Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.05.2020, Page 62

Víkurfréttir - 07.05.2020, Page 62
Páll Ketilsson pket@vf.is Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson, einn besti körfuboltamaður landsins, er hvergi hættur og skrifaði undir samning við uppeldisfélag sitt nýlega. Logi veifaði samningnum með bros á vör skömmu eftir undirritun þegar tíðinda- maður Víkurfrétta hitti hann. Þetta er 24. árið sem hann leikur í meistaraflokki en Logi lék í áratug sem atvinnumaður erlendis. Kappinn verður 39 ára gamall á þessu ári og vonast til að ná samningi á næsta ári líka og leika þannig 40 ára í efstu deild á Íslandi. „Maður er búinn að vera lengi í þessu og ég verð að segja að það var ansi sérstakt að þurfa að hætta leik þegar úrslitakeppnin var handan við hornið. Nú er ekkert annað að gera en að horfa til næstu leiktíðar og koma vel undirbúinn til leiks,“ sagði fyrirliðinn Logi Gunnarsson. Njarðvík hefur að undanförnu skrifaði undir samninga við fleiri leikmenn í karla- og kvennaflokki. Ólafur Helgi Jónsson er varafyrirliði Njarðvíkurliðsins en hann hefur nú sitt þrettánda leikár í úrvalsdeild. Þá samdi Jón Arnór Sverrisson einnig við félagið og þar áður framherjinn Mario Matasovic svo Njarðvíkurlið næstu leiktíðar er óðar að taka á sig mynd. Í kvennaflokki skrifuðu Vil- borg Jónsdóttir og Bryndís María nýlega undir samninga við liðið. 39 ára gamall Nokkrir Keflvíkingar hittu á Loga þegar hann var að koma úr undirrituninni á dögunum. Í hópnum voru allt Keflvíkingar, knattspyrnumenn og körfuboltakappar, f.v. Einar Orri Einarsson, Sævar Sævarsson, Albert Óskarsson, Davíð Þór Jónsson, Logi, Haraldur Guðmundsson og Magnús Sverrir Þorsteinsson. VF-mynd/pket Logi og Ólafur Helgi Jónsson, varafyrirliði liðsins, með Kristínu Örlygsdóttur, formanni deildarinnar, á parketinu í Ljónagryfjunni. Logi mætir aftur á parketið 62 // VíKuRFRÉttiR á SuÐuRNESJum í 40 áR Fimmtudagur 7. maí 2020 // 19. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.