Fréttablaðið - 03.06.2020, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.06.2020, Blaðsíða 12
Við getum komið okkar skilaboðum áleiðis án þess að brenna heilu hverfin þar sem við búum. Tiger Woods Ef ég væri Michael Jordan sem væri að vinna frá 9-17 og væri venjulegur maður væri ekkert mál að vera saman. Úr bréfi Jordan til Amy Hunter 3 . J Ú N Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KÖRFUBOLTI Á sunnudag seldist ástarbréf sem Michael Jordan sendi leikkonunni Amy Hunter fyrir 25 þúsund dali og 703 dollurum betur á uppboði. Bréfið seldist á rúma tvö þúsund dollara árið 2014 en vin- sældir Jordans og alls sem honum tengist hafa aukist mikið eftir Last Dance-þáttaröðina. Hunter lék lítil hlutverk í nokkr- um þáttum af The Cosby Show, The Sinbad Show og The Fresh Prince of Bel-Air þar sem stjarna Wills Smith skein skært. Hún lék í tvö ár í Pacific Blue, þeirri stórkostlegu seríu. Bréfið er heilar 20 síður og í New York Post er birtur útdráttur úr því. Þar segir Jordan meðal annars frá Jeffrey syni sínum og virðast sérfræðingar á vegum blaðsins meta að Jordan hafi skrifað bréfið í kringum 1989. „Ef ég væri Michael Jordan sem væri að vinna frá 9-17 og væri venjulegur maður væri ekkert mál að vera saman. En í staðinn er ég Michael Jordan, sem er settur á pall og skoðaður eins og ég sé hin fullkomna fyrirmynd. Ekki aðeins krakkar heldur fjölskyldur. Sérðu ábyrgðina sem því fylgir. Svo ég tali nú ekki um lítið barn sem ég á með konu sem ég hef elskað í þrjú og hálft ár.“ Blaðamenn NY Post segja að þarna eigi Jordan við Juanitu sem hann giftist árið 1989 en þau skildu síðar. – bb SPORT KÖRFUBOLTI Sigríður H. Kristjáns- dóttir, fráfarandi formaður stjórnar körfuknattleiksdeildar Breiðabliks, skrifaði nokkuð harðorðan pistil í ársskýrslu deildarinnar sem lögð var fram á aðalfundi félagsins. Hún segir að mörgu þurfi verulega að bæta úr. Til dæmis að körfubolta- deildin í Breiðabliki geti þjónustað börn í efri byggðum Kópavogs en HK er ekki með körfuboltadeild. „Deildin er með íþróttahús Smárans frá 15 alla virka daga en frá hádegi á laugardögum. Þá eru deildinni úthlutaðir tímar í íþróttahúsum Fagralundar, Lindaskóla og Kárs- nesskóla. Hins vegar hefur deildin sótt það fast að fá aðstöðu í efri byggðum Kópavogs og ár eftir ár er sóst eftir tímum í íþróttahúsi Digraness sem og Kórnum og Vatnsendaskóla en þeirri beiðni er ávallt hafnað án þess að rök séu færð fyrir þeirri ákvörðun bæjarins. Stjórnin telur mikilvægt að fá æfingatíma í öðrum íþróttahúsum til að þjónusta börn í efri byggðum betur. Tímar sem deildinni hafa verið úthlutaðir til dæmis í Fagra- lundi eru afleitir og nýtast deildinni illa,“ skrifaði Sigríður. Hún tiltók líka stúkuna í Smár- anum og segir hana hafa verið til vandræða svo árum skiptir. „Eftir mót og heimaleiki getur tekið allt frá hálftíma upp í tvær klukku- stundir að koma stúkunni inn á sinn stað. Það segir sig sjálft að slíkt er hreint ekki boðlegt og ekki leggjandi á sjálf boðaliða að standa í slíku, sjálf boðaliða sem almennt eru foreldrar yngri iðkenda sem og iðkendurnir sjálfir.“ Hún skrifar að viðræður við bæjaryfirvöld síðustu ár hafi verið fyrir daufum eyrum. „Að mínu mati þarf nú að fara í harðar aðgerðir og viðræður er snúa að því að deildin fái aðgang að íþróttahúsum í efri byggðum svosem Digranesi, þá þarf deildin f leiri og betri tíma í Fagra- lundi og úrlausn á stúkumálum í Smáranum, áður en einhver hrein- lega slasast.“ Sigríður lét af formennsku fyrir skemmstu og vildi lítið bæta við pistilinn þegar eftir því var leitað. Aðrir stjórnarmenn vildu ekki tjá sig mikið opinberlega, sögðu málið vera á viðkvæmu stigi og að ekki mætti stíga á tærnar á pólitíkusum því þeir gætu einfaldlega farið í fýlu – sem væri ekki gott. Jón Finnbogason, formaður Íþróttanefndar Kópavogs, sagði ein- faldlega: „Ég spjalla ekki við blaða- menn.“ benediktboas@frettabladid.is Slysagildran í Smáranum Stúkan í Smáranum er úr sér gengin og orðin að slysagildru. Körfubolti er olnbogabarn í Kópavogi og bæjarfulltrúar hlusta ekki á stjórnarmenn í körfuboltadeild Blika sem vilja sækja iðkendur í efri byggðir. Erfitt með utandeildina Í skýrslu körfuboltadeildarinnar kemur fram að umsjón með utandeildinni fylgi töluverð vinna og mikið kvabb. „Almenn ánægja er með framkvæmdina en leikmenn meistaraflokka sjá um að manna ritaraborð á heimaleikjum, sem og dóm- gæslu og ritaraborð í Utandeild auk dómgæslu í (Póst)mótinu, turneringum og leikjum yngri flokka. Utan ofangreinds taka leikmenn meistaraflokka einnig þátt vinnu við aðrar fjáraflanir sem til falla, svosem teppa- lagningu og slíkt. Ljóst er að finna verður aðrar leiðir til að manna utandeild eða hreinlega leggja hana niður þar sem vinnuframlag meistara- flokksleikmanna er líklega með því mesta sem þekkist í körfu- knattleikshreyfingunni.“ Frá heimaleik Blika. Stúkan sést í bakgrunni en það getur tekið sjálfboðaliða, iðkendur og foreldra allt að tvo tíma að ganga frá henni. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Ég spjalla ekki við blaðamenn. Jón Finnbogason, formaður Íþróttanefndar Kópavogs ÍÞRÓTTIR Boxarinn Floyd Mayweat- her hefur boðið fjölskyldu George Floyd að borga fyrir útför hans. Lögregluþjóninn Derek Chauvin myrti Floyd í Minn eapolis með því að krjúpa á hálsinum á honum í átta mínútur og 46 sekúndur. Samkvæmt Hollywood Unloc- ked fannst May weather hann verða að gera eitthvað fyrir syrgj- andi fjölskylduna og hefur að sögn miðilsins boðið henni að hafa þrjár útfarir. Eina í Houston, þar sem Floyd ólst upp, auk Minnesota og Charlotte. Á samfélagsreikningi Mayweat- her Promotions segir að boxarinn hafi hringt í ekkju Floyds, Roxie Williams, og tilkynnt að hún þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af kostnaði við útför hans. Mayweather bætist í hóp íþrótta- stjarna sem hafa látið sig málið varða en íþróttafólk hefur yfirleitt verið frekar lokað þegar kemur að því að leggja orð í belg. Liverpool- liðið myndaði hring á Anfield, Chelsea skrifaði yfirlýsingu og Manchester United tvíeykið Mar- cus Rashford og Paul Pogba tjáði sig á Instagram-reikningi sínum. Þá steig Tiger Woods fram á Twitt er og bað fyrir f jölskyldu Floyds og bað um að mótmælin yrðu friðsamleg. „Ég man eftir óeirðunum í Los Angeles þar sem ég lærði að upplýsing er besta leiðin. Við getum komið okkar skilaboð- um áleiðis án þess að brenna heilu hverfin þar sem við búum. Vonandi náum við að búa til sameinaðra samfélag með því að eiga uppbyggi- legt og heiðarlegt samtal.“ – bb Floyd Mayweather hefur boðist til að borga fyrir útför George Floyd Floyd Mayweather ásamt Conor McGregor fyrir bardaga þeirra félaga. May­ weather ætlar að borga allan kostnað við útför George Floyd. MYND/GETTY Ástarbréf Jordans seldist fyrir milljónir Michael Jordan var góður penni og sendi 20 síðna bréf. MYND/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.