti til varnaðar." Undirstrikar breyttar áherslur Nú er verið að stokka upp Tryggingastofnun rík- isins með því að flytja lífeyrishluta trygginganna til félagsmálaráðuneytisins. Hverju telur þú að slíkt muni breyta fyrir skjólstæðinga almannatrygginga- kerfsins? „Lífeyristrygging er tekjutrygging og telst því vera vinnumarkaðsmál sem á eðlilega heima í félags- málaráðuneytinu. Þegar fólk slasast eða veikist snýr það sér að sjálfsögðu til heilbrigðiskerfisins, en það sem á eftir kemur, starfsendurhæfingin, og leit að vinnu við hæfi í kjölfarið á betur heima í félagsmálaráðuneytinu. Það að færa þetta á milli ráðuneytanna undirstrikar breyttar áherslur í þess- um málum þar sem reynt verður að endurhæfa fólk sem fyrst eftir veikindi og hjálpa því að nýta þá starfsorku sem það hefur." ÖBÍ hefur lagt áherslu á stórhækkun grunnlífeyr- is almannatrygginga og hækkun skattleysismarka. Aðspurður um hvort vænta megi breytinga í þá veru af hálfu stjómvalda segir Geir H. Haarde að greiðslukerfi almannatrygginga muni að sjálfsögðu taka breytingum um leið og nýjum áherslum við ör- orkumat verði hrint í framkvæmd. „Stefnt er að því að gera fólki kleift að vinna eins mikið og starfsgetan leyfir án þess að missa allar bætur. Ef einstaklingur er t.d. metinn með 60% starfsgetu fengi hann 40% af fullum bótum. Mik- ilvægt er að atvinnulífið leggi líka sitt af mörkum og geri einstaklingum með skerta starfsorku kleift að fá störf við hæfi.“ Huga að líðan þessa fólks Karl Steinar Guðnason, fráfarandi forstjóri Trygg- ingastofnunar ríkisins skrifaði pistil á heimasíðu stofnunarinnar þegar hann tilkynnti að hann væri að láta af störfum og sagði almannatryggingakerf- ið stagbætt en þó sundurslitið, alla yfirsýn vantaði og svo hefði verið um langa hríð. Ertu sammála þessu, rétt eins og Benedikt Jóhannesson formað- ur TR sagðist vera? „Almannatryggingakerfið er flókið þar sem því er ætlað að mæta þörfum mjög mismunandi ein- staklinga. Sú endurskoðun sem nú fer fram á framkvæmd örorkumats og endurhæfingar mun

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.