Fréttablaðið - 03.06.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.06.2020, Blaðsíða 10
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Við eigum hreinlega ekki nógu mikið af brúnu fólki til að níðast á. Græna planið er víðtæk áætlun um fjárfesting- ar, fram- kvæmdir og atvinnu- sköpun í Reykjavík. Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur @frettabladid.is Me-gas Marga rak í rogastans við lestur fréttar hér í blaðinu í gær þar sem kunnáttumaður á sviði bílgreina sagði að bílaframleið- endur hefðu hætt að þróa bíla sem ganga fyrir metani. Þetta er smááfall því Sorpa er einmitt að leggja lokahönd á gas- og jarðgerðarstöð sem útlit er fyrir að kosti milljarða og reyndar einn mann forstjórastólinn líka. Stöðin var sérstaklega ætluð til framleiðslu á metani fyrir bifreiðar. Hvað gerum við þá við allt þetta metan frá Sorpu? Það blasir ekki við en fram að þessu hefur það verið brennt. Ætli hefði ekki verið betra að sleppa byggingu þessarar stöðvar og nota gasið til að brenna peningana sem þetta ævintýri hefur kostað? Reikningsdæmið um gasframleiðslu Sorpu virðist ekki ætla ganga upp. Loksins ferðamenn Fyrsti hópur erlendra ferða- manna er væntanlegur til lands- ins í mánuðinum. Þetta eru ekki dæmigerðir ferðamenn heldur 135 liðsmenn ítalska f lughersins og hingað komnir til að sinna loftrýmisgæslu. Þeir hefja gæslu- störfin í fjórtán daga sóttkví erlendis áður en þeir leggja í‘ann hingað og svo fara þeir í fjórtán daga sóttkví við komu til landsins. Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki eftir miðjan júlí þannig að að verulegu leyti fer það fram í sóttkví, eða þannig. Reykjavík er tilbúin að hafa forystu um græna endur-reisn eftir Covid. Í gær samþykkti borgarstjórn Græna planið sem snýst um að setja loftslagsmál í forgrunn allrar ákvarðanatöku hjá borginni. Græna plan- ið er víðtæk áætlun sem gerir ráð fyrir að Reykjavík taki forystu í aðgerðum til að bregðast við efnahagssamdrætti og vaxandi atvinnuleysi og tryggi að þær verði í samræmi við framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarsamfélag og metnaðarfull loftslagsmarkmið borgarinnar. Græna planið – sem tekur til þrettán þátta – er hið fyrsta sinnar tegundar á landinu um að leiðin út úr kreppunni verði græn – með því að veðja á þróttmikið og fjölbreytt borgarhagkerfi sem hvílir á stoðum traustra grænna innviða. Á næstu vikum munum við halda samráðsfundi með hagsmunaaðilum, aðilum vinnu- markaðarins, háskólunum, fyrirtækjunum í borginni og öðrum mikilvægum samstarfsaðilum til þess að eiga samtal um spennandi grænt efnahagsplan til næsta ára- tugar, um loftslag, loftgæði og lífsgæði. Þetta ár og næsta vetur þarf að takast á við alvarlega stöðu atvinnuleysis og annarra afleiðinga kórónaveirunnar. Því þarf að mæta með fjárfestingum og fjölgun starfa. Næsti áratugur þarf að vera áratugur aðgerða í loftslagsmálum. Þær þarf að hefja strax og í samvinnu margra. Reykjavík var lánsöm að pólitísk samstaða náðist um þrettán skýrar aðgerðir sem fyrstu viðbrögð við kórónaveirunni. Starfsfólk og kjörnir fulltrúar stóðu þétt saman að neyðarstjórn og við að halda nauðsynlegri þjónustu gangandi gegnum þennan erfiða tíma í vetur. Nú er komið að næsta skrefi og það verður grænt. Það er ljóst að borgarstjórn gengur í þessu efni í takt við hug borgarbúa og landsmanna. Könnun sem Frétta- blaðið birti á forsíðu í gær sýnir skýrt að mikill meirihluti þjóðarinnar – og yfirgnæfandi meirihluti borgarbúa – telur að það eigi að taka loftslagsbreytingar jafn föstum tökum og stjórnvöld tókust á við Covid-19. Það er mikilvægt að hlusta ekki aðeins á þetta sterka ákall um grænna samfélag eftir kreppuna. Það er skylda okkar að hlusta á þessar raddir, ekki bara gagnvart þeim sem núna byggja samfélagið, heldur fyrir komandi kyn- slóðir. Græna planið Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur Ástandið á götum flestra borga Banda-ríkjanna er kannski framandi mörgum Íslendingum sem hafa hvorki þurft að þola né verða vitni að kerfisbundinni kynþáttamismunun. Fáir Íslendingar hafa þurft að lifa við stöðuga mismunun og í stöðugum ótta við misbeitingu og ofbeldi böðla í ein- kennisbúningum. Líklega búum við flest við forréttindi og erum notalega blind á þau. En við getum því miður ekki skýlt okkur á bak við neitt annað en að við eigum hreinlega ekki nógu mikið af brúnu fólki til að níðast á. Ekkert í íslensku samfélagi bendir til að staðan hér væri til minnsta sóma ef hér fengi að búa fleira fólk af fjölbreyttari uppruna. Við þykjumst vera einsleit þjóð, við teljum okkur það til tekna og við viljum ekki breyta því. Á árunum 2017 til 2019 bárust tæplega 400 kvartanir til nefndar um eftirlit með lögreglu. Það sem af er yfir- standandi ári hafa nefndinni borist 37 kvartanir. Ekki liggur fyrir hvernig þeir sem kvarta undan lögreglunni á Íslandi eru á litinn. En það liggur sannarlega fyrir að allt of mörg þessara mála enda í ferli sem einkennist af áhuga- leysi og djúpri sannfæringu um að yfirvaldið eigi ávallt að njóta vafans. Þær stofnanir samfélagsins sem eiga að þjónusta þau okkar sem minnst hafa bakland, völd og fjárráð hafa alltof margar af einhverjum ástæðum áunnið sér hatur og fyrir- litningu skjólstæðinga sinna. Öryrkjar hata Tryggingastofnun ríkisins, sjúkir hata Sjúkratryggingar Íslands, atvinnulausir hata Vinnumála- stofnun og allir sem hafa mannlegar tilfinningar hata Útlendingastofnun. Hverju ætli þetta sæti? Fyrirlitning á fólki og heilu þjóðfélagshópunum verður ekki til í tómarúmi. Stofnanamenning er raunverulegt fyrirbæri sem mótast á löngum tíma. Slík menning er til staðar innan allra opinberra stofnana og er ýmist jákvæð í garð borgaranna eða neikvæð. Sumar stofnanir líta á sig sem þjónustustofnanir en aðrar ekki. Samfélagið umhverfis þessar stofnanir hefur áhrif á þessa menningu. Ef alþingismenn fá að þrástagast á áhyggjum sínum af kostnaði samfélagsins af meintu bótasvindli óprúttinna letingja, hljóta stofnanir sem afgreiða bætur að hugsa sinn gang og reyna að sýna viðleitni til að uppræta slíka glæpi. Það er afhjúpandi að þegar búið er að brjóta allt að því kerfisbundið gegn lögum um persónuvernd í baráttu gegn bótasvindli einstaklinga beitir sama stofnun og sömu stjórnendur nákvæmlega sömu lögum um persónuvernd til að vernda þau fyrirtæki sem nýta sér hlutabótaleiðina. Í Bandaríkjunum hefur svart fólk og brúnt búið við mismunun og ótta frá því hvíta fólkið nam þar land. Frelsi þeirra er skert á hverjum degi á ótal vegu. Þau eru fátækari, fá lélegri menntun og færri tækifæri, og þeim stafar stöðug hætta af lögreglu sem í orði kveðnu tileinkar sér slagorðið að vernda og þjóna. Við eigum að styðja baráttu Bandaríkjamanna fyrir aukinni mannréttindavernd í sínu heimalandi. Gerum það á auðmjúkan hátt og án þeirrar hræsni að okkar eigin bakgarður sé einhver lystigarður jafnræðis, réttinda og virðingar fyrir fólki. Íslenska hatrið 3 . J Ú N Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.