Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.05.2020, Qupperneq 53

Víkurfréttir - 13.05.2020, Qupperneq 53
– Hvernig stóð á því að þú fluttir til útlanda? „Fyrst og fremst til að prófa eitthvað nýtt og verða reiprennandi í öðru tungumáli. Ég er mjög opin og forvitin um annað fólk og lönd og hef lengi vitað að ég vildi prófa að búa erlendis.“ – Saknarðu einhvers frá Íslandi? „Auðvitað, ég sakna íslenska íssins úr vél ekkert lítið. Fjölskyldunnar helling og vinanna sem búa á Íslandi. Sérstaks matar saknaði ég mest til að byrja með en hægt og rólega leið það hjá, annars fæ ég reglu- lega harðfisk og fleira séríslenskt. Akkúrat þessa stundina sakna ég mest fjölskyldunnar, sérstaklega vegna óvissunnar um hvenær við náum að hitt- ast aftur.“ – Hverjir eru helstu kostir þess að búa þar sem þú býrð? „Klárlega landamærin. Við búum í Suður- Danmörku, innan hálftíma frá Þýskalandi. Þar er hægt að versla mun ódýrara, sérstak- lega matvöru. Líka gaman að geta fengið upplifun beggja landa, t.d. að hlusta á útvarpið bæði á þýsku og dönsku. Fyrst áttum við heima í litlum bæ sem heitir Gråsten en núna búum við í Rødekro, þó er Gråsten ennþá stór partur af okkar lífi þar sem við erum bæði að vinna þar. Varðandi Danmörku sem kost, þá er það kostur hversu fljótur maður er að aðlagast hérna eins og í eigin heimalandi ásamt því að læra tungumálið.“ – Eitthvað komið þér á óvart við að búa erlendis? „Mest hversu fljótt heimatilfinningin kemur í nýja landinu. Það hefur líka komið mér helling á óvart hversu heitt getur orðið hérna að vori til, hversu miklu lengri sumur eru hér miðað við Ísland. Núna sem dæmi erum við að skríða inn í miðjan maí en samt eru alveg stuttbuxur búnar að vera notaðar í fimm plús daga. Að sakna fjalla og finnast tré út um allt stundum of mikið er líka eitthvað sem ég hugsaði ekki um fyrirfram.“ Heimatilfinningin kom fljótt – Steig út fyrir þægindarammann og lærði margt um sjálfa sig Auðvitað, ég sakna íslenska íssins úr vél ekkert lítið. Fjölskyldunnar helling og vinanna sem búa á Íslandi ... Netspj@ll Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg. VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 53

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.