Fréttablaðið - 06.06.2020, Side 4

Fréttablaðið - 06.06.2020, Side 4
Ef það er búið að vera þarna í fáein hundruð ár þá getur það beðið í þrjú, fjögur ár í viðbót. Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þing- vallanefndar ÁRA5ÁBYRGÐUMBOÐSAÐILI FIAT Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.FIATPROFESSIONAL.IS • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 FIAT HÚSBÍLAEIGENDUR ER HÚSBÍLLINN ÞINN KLÁR FYRIR SUMARIÐ? BJÓÐUM UPP Á SMURÞJÓNUSTU OG LÉTTA ÁSTANDSSKOÐUN FYRIR SUMARIÐ: • SJÓNSKOÐUN Á BREMSUKERFI OG UNDIRVAGNI • LJÓS YFIRFARIN • ÁSTAND HJÓLBARÐA METIÐ OG LOFTÞRÝSTINGUR MÆLDUR • ÞURRKUR OG RÚÐUSPRAUTUR YFIRFARNAR • ÁSTAND KÆLIKERFIS METIÐ • HLEÐSLA RAFKERFIS MÆLD. ALLIR VINNA – ENDURGREIÐSLA Á VSK Á VINNULIÐ AÐ LÁGMARKSUPPHÆÐ 25.000 KR. ÁN VSK. TÖLUR VIKUNNAR 31.05.2020 TIL 06.06.2020 35 milljónir greiddi fjármálaráðuneytið fyrir húsgrunn á Þingvöllum. 28 milljarða greiða fyrirtæki í fasteignagjöld af atvinnuhúsnæði á árinu. 6 af hverjum 10 konum eru með háskólapróf. 75 prósent ungmenna í Kópavogi starfa hjá Vinnuskólanum í sumar. 440 lán Lífeyrissjóðs verslunarmanna eru í greiðsluhléi. Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir að sveitar- félögin geti ekki verið stikkfrí í hagstjórninni. Þau þurfi að aðstoða heimili og fyrirtæki við að takast á við efnahagsáfallið og að hærri skattar geri hið gagnstæða. Þá segir hann það verkefni hins opinbera og Seðlabankans að draga úr niðursveiflunni og undirbyggja viðspyrnu hag- kerfisins. Lilja Alfreðsdóttir menntamála­ ráðherra braut jafn- réttislög með því að skipa Pál Magnús- son í embætti ráðuneytis- stjóra í stað konu. Niðurstaða kærunefndar jafn- réttismála segir ráðherra hafa vanmetið konu í samanburði við Pál. Gareth Robinson biðill dó ekki ráða- laus þegar áætlanir hans um að biðja kærustunnar í ferðalagi á Íslandi fóru um þúfur vegna COVID-19. Hann leitaði til íslenska sam- félagsins á vefsíðunni Reddit og fékk hjálp við að framkvæma bónorðið. Kærastan sagði já og stefnir parið að því að heim- sækja Ísland að ári. Þrjú í fréttum Hagfræðingur, ráðherra og vonbiðill FORNLEIFAR „Niðurstaða Þingvalla- nefndar olli vonbrigðum,“ segir Hilmar Malmquist, forstöðumaður Náttúrminjasafns Íslands, sem ekki fékk umbeðinn styrk til rannsókna á bátsflaki í Þingvallavatni. Um er að ræða flak af trébáti sem talið er geta verið frá því um árið 1600 og liggur á botni Þingvalla- vatns við Vatnsvík. Kafarar fundu f lakið árið 2018. Við bátinn hafa fundist bein af hrossum og naut- gripum frá sama tímaskeiði. Hilmar segir þarna fundnar elstu leifar timburbáts á landinu. For- athugun sem meðal annars fól í sér aldursgreiningu  sé lokið. Hún sé kveikjan að því að óska eftir styrkj- um til frekari rannsókna. „Báturinn er eldri en hollenska Mjaltastúlkan sem er við Flatey á Breiðafirði,“ segir hann. Aðspurður segir Hilmar engar skráðar heimildir varpa ljósi á bát- inn sem sé með svokölluðu norrænu lagi. „Þetta lítur út fyrir að vera vatnabátur, sem lítið er vitað um almennt hér á landi og þótt víðar væri leitað, og þess vegna viljum við rannsaka hann betur,“ segir Hilmar. Umsókn Hilmars og Bjarna F. Ein- arssonar frá Fornleifafræðistofnun, um sex milljóna króna styrk, var tekin fyrir á fundi Þingvallanefndar 11. mars. Samkvæmt fundargerð var þar rætt um að aðstæður vegna COVID-19 myndu hafa mikil áhrif á sértekjur þjóðgarðsins. „Þjóðgarðsvörður greinir frá að hann hafi sett til hliðar fornleifa- rannsóknir á vegum þjóðgarðsins vegna óvissu í fjárhagsstöðu þjóð- garðsins,“ segir í fundargerð Þing- vallanefndar. Ari Trausti Guðmundsson, for- maður Þingvallanefndar, segir þjóðgarðinn hafa haft dálitlar fjár- veitingar í fornleifarannsóknir, sem undanfarin ár hafi aðallega farið í að kortleggja fornminjar á landi. „Nú þegar COVID hefur klippt svona hressilega á fjárhaginn hjá okkur er þetta sett í salt. En f lakið er þarna og fer ekkert. Ef það er búið að vera þarna í fáein hundruð ár, þá getur það beðið í þrjú, fjögur ár í viðbót,“ segir Ari Trausti. „Það eru allir í krísu auðvitað, en menn eru nú að setja peninga í svona rannsóknir þrátt fyrir kóróna veirufaraldurinn og það eru alls kyns átök í gangi til að styrkja hitt og þetta,“ segir Hilmar. „Það er algjör synd að fá ekki betri stuðning við þetta,“ segir Hilmar og undirstrikar að ekki sé á vísan að róa með varðveislu bátsflaksins á botni vatnsins. gar@frettabladid.is Fær ekki styrk og segir bát á botni Þingvallavatns í hættu Hvorki Þingvallanefnd né Minjastofnun vildu veita styrk til að rannsaka um fjögur hundruð ára báts- flak í Þingvallavatni. Þingvallanefnd segist fjárvana í bili vegna áhrifa COVID-19 faraldursins. „Báturinn gæti horfið þess vegna á morgun,“ segir forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, vonsvikinn. Flakið sem kafarar fundu í Þingvallavatni haustið 2018. MYND/NÁTTÚRUMINJASAFN ÍSLANDS Hilmar Malm- quis, forstöðu- maður Nátt- úruminjasafns Íslands 6 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.