Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.05.2020, Page 69

Víkurfréttir - 07.05.2020, Page 69
„Við fluttum hingað öll fjölskyldan á sínum tíma, við hjónin og dætur okkar, Bríet og Marín. Brí- et, eldri dóttir okkar, býr hér í Balsta líka með sænskum manni sínum og tveimur börnum. Marín býr í Sydney í Ástralíu með sínum manni og er í háskólanámi þar,“ segir Guðmundur þegar hann er spurður út í fjölskylduhagi. – Hvernig stóð á því að þú fluttir til útlanda? „Að mestu leyti fluttum við vegna krepp- unnar 2008 og vegna sífellds óstöðug- leika sem á sér stað í íslensku efnahagslífi.“ – Var erfið ákvörðun að söðla um og flytja í annað land? „Í sjálfu sér ekki svo erfið ákvörðun. Við fluttum út án þess að hafa vinnu en ég fékk vinnu mjög fljótt. Það tekur tíma að söðla um en það hjálpar mikið að Svíþjóð er að mörgu leyti lík Íslandi og flest virkar svipað.“ – Saknarðu einhvers frá Íslandi? „Auðvitað saknar maður vina sinna, foreldra og systur sem eru enn á Íslandi.“ – Er eitthvað framandi sem hefur komið þér á óvart þar sem þú býrð núna? „Eins og ég sagði þá er margt líkt með Íslandi og Svíþjóð þannig að það er fátt sem kemur manni á óvart hér. Matur, hefðir og fleira er mjög líkt“ – Hefurðu alltaf búið á sömu slóðum? „Fyrstu sjö árin bjuggum við í Stokkhólmi en keyptum okkur hús í Balsta rétt fyrir norðan Stokkhólm fyrir þremur árum.“ – Hverjir eru helstu kostir þess að búa þar sem þú býrð? „Stærsti kosturinn er að búa nálægt dóttur okkar og barnabörnum. Það er gott að hafa efnahags- legan stöðugleika. Veðrið, sumarið er töluvert lengra hér og hærri hiti. Stutt í að ferðast til Evr- ópu og töluvert ódýrara.“ – Hvernig er hefðbundinn dagur í lífi þínu? „Það er nú bara að dröslast á lappir snemma, um hálf sjö og taka lestina til Stokkhólms í vinnuna. Ég vinn á skrifstofu í miðbæ Stokkhólms. Ég er yfirleitt komin heim um hálfsex. Á sumrin reyni ég að spila golf eftir vinnu, fara í gönguferðir, hringja í vini og þess háttar.“ – Líturðu björtum augum til sumarsins? „Lít alltaf björtum augum til sumarsins.“ – Hver eru þín áhugamál og hefur ástandið haft áhrif á þau? „Já, enginn fótbolti sýndur þannig að það hefur haft áhrif.“ Guðmundur Þórðarson býr í Svíþjóð í bænum Balsta fyrir norðan Stokkhólm. Guðmundur vinnur sem kerfisstjóri hjá fyrirtæki sem heitir Wallenberg Foundations og er staðsett í miðbæ Stokkhólms. Fimmtudagur 7. maí 2020 // 19. tbl. // 41. árg. VíKuRFRÉttiR á SuÐuRNESJum í 40 áR // 69

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.