Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.05.2020, Síða 36

Víkurfréttir - 07.05.2020, Síða 36
Bæjarfulltrúarnir Friðjón Einarsson og Gunnar Þórarinsson sátu sinn tvöhundraðasta bæjar- stjórnarfund í Reykjanesbæ nýlega. Frá því var greint á bæjarstjórnarfundi í Hljómahöllinni 5. maí og Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar færði þeim blómvönd í tilefni áfangans. Gunnar var fyrst kosinn í bæjarstjórn vorið 2010 og er því á sínu þriðja kjörtímabili. Fyrst var Gunnar kosinn í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokk en síðan fyrir Frjálst afl árið 2014 og svo aftur 2018. Gunnar Þórarinsson hefur verið í forsæti á 23 fundum bæjarstjórnar frá upphafi. Á 587. bæjarstjórnarfundi sem haldinn var 21. apríl sat Friðjón Einarsson einnig sinn 200. fund í bæjarstjórn. Friðjón var kosinn í bæjar- stjórn 2010 fyrir Samfylkinguna. Friðjón sat sitt fyrsta kjörtímabil í minnihluta en hefur síðan verið hluti af meirihluta bæjarstjórnar Reykjaes- bæjar og verið formaður bæjarráðs undanfarin ár. Friðjón og Gunnar með 200 bæjarstjórnarfundi Gunnar Þórarinsson, Frjálsu afli, og Friðjón Einarsson, Samfylkingu, hafa báðir setið tvöhundruð fundi í Bæjarstjórn Reykjanesbæjar. VF-mynd/pket Fjölmargir mættu í bílabíó í boði Reykjansbæjar 1. maí. Sýndar voru Benedikt búálfur frá Leikfélagi Keflavikur, Víti í Vestmannaeyjum og Með allt á hreinu. Hilmar Bragi skellti dróna á loft um leið og hann fór í bílabíó. Bílabíó á degi verkafólks 36 // VíKuRFRÉttiR á SuÐuRNESJum í 40 áR Fimmtudagur 7. maí 2020 // 19. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.