Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.05.2020, Síða 10

Víkurfréttir - 07.05.2020, Síða 10
Grindavíkurbær hefur ákveðið að gefa öllum starfsmönnum bæjar- ins tíu þúsund króna gjafabréf til úttektar í fyrirtækjum í Grindavík. Þetta var samþykkt í bæjarráði 5. maí. Í bókuninni segir: „Í ljósi þeirrar einstöku stöðu sem verið hefur að undanförnu vegna kórónufarald- ursins og framlags starfsmanna við að leysa úr málefnum bæjarfélags- ins í því sambandi, er lagt til að veita starfsmönnum umbun í formi gjafabréfs sem nýta má til úttektar hjá fyrirtækjum heimamanna í Grindavík. Bæjarráð samþykkir að gefa starfs- mönnum sem eru í starfi í maí 2020 10.000 kr. gjafabréf til nota í fyrir- tækjum í Grindavík samkvæmt lista sem samþykktur var á fundinum.“ Húllið er nýtt nafn á viðburðartorgi Grindvíkinga Samþykkt hefur verið að viðburðartorg Grindvíkinga fái nafnið Húllið. Guðmundur Birkir Agnarsson sendi inn tillöguna í nafnasamkeppni sem efnt var til. Heitið er sótt í hafsvæðið milli Reykjaness og Eldeyjar. Röstin er í Húllinu og viðeigandi að viðburðir í Grindavík fari fram í Röstinni eða Húllinu. Ákveðið var um miðjan mars að efna til nafna- samkeppni fyrir viðburðatorgið við Seljabót, neðan við Kvikuna. Sem kunnugt er svæðið við- burðasvæði Grindvíkinga og hefur verið það síðan árið 2003 þegar teknir voru í notkun pallar í brekkunni. Meðal viðburða sem fram hafa farið á svæðinu eru Sjóarinn síkáti, hátíðarahöld í tengslum við 17. júní, þrettándagleði auk fjölda annarra viðburða. Í dagskrá viðburða er reglulega vísað til „hátíðar- svæðisins fyrir neðan Kvikuna“ eða „hátíðar- svæðisins við Seljabót fyrir neðan Kvikuna“. Hvort tveggja þykir langt og óþjált. Því var leitað til bæjarbúa eftir hentugu heiti á þetta verðmæta svæði sem er sameign okkar Grindvíkinga. Farið var fram á að heitið sem valið yrði skyldi sækja innblástur í sjósókn og sjávarútveg. Frí- stunda- og menningarnefnd lagði til við bæjarráð að viðburðatorgið neðan við Kvikuna verði nefnt Húllið eftir að hafa farið vandlega yfir þær tillögur sem bárust. Guðmundur Birkir Agnarsson sendi inn til- löguna varð fyrir valinu og mun hann fá afhenta viðurkenningu fyrir frumlegt nafn á næstu dögum. Um leið og nefndin ásamt bæjarráði þakkar fyrir þær 65 ólíku tillögur sem bárust frá enn fleiri aðilum er Grindvíkingum óskað til hamingju með nafnið á viðburðartorginu. Húllið mun án efa áfram skapa jákvæðar og góðar minningar, bæði Grindvíkinga og gesta nú, sem fyrr og til framtíðar, segir á grindavik.is. Starfsmenn Grindavíkurbæjar fá tíu þúsund króna COVID-19-umbun 10 // VíKuRFRÉttiR á SuÐuRNESJum í 40 áR Fimmtudagur 7. maí 2020 // 19. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.