Víkurfréttir - 13.05.2020, Qupperneq 12
Stakksberg undirbýr endurbætur á 1. áfanga kísilverksmiðjunnar í Helguvík með allt að 25.000 tonna árs
framleiðslu og stækkun verksmiðjunnar í áföngum 24 í framleiðslugetu á allt að 100.000 tonnum af kísli
á ári. Endurbætur fela í sér framkvæmdir á lóð, breytingar á núverandi byggingum og nýbyggingar, upp
setningu á 52 metra háum skorsteini til að bæta dreifingu útblásturs og varða einnig meðhöndlun hráefna,
ljósbogaofn og afsogskerfi verksmiðjunnar. Gert er ráð fyrir að 70 til 90 bein störf verði til við uppbygg
ingu fyrsta áfanga en þau verði fleiri við byggingu áfanga 2 til 4 auk enn fleiri afleiddra starfa sem verði til
þegar starfsemin verði komin í gang. Þetta kemur fram í frummatsskýrslu um endurbætur á kísilsverksmiðju
Stakksbergs í Helguvík, áður United Silicon, sem Skipulagsstofnun hefur birt.
Í frummatsskýrslunni segir meðal annars:
Aðrar framkvæmdir snúa að aukinni hag-
kvæmni, bættum framleiðsluvörum og aðstöðu
starfsmanna. Seinni áfangar fela í sér fjölgun
ljósbogaofna í allt að fjóra með stækkun ofn-
húss og nýjum mannvirkjum. Einnig er fjallað
um aðra framkvæmdakosti. Fjallað er um og lagt
mat á áhrif á umhverfisþættina loftgæði, vatna-
far (grunnvatn og hiti strandsjávar), fuglar, lífríki
fjöru og strandsjávar, samfélag, heilsu, hljóðvist og
ásýnd. Áhrif eru metin frá því að vera nokkuð nei-
kvæð á loftgæði, grunnvatn við fullbyggða verk-
smiðju og ásýnd yfir í nokkuð jákvæð á atvinnu-
stig samfélags á framkvæmdatíma og talsvert
jákvæð á samfélag á rekstrartíma. Áhrif á aðra
umhverfisþætti eru metin óveruleg. Að teknu tilliti
til mótvægisaðgerða, sem fyrst og fremst felast í
reisingu skorsteins eftir síuvirki auk ýmissa endur-
bóta sem eiga að auka rekstraröryggi og tryggja
rétt viðbrögð, er það mat framkvæmdaraðila að
ekki sé líklegt að kísilverksmiðjan í Helguvík hafi
umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér.
Tilgangur og markmið
Markmiðið með framkvæmdum við endurbætur
á kísilverksmiðjunni í Helguvík er að lágmarka
umhverfisáhrif vegna reksturs verksmiðjunnar
og stuðla að því að starfsemin megi verða í sátt
við íbúa svæðisins. Tilgangur framkvæmdanna
er að gera allar þær úrbætur, sem nauðsynlegar
eru til að uppfylla skilyrði Umhverfisstofnunar
um breytingar og viðbætur á búnaði fyrir endur-
ræsingu verksmiðjunnar, bæta gæði framleiðslu-
ferilsins og vinnuumhverfi starfsmanna.
Stakksberg óskaði eftir því við sveitarfélagið
að deiliskipulaginu verði breytt til samræmis við
útgefin byggingarleyfi og byggingar sem þegar
hafa verið byggðar. Áformaðar endurbætur á kísil-
verksmiðjunni rúmast innan gildandi deiliskipu-
lags og kalla því einar og sér ekki á breytingu á
skipulaginu.
Umfang framkvæmda
Í 1. áfanga verður unnið að úrbótaframkvæmdum
svo unnt verði að endurræsa núverandi ljósboga-
ofn til framleiðslu á 25.000 tonnum á ári af kísli.
Endurbæturnar varða m.a. lóð verksmiðjunnar,
breytingar á núverandi byggingum og nýbygg-
ingar, uppsetningu á 52 m háum skorstein, með-
höndlun hráefna, ljósbogaofn og afsogskerfi verk-
smiðjunnar. Einnig verður farið í framkvæmdir
til að auka hagkvæmni, bæta framleiðsluvörur
og aðstöðu starfsmanna. Ekki er ljóst hvenær
verður ráðist í uppbyggingu seinni áfanga sem
tengjast stækkun verksmiðjunnar í framleiðslu-
getu á allt að 100.000 tonnum af kísli á ári með
ofnum 2 til 4. Mun það ráðast af þáttum eins og
markaðsaðstæðum og möguleikum á fjármögnun.
Þegar framkvæmdir við 1. áfanga verksmiðjunnar
standa sem hæst munu allt að 70–90 manns starfa
á svæði verksmiðjunnar og allt að 120 manns við
hvern af seinni áföngum. Þegar núverandi ofn
verður endurræstur er gert ráð fyrir um 70–80
starfsmönnum. Gert er ráð fyrir að um 190 manns
verði starfandi í verksmiðjunni þegar fjórir ofnar
verða komnir í rekstur.
Samráðsgátt
Stakksberg hefur opnað samráðsgátt vegna vinnslu
frummatsskýrslu umhverfismats kísilverksmiðju
fyrirtækisins í Helguvík. Með samráðsgáttinni vill
Stakksberg stuðla að auknu samráði við almenn-
ing, umfram það sem lög og reglur gera ráð fyrir,
og er þetta í fyrsta sinn sem framkvæmdaraðili
stendur fyrir samráði með þessum hætti á meðan
á vinnslu frummatsskýrslu stendur. Með auknu
samráði vonast Stakksberg til þess að fram komi
athugasemdir frá almenningi sem stuðli að betri
og vandaðri frummatsskýrslu.
Samráðsgáttin er aðgengileg á slóðinni
www.samrad.stakksberg.is.
Stakksberg undirbýr endurbætur á fyrsta áfanga kísilversins
12 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár
Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.