Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.05.2020, Blaðsíða 37

Víkurfréttir - 13.05.2020, Blaðsíða 37
– Hvernig er hefðbundinn dagur í lífi þínu? „Það eru satt best að segja engir tveir dagar eins hjá okkur. Dag- legt líf snýst um skóla, vinnu, íþróttir og tónlist og er í raun mjög hefðbundið fjölskyldulíf.“ – Líturðu björtum augum til næstu mánaða? „Hér er nú að koma vetur sem verður örugglega mjög sérkenni- legur í kjölfar COVID-19. Ég lít þó mjög björtum augum til vorsins. Nýtt áhugamál – Hver eru þín áhugamál og hefur ástandið haft áhrif á þau? „Ástandið hefur satt best að segja haft mjög jákvæð áhrif á mörg af mínum áhugamálum. Nýjasta áhugamálið mitt er súr- deigsbakstur enda tilvalið að nota tækifærið þegar allir eru heima og baka brauð sem eru alltaf að verða betri og betri. Eins finnst mér ofboðslega gaman að elda góðan mat og við höfum nýtt tímann til að prófa nýjar og skemmtilega uppskriftir. Eftir að Sesar bættist í fjölskyld- una hef ég fengið áhuga á hunda- þjálfun og ástandið hefur verið kjörið tækifæri til að kenna honum eitt og annað þó við eigum enn langt í land í að hann verði fyrir- myndarhundur. Ég les mikið og hef náð að lesa fjölmargar bækur á þessum tíma.“ – Áttu þér uppáhaldsstað á Íslandi og hver er ástæðan? „Þingvellir – þetta er svo stórbrotið og fallegt svæði sem hefur verið svo stór hluti af íslenskri sögu í gegnum aldirnar. Jarðfræðilega og sögulega séð er það alveg einstakt. Eins verð ég að nefna Fellsströnd- ina þar sem mamma og pabbi eiga bústað.“ Ætluðum á Ólympíuleikana – Hvað stefnirðu á að gera í sumar? „Við ætluðum að fara á Ólympíu- leikana í Tokyo en þau plön eins og flest annað hafa breyst. Nú er veturinn að byrja hérna í Ástralíu og satt best að segja erum við að vona að skólastarf fari að hefjast að nýju svo lítið verður um frí á næst- unni.“ – Hvernig hefur COVID-19 verið að hafa áhrif þar sem þú býrð? „Ástralir stöðvuðu flug frá Kína til- tölulega snemma í þessum faraldri og skömmu síðar var landamær- unum lokað. Hér ríkti útgöngu- bann, fólk var hvatt til að vinna að heiman, skólar hafa allir verið með fjarkennslu og á tíma mátti aðeins fara út til að kaupa nauð- synjar eða stunda líkamsrækt. Hag- kerfið er í molum en hins vegar hefur tekist vel að stöðva útbreiðslu COVID-19. Síðastliðin sólarhring [6. maí] hafa einungis fundist tutt- ugu ný tilfelli af tæplega 34.000 prófum sem lofar góðu. Það er gert ráð fyrir því að það verði létt á höftunum í næstu viku.“ Heima flestum stundum – Hvernig hefur tilveran verið hjá þér undanfarnar vikur, hefur margt breyst? „Já, við höfum verið heima flestum stundum. Strákarnir hafa ekki farið í skólann síðan í byrjun mars heldur verið í fjarkennslu. Allt íþrótta- og tómstundastarf hefur legið niðri svo við erum búin að vera dugleg að finna eitthvað skemmtilegt að gera hérna heima. Satt best að segja hefur okkur fundist ágætt að hægja aðeins á okkur og njóta þess að vera saman. Ég hef farið í vinnuna en mikið sinnt fólkinu með símatímum til að minnka sýkingarhættuna.“ – Að lokum. Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? „Við notum mikið Messenger og Zoom.“ Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg. VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.