Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Blaðsíða 13
ÖBÍáfram I 13
Ferðalangur sem lætur
ekkert stöðva sig
Derrek Vaughan varð blindur eftir bílslys á íslandi en lætur drauma sína rætast
Derrek með konu sinni Eiínu Bjarnadóttur við fararskjótann sem oft kemur að góðum notum.
aðist í heimspeki. Ég kynntist blindrasamtökum
í Skotlandi þar sem fólk vildi hjálpa mér en þau
vildu að ég færi leið sem þau töldu besta fyrir mig
en sem hentaði mér bara alls ekki. Ég sagðist ekki
ætla að vefja einhverjar andskotans körfur!
Það verður að tala við einstaklinginn sjálfan
og spyrja en ekki bara segja hvað sé honum fyrir
bestu. Aðalatriðið er að hlusta, gefa fólki hugmyndir
en ekki að segja fólki fyrir verkum. Það þarf stund-
um að útskýra vandamálin fyrir blindum en munið
að blindir hafa hugsun!
Fljótlega eftir slysið fór Derrek í köfunarleiðangur
til Indlands. „Ég fór einn og ég hafði gaman af því
að fara í ferðina. Þegar ég kafa finn ég fyrir þyngd-
arleysinu. Það er gaman. Ég hef farið til Nepal,
Afríku nokkrum sinnum og margra annarra staða.
Fór í fimm daga hestaferð í Flimmalaja fjöllin. Það
var frábært.1'
Þú hefur líka farið til Mexíkó. Hefur þú atdrei lent í
vandræðum að ferðast svona einn?
„Einu sinni var ég skilinn eftir í Afríku," svarar
hann blátt áfram með hvellum hlátri. Ég hef mest
gaman af því að kynnast fólki og menningu á
ferðalögum mínum en ekki listalífi eins og áður. Á
Indlandi læri ég um krikket með því að tala við fólk
á götunni.
Glæpamenn láta mig í friði þegar þeir átta sig
á fötlun minni," segir Derrek aðspurður um hvort
hann sé aldrei hræddur að ferðast einn. „Ég fer
ekki á hvaða svæði sem er en ég þarf líka að sýna
að ég sé ekki hræddur."
Hvernig notarþú reynslu þína?
„Ég er að skrifa um ferðirnar og safna þeim upp-
„Ég hefmest gaman afþvíað kynnast fólki og menningu á ferðalögum mínum en ekki listalífi eins og áður. Á
Indlandi læri ég um krikket með því að tala við fólk á götunni. “
lýsingum. Ég skrifaði eitt sinn smásögu sem var
gefin út í smásagnahefti og hef verið að vinna að
skáldsögu um dreng sem ferðast frá 14 ára til 21
árs aldurs. Þetta verður mín fyrsta skáldsaga og ég
er að leita að samstarfaðilum varðandi útgáfuna."
Hvað er árangur íþínum huga?
„Ég veit að fólk dáist að því sem ég geri en ég
sækist ekki eftir aðdáun. Ég vil frekar vera góð fyr-
irmynd og hjálpa öðrum blindum að takast á við líf-
ið og tilveruna. Það hjálpar mér ef ég get hjálpað
öðrum."
Hvaða ráð gefurþú öðrum sem verða blindir?
„Að vera sterkir og að hugsa um að þetta er ekki
endir lífsins. Maður verður að sætta sig við orðinn
hlut. Það verður að lifa lífinu og grípa tækifærin.
Þegar upp er staðið er þetta þitt líf. Það skiptir öllu
máli að vera virkur þátttakandi í samfélaginu. Ef þú
hefur fötlun þá er það nú bara þannig að enginn
er fullkominn. Fyrst og fremst ertu persóna en ekki
fatlaður. Þú ert einstaklingur og allir hafa einhver
vandamál. Fatlaðir og aðrir. Það getur vel verið að
vandamál hins ófatlaða sé miklu stærra en mitt.
Ég er enn að gera það sem ég hef mest gaman
af. Ferðast og hitta fólk en slysið þrýsti mér kannski
í að fara í nám og breyta um stefnu í lífinu. Ég er
heppinn að ég hef sæmilega greind en áður hafði
ég engan áhuga á námi. Þegar maður verður blind-
ur þarf að sanna ýmislegt fyrir sjálfum sér.“
Hvernig stuðningur skiptir mestu máli?
„Stuðningur frá fjölskyldu skiptir mestu máli.
En einnig frá samfélaginu eins og ég naut frá há-
skólanum í Dundee."
Heldurðu að við náum einhverntíma takmarkinu
um eitt samfélag fyrir alla?
„Já, ég trúi því. Enginn er fullkominn en fötlun er
ekkert sérstakt vandamál út af fyrir sig. Við erum
bara öll fólk!
r
v
r----------------------\
ATHYGLI
ALMANNATENGSL
V__________________________________)