Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.05.2020, Síða 59

Víkurfréttir - 13.05.2020, Síða 59
Sumar í Reykjanesbæ! Fræðslusvið hefur umsjón með að safna saman upplýsingum á vefnum sumar.rnb.is um hvað stendur börnum og ungmennum til boða á sumrin og á veturna. Vefurinn er kjörin leið til að auðvelda foreldrum og forráðamönnum að finna afþreyingu í samráði við börnin sín sem hentar hverju sinni. Þau sem vilja bæta við auglýsingum um tilboð geta gert það með að senda tölvupóst með upplýsingum á netfangið hafthor.birgisson@reykjanesbaer.is Íþrótta- og tómstundafulltrúi sumar.rnb.is Guðbrandur Lárusson fór holu í höggi á draumabraut margra kylfinga, Bergvíkinni í Leiru, síðasta mánudag. Í stífri vestanátt tók þessi brottflutti Njarðvíkingur upp 5-tré og hitti boltann vel sem sveif vel í vindinum, lenti um hálfa metra frá stönginni og þaðan í holu. Guðbrandur var við leik með nokkrum félögum sínum í vikulegu móti golfhópsins Kvíðis. Guðbrandur sagði eftir draumahöggið að hann hafi verið hálf dofinn eftir atvikið næstu þrjár brautir. Kristján Jóhannsson var í holli með Guðbrandi og tók myndirnar. Guðbrandur náði drauma- högginu á draumaholunni VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 59

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.