Fréttablaðið - 03.06.2020, Blaðsíða 25
Hekla Arnardóttir og Helga Valfells, stofnendur Crowberry Capital. „Það væri óskandi að það yrði betra jafnvægi í hagkerfinu eftir efnahagsáfallið og störfin yrðu fjölbreyttari,“ segir Helga Valfells. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
að skapa ný störf og getur verið hluti
af lausninni nú þegar við erum að
horfa á vaxandi atvinnuleysi.“
Störfin sem hafa skapast eru þó
ekki öll á Íslandi. „Þegar byggja á
alþjóðlegt fyrirtæki á Íslandi verða
störfin aldrei öll hér á landi. Sum
fyrirtæki hafa til dæmis ráðið hug-
búnaðarteymi í Úkraínu og eru með
sölu- og markaðsfólk í Bandaríkjun-
um. Tæknifyrirtæki starfa í alþjóð-
legu umhverfi, það er hluti af því
sem gerir þetta starf svo skemmti-
legt. Reynslan sýnir að það er vel
hægt að stýra metnaðarfullu alþjóð-
legu fyrirtæki frá Íslandi,“ segir hún.
Andreessen Horowitz fjárfesti
Á meðal fyrirtækja í eignasafninu
er leikjafyrirtækið Mainframe sem
stofnað var af þremur fyrrverandi
lykilstarfsmönnum CCP sem fram-
leiðir tölvuleikinn Eve Online.
Þeirra á meðal er Reynir Harðarson,
einn stofnenda CCP. Í mars fjárfesti
sjóðurinn Andreessen Horowitz í
íslenska leikjafyrirtækinu. „And-
reessen Horowitz er eitt þekktasta
fjárfestingafélag í heimi,“ segir
Helga. Annar stofnandi þess er Marc
Andreessen sem stofnaði Netscape
sem þróaði vinsælasta vefskoðar-
ann þegar vefurinn var að slíta
barnsskónum.
„Við fjárfestum í Mainframe
í september á síðasta ári ásamt
finnskum fjárfestum og í mars,
nánar tiltekið daginn eftir að
Donald Trump, forseti Bandaríkj-
anna, lokaði landinu, fjárfesti And-
reessen Horowitz í fyrirtækinu. Það
er glæsileg bein erlend fjárfesting á
Íslandi,“ segir Helga.
Aðspurð segir Helga að erlendu
fjárfestarnir hafi heillast af leikn-
um, getu teymisins til að vinna að
uppbyggingu fyrirtækisins og að
leikurinn sé í skýinu. „Mainframe
var stofnað síðasta sumar og hafði
komið miklu í verk á skömmum
tíma. Stofnendur Mainframe hafa
mjög djúpa þekkingu og tengslanet í
sínum geira sem hjálpar mikið í upp-
byggingu fyrirtækisins.“
Hekla segir að stofnendur Main-
frame hafi mætt vel undirbúnir á
finnsku tækniráðstefnuna Slush í
því skyni að safna fjármagni. „Þar
hittu þeir marga fjárfesta á einni
viku og skömmu síðar voru þeir
komnir í samstarf við flottasta fjár-
festi í heimi.“
Fjártæknifyrirtækið Lucinity er
annað félag í eignasafninu sem hefur
náð miklum árangri á skömmum
tíma. Fram kom í Markaðnum í lok
mars að fyrirtækið hefði samið við
einn af stærstu bönkum heims um
innleiðingu á hugbúnaðarlausn
sem íslenski sprotinn þróaði fyrir
banka til að verjast peningaþvætti
og öðrum fjárglæpum.
Helga segir að Crowberry Capital
horfi meðal annars til fyrirtækja
í heilbrigðistækni sem hægt sé að
skala og veiti þjónustu á hagkvæm-
ari máta en áður var unnt. „Kóróna-
veiran mun f lýta tæknivæðingu
í heilbrigðisþjónustu. Við höfum
fjárfest í einu íslensku fyrirtæki á
því sviði og tveimur sænskum. Kara
Connect aðstoðar sálfræðinga, tal-
meinafræðinga og fleiri við að veita
þjónustu í gegnum netið. Elsa Sci-
ence aðstoðar gigtveika og Kind er
vettvangur fyrir heilbrigðisstarfs-
fólk og sjúklinga til að ræða sín á
milli.“
Fjárfesta á Norðurlöndum
Hekla vekur athygli á að sjóðurinn
hafi heimild til að fjárfesta utan
Íslands. „Við erum norrænn fjár-
festingasjóður. Ísland er lítið land
og við viljum spila á stærri velli. Það
gerir okkur að betri fjárfestum að
við séum að vinna með og keppa
við sjóði utan Íslands, en það er líka
betra fyrir fyrirtækin að vera borin
saman við það besta sem gerist í
heiminum.“
Helga segir að Norðurlöndin séu
mikilsmetin í alþjóðasprotaheim-
inum og það auðveldi stofnendum
Crowberry Capital að komast í
kynni við erlenda samstarfsaðila.
Talið berst að því hve fáar konur
stýri sprotafyrirtækjum. Hekla segir
að konur á þeim vettvangi séu alltof
fáar og ástandið fari því miður ekki
batnandi. „Rannsóknir sýna að ein-
ungis 1-2 prósent tæknifyrirtækja í
Evrópu eru leidd af konum og ef ein
kona er í hópi stofnenda hækkar
hlutfallið einungis í 8 prósent. Þetta
er ekki nógu gott.“
Konur stýra fimm fyrirtækjum
Helga segir að konur leiði fimm af
tólf fyrirtækjum sem Crowberry
hafi fjárfest í. Hlutfallið sé því rúm-
lega 40 prósent. Um sé að ræða Kara
Connect sem Þorbjörg Helga Vigfús-
dóttir fer fyrir, fataframleiðandann
Kötlu sem Áslaug Magnúsdóttir
stofnaði, Avo með Stefaníu Ólafs-
dóttur í stafni auk fyrrnefndra
sænskra fyrirtækja í heilbrigðis-
tækni.
„Við horfum ávallt á fjárfestingar-
tækifærið áður en við setjum upp
kynjagleraugun en fjöldi kvenna
hefur leitað til okkar með áhuga-
verð verkefni. Ef laust þykir þeim
gott að geta átt í samstarfi við konur.
Það eru einungis 300 konur í Evrópu
sem eru hluthafar og stjórnendur í
rekstrarfélagi sem rekur vísisjóð.
Við þrjár hjá Crowberry erum því
eitt prósent af konum sem fjárfesta
í tækni í Evrópu,“ segir hún.
Hekla segir að konur séu ekki
áhættufælnar. „Það er mýta. Konur
stofna fyrirtæki eins og fjöldi versl-
ana um allan heim ber vitni um. Þær
taka af skarið og hafa margoft gert
það með skynsamlegum hætti. Að
sjálfsögðu ættu fleiri konur að stofna
tæknifyrirtæki.“
Aðspurðar hvernig þær komi
auga á tækifæri erlendis segir Helga
að þær vinni hörðum höndum að
því að tengja sig við sprotasenuna
á Norðurlöndum. Hún segir að
ábendingarnar komi oft frá minni
fjárfestingasjóðum sem fjárfesti fyrr
í ferlinu en Crowberry Capital og frá
englum, fjársterkum einstaklingum
sem fjárfesti í sprotum sem eru að
stíga sín fyrstu skref.
Jafnrétti er útflutningsvara
Hekla segir að í Svíþjóð séu margir
öf lugir englar sem vinni með
sprotum og tengi þá við vísisjóði.
Hún veltir upp þeim möguleika
að kannski bendi þeir Crowberry
frekar á fyrirtæki sem konur leiði.
Helga segir að konur vilji oft fá konur
í stjórn. „Jafnrétti er því orðið að
útflutningsvöru.“
Þær segjast afar ánægðar með Þór-
dísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur
nýsköpunarráðherra. Helga nefnir
að hún hafi með skynsamlegum
hætti mótað góða nýsköpunarstefnu
fyrir landið og fylgt henni eftir með
erfiðum ákvörðunum eins og að
leggja niður Nýsköpunarmiðstöð
Íslands og finna verkefnunum sem
þar voru unnin annan farveg.
„Nýsköpunarráðherra er að taka
erfiðar ákvarðanir til að umbylta
nýsköpunarumhverfinu til hins
betra. Ég er afar hrifin af þeirri
stefnu sem hefur verið mörkuð, að
ríkið eigi ekki að vera fyrir þegar
kemur að nýsköpun heldur styðja
við hana. Því miður hefur ríkið oft
litið á nýsköpun sem atvinnubóta-
stefnu eða byggðastefnu. Það er
röng nálgun. Nýsköpun er leiðin
fram veginn og því þarf að sýna þá
skynsemi, sem ráðherra hefur gert,
að ræða við þá sem starfa við fagið
og heyra hvað megi betur fara. Í því
skyni setti ráðherrann á laggirnar
ráðgjafarráð sem samanstendur
af fjölbreyttum hópi frumkvöðla.
Það sem Þórdís Kolbrún heyrir á
fundum ráðsins og þykir skynsam-
legt lætur hún framkvæma.
Þórdísi Kolbrúnu hefur tekist að
rísa yfir þrýstihópa og fékk bæði
atvinnulífið og alla þingflokka með
sér í lið. Úr verður ekki sýn eins
f lokks eða ráðherra heldur stórs
hóps sem nær saman um að láta
hana verða að veruleika. Við bind-
um miklar vonir við þetta starf, má
þar til dæmis nefna stofnun frum-
kvöðlasjóðsins Kríu,“ segir Helga.
Kría verður hvatasjóður sem
fjárfestir í vísisjóðum og mun auka
aðgengi að fjármagni og tryggja sam-
fellu í fjármögnunarumhverfi frum-
kvöðla og nýsköpunar. Í fjármála-
áætlun ríkissjóðs er gert ráð fyrir 2,5
milljörðum króna á næstu þremur
árum til að fjármagna sjóðinn.
Góð eða slæm Kría
Helga segir að fyrirmyndin að
Kríu sé sótt til Finnlands og Ísra-
els. „Ríkið mun fjárfesta í sjóðum
að því gefnu að erlendir fjárfestar
leggi sömuleiðis sjóðunum til fé.
Þetta varð til þess að laða að erlent
fjármagn í sjóðina og umhverfið
óx og dafnaði. Rekstur Kríu getur
bæði orðið góður og slæmur. Það
skiptir sköpum að sjóðurinn verði í
höndum rétta rekstraraðilans og að
í stjórninni verði annars vegar þekk-
ing á nýsköpun og hins vegar á því að
fjárfesta í sjóðum,“ segir hún.
Aðspurð hvort það verði ekki
erfitt að laða að erlent fjármagn í
íslenskan vísisjóð segir Helga að
finnsku sjóðirnir fjárfesti á öllum
Norðurlöndunum. „Við að fjárfesta
utan Finnlands myndast tengsl sem
síðan laða f leiri fjárfesta til Finn-
lands.“
Lítil Íslandsstofa
Helga segir að í ljósi þess að Crow-
berry Capital reki sjóð sem fjár-
festi á öllum Norðurlöndunum séu
mun fleiri reiðubúnir að ræða við
þær um hugsanlegt samstarf. „Við
bendum því erlendum fjárfestum
oft á tækifæri á Íslandi. Reksturinn
okkar minnir því stundum á anga af
Íslandsstofu.“
Hekla bendir á að meðal nýlegra
breytinga á nýsköpunarumhverfinu
sé að hver lífeyrissjóður megi nú eiga
allt að 35 prósenta hlut í hverjum
vísisjóði í stað 15 prósenta áður.
„Það þýðir að nú þarf einungis þrjá
lífeyrissjóði til að fjármagna vísi-
sjóð en áður þurfti sjö. Það skiptir
sköpum.“ Átta lífeyrissjóðir lögðu
fé í sjóð Crowberry Capital.
Helga segir að fólk ætti almennt
ekki að hafa áhyggjur af því að líf-
eyrissjóðir fjárfesti í nýsköpun.
„Þetta er það lítið hlutfall af eignum
lífeyriskerfisins að landsmenn eiga
að geta sofið vært á nóttunni. Að
sjálfsögðu er áhættusamt að fjár-
festa einungis í einu sprotafyrirtæki
en áhættunni er dreift með því að
fjárfesta í sjóðum. Áhættudreifingin
verður meiri eftir því sem sjóðum í
eignasafni lífeyrissjóða fjölgar.
Engu að síður hefur þetta litla
hlutfall mikil áhrif á atvinnulífið
í landinu. Ég held að almennt átti
fólk sig ekki á að lífeyrissjóðir gegna
lykilhlutverki við fjármögnun og
þar með uppbyggingu sprotafyrir-
tækja á Íslandi,“ segir hún. Tæplega
80 prósent af fjármagninu í sjóði
Crowberry eru frá lífeyrissjóðum
og rúmlega 20 prósent frá einka-
fjárfestum.
„Auk þess hefur það sýnt sig að
fjárfestingar í nýsköpun geta verið
afar arðbærar og ættu að vera hluti
af vel dreifðu eignasafni. Þrátt fyrir
að sjóðurinn okkar sé enn ungur
hefur orðið veruleg verðmætaaukn-
ing í fyrirtækjunum nú þegar. Að því
sögðu vitum við ekki hver lokaniður-
staðan verður fyrr en eftir tíu ár eða
svo. Þetta er langhlaup,“ segir Helga.
Hekla segir að margar hefð-
bundnari fjárfestingar hafi reynst
áhættusamar. Nýlegt dæmi sé flug-
félög og kísilver. Og fyrir tólf árum
hafi íslenski hlutabréfamarkaður-
inn nánast þurrkast út. „Það var
ekki reyndin með nýsköpun.“
Kaupa góða tækni
Aðspurðar hvort áhætta geti falist
í því að erfitt geti reynst að selja
sprotafyrirtækin þegar líftími
sjóðsins rennur sitt skeið segir Helga
að vel hafi gengið að selja slík fyrir-
tæki þegar hún starfaði hjá Nýsköp-
unarsjóði atvinnulífsins. „Ef tæknin
er góð eru erlend fyrirtæki reiðu-
búin að kaupa fyrirtækin.“
Þær fagna því að nýsköpunarráð-
herra hafi aukið endurgreiðslur á
rannsóknar- og þróunarkostnaði.
Hlutfall endurgreiðslu var hækkað
úr 20 prósentum í 25 og heildarþak
á greiðslur fyrirtækja fer úr 600 í 900
milljónir króna.
Hekla segir að það sé mikil-
vægt að Ísland bjóði upp á sam-
keppnishæft umhverfi fyrir fyrir-
tæki í nýsköpun því ella sé hætta
á að fyrirtækin flytjist úr landi eða
frumkvöðlar kjósi frekar að stofna
þau erlendis. Finnland bjóði til
dæmis upp á betri styrki til sprota.
Auk þess geri gengisf lökt krónu
í gegnum árin það að verkum að
launakostnaður tæknifyrirtækja
sem selja vöru og þjónustu í erlendri
mynt geti hækkað skarpt. Þess
vegna sé mikilvægt að umhverfið
sé framúrskarandi.
Erlent starfsfólk
„Fjarvinna auðveldar fólki að vinna
hvar sem er í heiminum. Í því felast
tækifæri fyrir Ísland. Við ættum að
gera allt hvað við getum til að ann-
ars vegar laða til okkar erlenda sér-
fræðinga til að starfa fyrir íslensk
fyrirtæki og hins vegar skapa
aðstæður fyrir erlenda sérfræðinga
til að vinna hér hjá erlendum fyrir-
tækjum.
Það er gott að vinna á Íslandi og
lífsgæði eru mikil. Það er til dæmis
betra að stofna fyrirtæki á Íslandi og
sinna fjölskyldu á sama tíma. Fast-
eignaverð er sömuleiðis skaplegra
en í erlendum stórborgum og hér
erum við í mikilli nálægð við nátt-
úru. Við ættum að markaðssetja
þessi lífsgæði erlendis. Það er jú til
dæmis ákveðin hindrun í rekstri
nýsköpunarfyrirtækja að hér skort-
ir stundum djúpa þekkingu á til-
teknu sviði. Við ættum að geta ráðið
erlent starfsfólk með auðveldum
hætti. Það skapar auk þess alþjóð-
lega menningu innan fyrirtækjanna
sem gerir þeim auðveldara um vik
að sækja á erlenda markaði. Fjöldi
erlendra starfsmanna hjá Íslenskri
erfðagreiningu á upphafsárunum
hjálpaði fyrirtækinu að hugsa
alþjóðlega,“ segir hún.
Fjárfesta fyrir allt að 600 milljónir
Crowberry Capital getur fjárfest fyrir allt að
600 milljónir í einu fyrirtæki. Í fyrstu um-
ferð er fjárfest fyrir 20 til 150 milljónir króna.
Meðaltalið er 75 milljónir króna. „Við leiðum
yfirleitt fyrstu fjárfestinguna og fáum aðra
með okkur í hluthafahópinn,“ segir Helga.
„Þegar kemur að næstu fjármögnun þarf
fyrirtækið að finna aðra fjárfesta til að verð-
meta fjárfestinguna. Það gerum við til að
koma í veg fyrir að við verðum samdauna
fyrirtækinu. Takist fyrirtækinu ekki að finna
aðra fjárfesta er það yfirleitt vísbending
um að eitthvað geti verið að rekstrinum
eða upphaflegri viðskiptahugmynd. Með
þessari aðferð drögum við úr áhættunni við
fjárfestingar. Að sama skapi er það ekki gott
að það sé einungis einn utanaðkomandi fjár-
festir í sprotafyrirtæki því þá getur myndast
ójafnvægi í hluthafahópnum. Það má líkja því
við að vera stofnanafjárfestir í fjölskyldufyrir-
tæki,“ segir hún.
Helga segir að það sé mikilvægt að stofn-
endur sprotafyrirtækja eigi stóran hlut í
upphafi og starfsmenn eigi kauprétt að hluta-
bréfum til að drífa þá enn frekar áfram.
Hekla segir að það sé óskynsamlegt að
fjárfestar taki of stóran hlut í fyrirtækinu í
upphafi. „Hættan er sú að fyrirtækið skemm-
ist við það því þá er lítið eftir fyrir fjárfesta á
seinni stigum.“
Helga segir að sjóður Crowberry Capital
eignist yfirleitt aldrei meira en 20 prósent í
hverju fyrirtæki. „Við höfum reiknað það út
að sá hlutur geti skilað hluthöfum afar góðri
ávöxtun.“
Við fjárfestum í
Mainframe í sept-
ember á síðasta ári ásamt
finnskum fjárfestum og í
mars, nánar tiltekið daginn
eftir að Donald Trump,
forseti Bandaríkjanna,
lokaði landinu, fjárfesti
Andreessen Horowitz í
fyrirtækinu. Það er glæsileg
bein erlend fjárfesting á
Íslandi.
Helga Valfells
Við erum norrænn
fjárfestingasjóður.
Ísland er lítið land og við
viljum spila á stærri velli.
Það gerir okkur að betri
fjárfestum að við séum að
vinna með og keppa við
sjóði utan Íslands en það er
líka betra fyrir fyrirtækin
að vera borin saman við það
besta sem gerist í heiminum.
Hekla Arnardóttir
MARKAÐURINN 9M I Ð V I K U D A G U R 3 . J Ú N Í 2 0 2 0