Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.05.2020, Side 61

Víkurfréttir - 07.05.2020, Side 61
Mjög algengt er að fólk misskilji dáleiðslu og geri sér óraunhæfar hug- myndir um hana, haldi til dæmis að sá sem er dáleiddur sé nánast vilja- laust verkfæri í höndum þess sem dáleiðir eða að hann öðlist andlegan ofurstyrk. Sú er ekki raunin. Áhrif dáleiðslu eru fremur hversdagslegt fyrirbæri. Dagdraumar eru dæmi um sefjunarástand sem svipar til þeirra. Sama má segja um hug þess sem horfir gagntekinn á sjónvarp, hlýðir á tónlist eða einbeitir sér á einhvern svipaðan hátt. Dáleiðsluástand er í raun ekki nema breytt vitund þar sem athyglinni er beint ákveðið að til- teknu atriði. Þannig er um að ræða náttúrlegt vitundarfyrirbæri. Dagbjört Magnúsdóttir hóf vegferð sína árið 2005 þegar hún fór á heil- unarnámskeið sem opnaði fyrir henni nýjan heim. Byrjaði á að læra heilun „Af rælni fór ég fyrst á námskeið í reikiheilun árið 2005 en þar var verið að vinna með heilun og sjálf- styrkingu. Upp frá því vaknaði áhugi minn á að læra meira. Um svipað leyti fór ég á námskeið í myndlist, hafði aldrei áður málað en eitthvað innra með mér ýtti á mig að prófa að mála myndir. Einhvern veginn blandaðist þetta vel saman, mynd- list og heilun, og studdi hvort annað. Ég tók öll þrjú stigin í heiluninni og reikimeistarann að lokum. Eftir þetta fannst mér mig vanta að vita meira um líkamsstarfsemina og lærði svæðanudd. Eitt leiddi af öðru og ég fór á alls konar uppbyggjandi námskeið. Ég lærði hugleiðslu, kristi- lega íhugun, ég dansaði og stundaði jóga og fleira. Allt varð til þess að ég fann að þetta var leiðin mín, farvegur minn í lífinu, að hjálpa öðrum,“ segir Dagbjört þegar hún er beðin um að rifja upp hvernig þetta byrjaði hjá henni. Hún varði mörgum árum í að vinna í sjálfri sér, lærði meir og meir sem leiddi hana í dáleiðslunám. Dáleiðsla opnar dyr inn í undirvitund „Ég var forvitin og byrjaði á að fara á fyrralífsdáleiðslunámskeið en mér fannst það ekki nóg og vildi læra meira. Þá fór ég í Dáleiðsluskóla Íslands árið 2016, lauk meðferðardá- leiðslunámi og hef síðan þá farið á ótal fleiri námskeið tengd dáleiðslu. Ég fann það eftir nokkur ár í starfi með heilun og svæðanuddi að það vantaði að taka hugann meira með. Eftir dáleiðslu hef ég séð fólk upplifa meiri innri frið og sátt en í dáleiðslu ertu alltaf að vinna með sjálfa þig. Ég leiði þig áfram og styð þig í gegnum dáleiðsluna, þetta er samvinna. Þú átt sjálf að vinna úr þínum málum, ég er hlutlaus á hliðarlínunni og aðstoða þig í gegnum upplifanir. Líkaminn geymir minningar eða undirvit- undin. Dáleiðsla fer fram í undir- vitund okkar þar sem allt er geymt sem við höfum gengið í gegnum í lífinu og allt sem við höfum lært á lífsleiðinni. Þarna eru minningar, lærð hegðun og hugsanamynstur sem stjórna okkur ómeðvitað. Þetta getur truflað okkur og dregið úr lífsgleði okkar í dag. Við höfum öll ótta innra með okkur, sumt er gott og verndar okkur. Eins og þegar við sem lítil börn brenndum okkur á eldavél eða einhverju öðru sem okkur fannst vont, þá lærðum við að forðast þetta. Margt af minn- ingum okkar og upplifunum sem lítil börn eru mun sterkari upplif- anir og geta haft áhrif á okkur fram á fullorðinsár. Í dáleiðslu búum við til örugga og notalega umgjörð þegar við sækjum fram þessar minningar, leysum þær upp í kærleika sem leiðir til þess að tilfinningarnar hafa ekki sömu áhrif á okkur lengur. Dáleiðsla er góð með, þegar verið er að leita jafnvægis í heildarmyndinni,“ segir Dagbjört og brosir hlýlega. Hún bendir á að dáleiðsla kemur ekki í stað læknisheimsóknar. Áður en dáleiðsla hefst „Þegar fólk kemur verkjað til mín þá spyr ég hvort búið sé að greina hjá lækni áður en dáleiðsla hefst. Þessi meðferð kemur ekki í stað læknis eða sálfræðings en þetta er gott með. Ég hef stundum fengið fólk sem hefur verið vísað til mín af heil- brigðisstarfsmanni. Stundum hefur fólk prófað allt áður en það kemur í dáleiðslu og stundum kemur það einnig af forvitni, langar að prófa. Það gefur mér helling að sjá breyt- ingar hjá fólki, að sjá meiri sátt og gleði hjá þeim, þegar dáleiðslan fer að bera árangur. Ég er að fá fólk alls staðar að til mín, héðan af Suður- nesjum, innan úr höfuðborginni og jafnvel utan af landi. Það er mikil gjöf að fá að hjálpa öðrum. Í gegnum árin hef ég komist að því að streita orsakar marga kvilla í okkur og ég fæ oft fólk sem segist ekki geta slakað á. Við erum það sem við segjum og hugsum um okkur sjálf kenni ég fólki á námskeiðum mínum en þar er ég að kenna fólki hugleiðslu og sjálfsdáleiðslu og að þjálfa hugs- anir sínar sem verða að vinna með okkur en ekki á móti,“ segir Dagbjört sem heldur reglulega námskeið hjá Sálarrannsóknarfélagi Suðurnesja, þar sem hún jafnframt er formaður. Hvernig kom það til að þú varðst formaður? Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja „Árið 2013 vantaði mig húsnæði eða herbergi til leigu fyrir starfsemi mína og datt í hug að koma við í húsnæði Sálarrannsóknarfélagsins við Víkur- braut í Keflavík. Þá var voða rólegt þar og lítil starfsemi. Ég fékk her- bergi á leigu. Svo vatt þetta upp á sig þegar ég fór að taka þátt í félaginu sem var á þessum tíma alveg að logn- ast út af. Seinna var ég spurð hvort ég vildi taka við félaginu. Þá hóaði ég saman fólki sem vildi vinna með mér að því að efla félagið. Félagsfundur var haldinn og ný stjórn mynduð. Í fyrra fagnaði Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja 50 ára afmæli, nú er kraftur í fólki og heilmikið í gangi hjá okkur. Félagið býður upp á einka- tíma í miðlun og heilun eins og áður, skyggnilýsingar, miðilsþjálfun ásamt því að vera með uppbyggjandi sjálf- styrkingarnámskeið, sjálfsdáleiðsl- unámskeið, hugleiðslu, bænahringi þar sem beðið er fyrir fólki og fleira. Félagið er opið öllum sem vilja efla sig á andlega sviðinu eða eru næmir og vantar aðstoð. Okkur langar að gera miklu meira og erum opin fyrir góðum hugmyndum frá fólki sem hefur samband. Í dag eru félagsmenn 283 talsins á öllum aldri. Við viljum fjölga félagsmönnum og gera félag- ið öflugt með enn fjölbreyttari starf- semi,“ segir Dagbjört að lokum. Störf í boði hjá Reykjanesbæ Njarðvíkurskóli – Starfsfólk skóla Tjarnarsel – Leikskólakennarar Holt – Deildarstjóri Heiðarsel – Deildarstjóri og leikskólakennari Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum. Viðburðir í Reykjanesbæ Hljómahöllin Fimmtudaginn 6. maí kl. 20:00 kemur hljómsveitin Mammút fram í beinni útsendingu í gegnum streymi á Facebook-síðu Hljómahallar, RÚV2, Rás 2 og ruv.is og Facebook-síðu Víkurfrétta: Listasafn Sunnudaginn 10. maí kl. 15:00 mun Valur Antonsson sjá um listamannaspjall hjá Listasafniu Reykjanesbæjar. Viðburðurinn verður í beinni útsendingu á Facebook-síðu safnsins. Öll söfn Reykjanesbæjar verða opin með hefðbundnum hætti út vikuna. Skoðið fleiri spennandi viðburði á heimasíðu Reyjanesbæjar. Fimmtudagur 7. maí 2020 // 19. tbl. // 41. árg. VíKuRFRÉttiR á SuÐuRNESJum í 40 áR // 61

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.