Fréttablaðið - 03.06.2020, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 03.06.2020, Blaðsíða 30
Erfiður vetur er að baki þar sem kórónaveiran setti mark sitt á bæði f jár málamarkaði og efnahagslífið hérlendis og erlendis. Skaðinn sést í hagvaxtarspám fyrir þetta ár en Seðlabanki Íslands væntir -8,0% samdráttar og erlendir greiningar- aðilar búast við -3,0% samdrætti í heimsbúskapnum. Til að setja þess- ar tölur í samhengi má hafa í huga að ef spárnar raungerast, verður um að ræða mesta árlega samdrátt í heila öld á Íslandi og sömuleiðis verstu útreið heimshagkerfisins síðan í kreppunni miklu fyrir 90 árum. Stóraukin ríkisútgjöld hafa óhjákvæmilega fylgt þessum erfiðu efnahagsaðstæðum og kröftugar aðgerðir seðlabanka hafa leitt til sögulega lágra vaxta. Skammtímaáhrif kórónaveir- unnar á efnahagslífið hafa þannig verið gífurleg og líklegt er að áhrifin verði einnig töluverð þegar litið er til meðallangs- og langs tíma. Til að mynda gætu skattar þurft að hækka til að vinda ofan af auknum ríkis- halla um allan heim. Viðskiptaum- hverfið er einnig líklegt til að breyt- ast með frekari eflingu netverslunar, og fjölbreyttara starfsfyrirkomulagi sem kann að breyta eftirspurn eftir skrifstofuhúsnæði, ásamt því að framleiðslukeðjur heimshagkerfis- ins gætu verið endurskipulagðar. Þá eru ótalin þau samfélagslegu og pólitísku áhrif sem vænta má ef sögulega hátt atvinnuleysi reynist þrálátt. Enduropnun hagkerfa hefur þó átt sér stað hægt og rólega síðan í byrjun apríl og hefur í sameiningu með aðgerðum ríkisstjórna og seðla- banka aukið vonir um efnahags- lega viðspyrnu. Fjármálamarkaðir, þá sérstaklega erlendis, hafa tekið ágætlega við sér eftir skarpa dýfu fyrr á árinu, jafnvel þótt langtíma- sviðsmyndir efnahagslífsins séu enn háðar mikilli óvissu. Ákveðnir hlutar markaðarins hafa jafnvel náð fyrri gildum og gott betur. Skammtímaáhrif kórónaveirunn- ar á fjármálamarkaði kunna þannig að virðast léttvæg við fyrstu sýn, en áhrifin fyrir íslenska sparifjáreig- endur eru líkleg til að verða tölu- verð til lengri tíma litið. Rétt eins og með framleiðslukeðjur heimshag- kerfisins verður sennilega mikil þörf fyrir endurskipulagningu íslenskra eignasafna. Hvers vegna? Þegar litið er á aðrar fjáreignir en lífeyriseign íslenskra heimila, má áætla að um 60% af þeim – um 1,500 milljarðar króna – sé bundinn í innlánum, skuldabréfum og í hlut- deildarskírteinum skuldabréfa- og peningamarkaðssjóða. Þessar vaxtatengdu fjáreignir standa nú frammi fyrir sögulega lágum vaxta- grunni, en stýrivextir Seðlabankans hafa verið lækkaðir kröftuglega á þessu ári og eru nú 1,0%. Þessi lági vaxtagrunnur helst líklegast óbreyttur til lengri tíma, enda mun taka tíma að bæta upp skaðann sem kórónaveiran hefur valdið á þessu ári. Þannig spáir Seðlabankinn til að mynda tals- verðum framleiðsluslaka næstu árin, sem gefur litlar forsendur til vaxtahækkana. Sömu sögu er að segja af helstu seðlabönkum heims, en stýrivöxtum er spáð óbreyttum næstu þrjú árin beggja megin Atl- antshafsins. Í stuttu máli þá munu innlán og íslensk ríkisskuldabréf eiga erfitt með að skila ávöxtun umfram verðbólgu á komandi misserum og raunávöxtun því líkleg til að vera lítil sem engin, eða neikvæð fyrir meginþorra sparnaðar íslenskra heimila. Hvað er til ráða? Óhjákvæmilegt er að færsla eigi sér stað úr þessum áhættuminni eignum og yfir í áhættumeiri eignir með tíð og tíma. Endurskipulagning eignasafna felur því í sér að taka varfærin og vel ígrunduð skref lengra út á áhætturófið, til að auka vænta ávöxtun. Slík skref geta falið í sér fjárfestingar í skuldabréfum fyrirtækja og banka hérlendis, sem og í félögum á íslenska hlutabréfa- markaðnum. Auk þessa er hægt að fjárfesta á fjármálamörkuðum erlendis, bæði í skuldabréfum og hlutabréfum. Þannig má draga úr næmni fjáreigna við gang íslenska hagkerfisins og sömuleiðis auka flóruna af mögulegum fjárfesting- arkostum margfalt. Það er þannig ljóst að miklar langtímabreytingar eru að eiga sér stað á íslenskum fjármálamarkaði í kjölfar versta efnahagsáfalls sem hefur mælst hérlendis í heila öld. Lágvaxtaumhverfið verður þrá- látt og nýja eignasafnið mun því að öllum líkindum þurfa að vera bæði alþjóðlegra og blandaðra en það er í dag. Nýja eignasafnið  Birgir Haraldsson sérfræðingur hjá Akta sjóðum Parísarbúar geta loksins aftur notið lífsins lystisemda Kaffihús og veitingastaðir í Frakklandi voru opnuð aftur í gær, eftir að hafa verið lokuð í ellefu vikur til að stemma stigu við útbreiðslu kóróna­ veirunnar. Í París verða viðskiptavinir að borða utandyra til 22. júní. Hótel­ og veitingageirinn veitir um tveimur milljónum manna atvinnu. Bruno Le Maire fjármálaráðherra Frakklands spáir því að hagkerfi landsins muni dragast saman um ellefu prósent í ár. MYND/EPA Skotsilfur Á landsfundi Samfylkingar árið 2018 sagði Dagur B. Egg-ertsson, borgarstjóri, fjár- hagsstöðu borgarinnar hafa verið „rúkandi rúst“ eftir valdatíma Sjálf- stæðismanna sem lauk árið 2010. Vísaði borgarstjóri til tveggja ára setu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, í borgarstjórastóli í Reykjavík. Sjálfstæðisf lokkurinn tók við stjórnartaumum í borginni árið 2008, í aðdraganda bankahruns. Rjúkandi rúst?  Við samfélaginu blöstu krefjandi aðst æður, at v innu leysi jók st umtalsvert og f leiri sóttu í velferð- arúrræði borgarinnar. Allt benti til þess að rekstur borgarsjóðs yrði þungur. Yfir þennan tveggja ára tíma tókst þó að halda örugglega um fjárhag borgarinnar. Skuldir borgarsjóðs jukust einungis um 3 milljarða meðan tekjur drógust saman um tæpan milljarð. Borgar- sjóður var einn fárra sem skilaði jákvæðri rekstrarniðurstöðu mitt í djúpri efnahagslægð. Nú eru liðin tvö ár af núverandi kjörtímabili borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar – kjörtímabili sem hófst á toppi hagsveif lunnar. Yfir þetta tveggja ára tímabil hafa tekjur borgarsjóðs aukist um 8 milljarða árlega en skuldir jafnframt aukist um 14 milljarða. Sömu sögu má segja af fyrri kjörtímabilum borgar- stjóra, þar sem skuldir jukust um 58%, þrátt fyrir 35 milljarða aukn- ingu á skatttekjum árlega. Tekju- tuskan undin til fulls og jákvæðar efnahagsaðstæður ekki nýttar til skuldaniðurgreiðslu. Mótsagnir Dags Í upphafi maímánaðar fullyrti borgarstjóri að ársreikningur Reykjavíkurborgar sýndi öðru fremur sterkan fjárhag borgarinnar. Tölurnar tala hins vegar öðru máli. Þrátt fyrir tekjuaukningu síðasta árs jókst skuldsetning borgarinnar um 21 milljarð. Launakostnaður hækkaði samhliða fjölgun stöðu- gilda og rekstrarkostnaður jókst um 9%. Báknið stækkaði í tekjugóð- æri og tækifærum til skuldaniður- greiðslu var sólundað. Borgarstjóri bjó ekki í haginn fyrir mögru árin. Ör fáum dög um áður sendi Reykjavíkurborg frá sér svohljóð- andi athugasemdir við aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna áhrifa COVID-19: „Vandinn snýst hins vegar ekki aðeins um skammtíma fjármögnunarvanda heldur stefnir í algerlega ósjálf bæran rekstur til margra ára. Þessa ósjálf bærni er ekki hægt að leysa með hækkun leyf ilegrar skattlagningar eða þjónustugjalda eða með stórfelld- um niðurskurði í útgjöldum borg- arinnar. Hefðbundnar aðferðir eru ekki í boði. Þá er ekki hægt að leysa þetta með stórfelldum lánveiting- um þar sem veltufé frá rekstri mun ekki til margra ára framundan standa undir af borgunum.” Á þessum grundvelli kallaði borgin eftir beinum óendurkræfum fjárhagslegum stuðningi frá ríkinu, svo höfuðborgin gæti staðið undir þjónustuskyldum sínum við íbú- ana og heimilin. Öðrum kosti væri rekstur borgarsjóðs ósjálf bær. Það gleymist þó að nefna að rekstur borgarsjóðs var ósjálf bær löngu fyrir áhrif COVID-19, enda gera fyrri fjárhagsáætlanir ráð fyrir nei- kvæðri rekstrarniðurstöðu, ef frá er talin sala á byggingarétti. Borgar- sjóður reiðir sig á einskiptistekjur svo hanga megi réttu megin við núllið. Neyðarkall Reykjavíkurborgar fer illa saman við fullyrðingar borgarstjóra um „öðru fremur sterkan f járhag“. Hér fer ekki saman, hljóð og mynd. Fjárhags- legar sjónhverfingar borgarstjóra eru þekkt stærð. Nú þarf að kalla hann til ábyrgðar. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins Áfram í greiningu Verðmötin sem eru gerð og skrifuð af Snorra Jakobssyni, fyrr- verandi grein- anda Capacent, eru í senn þægileg og áhugaverð lesning. Hann hefur lag á því að skrifa verð- mötin svo hægt sé að lesa þau með fullri athygli. Eftir gjaldþrot Capa- cent hefur Snorri unnið að því að koma á fót nýju fyrirtæki sem ber nafnið Jakobsson Capital í kringum greiningarvinnu sína. Greiningar- vinna Snorra var eins konar fyrirtæki innan Capacent og mun hafa skilað góðum afgangi ólíkt öðrum hlutum starfseminnar. Jakobsson Capital er ætlað að vera áframhald á því. Lokuð augun Það féll illa í kramið hjá Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, að ríkisstjórnin vildi ekki í ljósi aðstæðna í efnahagslífinu leggja fram fjár- málaáætlun fyrr en í haust. Það er skiljanlegt því erfitt er að áætla tekjur og kostnað í þessu árferði. Píratinn vill frekar leggja fram áætlun sem líklegt er að verði röng í meginatriðum í stað þess að bíða til haustsins. Píratar hika ekki við að ana með lokuð augun út í óvissuna. Hærra verð Samkeppniseftirlitið trúir því ekki að viðskiptavinir kunni að njóta stærðarhagkvæmni í rekstri fyrirtækja. Það kom því ekki á óvart að eftir- litið undir forystu Páls Gunnars Pálssonar skyldi sekta Símann um hálfan milljarð fyrir að bjóða þeim sem kaupa mikla þjónustu af fyrirtækinu að horfa á enska boltann á betri kjörum en þeir sem eiga í litlum viðskiptum við fjarskiptarisann. Ákvörðunin mun koma illa við neytendur sem verða að borga meira fyrir afþreyinguna. 3 . J Ú N Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R14 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.