Fréttablaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 4
Ef það er búið að vera þarna í fáein hundruð ár þá getur það beðið í þrjú, fjögur ár í viðbót. Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þing- vallanefndar ÁRA5ÁBYRGÐUMBOÐSAÐILI FIAT Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.FIATPROFESSIONAL.IS • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 FIAT HÚSBÍLAEIGENDUR ER HÚSBÍLLINN ÞINN KLÁR FYRIR SUMARIÐ? BJÓÐUM UPP Á SMURÞJÓNUSTU OG LÉTTA ÁSTANDSSKOÐUN FYRIR SUMARIÐ: • SJÓNSKOÐUN Á BREMSUKERFI OG UNDIRVAGNI • LJÓS YFIRFARIN • ÁSTAND HJÓLBARÐA METIÐ OG LOFTÞRÝSTINGUR MÆLDUR • ÞURRKUR OG RÚÐUSPRAUTUR YFIRFARNAR • ÁSTAND KÆLIKERFIS METIÐ • HLEÐSLA RAFKERFIS MÆLD. ALLIR VINNA – ENDURGREIÐSLA Á VSK Á VINNULIÐ AÐ LÁGMARKSUPPHÆÐ 25.000 KR. ÁN VSK. TÖLUR VIKUNNAR 31.05.2020 TIL 06.06.2020 35 milljónir greiddi fjármálaráðuneytið fyrir húsgrunn á Þingvöllum. 28 milljarða greiða fyrirtæki í fasteignagjöld af atvinnuhúsnæði á árinu. 6 af hverjum 10 konum eru með háskólapróf. 75 prósent ungmenna í Kópavogi starfa hjá Vinnuskólanum í sumar. 440 lán Lífeyrissjóðs verslunarmanna eru í greiðsluhléi. Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir að sveitar- félögin geti ekki verið stikkfrí í hagstjórninni. Þau þurfi að aðstoða heimili og fyrirtæki við að takast á við efnahagsáfallið og að hærri skattar geri hið gagnstæða. Þá segir hann það verkefni hins opinbera og Seðlabankans að draga úr niðursveiflunni og undirbyggja viðspyrnu hag- kerfisins. Lilja Alfreðsdóttir menntamála­ ráðherra braut jafn- réttislög með því að skipa Pál Magnús- son í embætti ráðuneytis- stjóra í stað konu. Niðurstaða kærunefndar jafn- réttismála segir ráðherra hafa vanmetið konu í samanburði við Pál. Gareth Robinson biðill dó ekki ráða- laus þegar áætlanir hans um að biðja kærustunnar í ferðalagi á Íslandi fóru um þúfur vegna COVID-19. Hann leitaði til íslenska sam- félagsins á vefsíðunni Reddit og fékk hjálp við að framkvæma bónorðið. Kærastan sagði já og stefnir parið að því að heim- sækja Ísland að ári. Þrjú í fréttum Hagfræðingur, ráðherra og vonbiðill FORNLEIFAR „Niðurstaða Þingvalla- nefndar olli vonbrigðum,“ segir Hilmar Malmquist, forstöðumaður Náttúrminjasafns Íslands, sem ekki fékk umbeðinn styrk til rannsókna á bátsflaki í Þingvallavatni. Um er að ræða flak af trébáti sem talið er geta verið frá því um árið 1600 og liggur á botni Þingvalla- vatns við Vatnsvík. Kafarar fundu f lakið árið 2018. Við bátinn hafa fundist bein af hrossum og naut- gripum frá sama tímaskeiði. Hilmar segir þarna fundnar elstu leifar timburbáts á landinu. For- athugun sem meðal annars fól í sér aldursgreiningu  sé lokið. Hún sé kveikjan að því að óska eftir styrkj- um til frekari rannsókna. „Báturinn er eldri en hollenska Mjaltastúlkan sem er við Flatey á Breiðafirði,“ segir hann. Aðspurður segir Hilmar engar skráðar heimildir varpa ljósi á bát- inn sem sé með svokölluðu norrænu lagi. „Þetta lítur út fyrir að vera vatnabátur, sem lítið er vitað um almennt hér á landi og þótt víðar væri leitað, og þess vegna viljum við rannsaka hann betur,“ segir Hilmar. Umsókn Hilmars og Bjarna F. Ein- arssonar frá Fornleifafræðistofnun, um sex milljóna króna styrk, var tekin fyrir á fundi Þingvallanefndar 11. mars. Samkvæmt fundargerð var þar rætt um að aðstæður vegna COVID-19 myndu hafa mikil áhrif á sértekjur þjóðgarðsins. „Þjóðgarðsvörður greinir frá að hann hafi sett til hliðar fornleifa- rannsóknir á vegum þjóðgarðsins vegna óvissu í fjárhagsstöðu þjóð- garðsins,“ segir í fundargerð Þing- vallanefndar. Ari Trausti Guðmundsson, for- maður Þingvallanefndar, segir þjóðgarðinn hafa haft dálitlar fjár- veitingar í fornleifarannsóknir, sem undanfarin ár hafi aðallega farið í að kortleggja fornminjar á landi. „Nú þegar COVID hefur klippt svona hressilega á fjárhaginn hjá okkur er þetta sett í salt. En f lakið er þarna og fer ekkert. Ef það er búið að vera þarna í fáein hundruð ár, þá getur það beðið í þrjú, fjögur ár í viðbót,“ segir Ari Trausti. „Það eru allir í krísu auðvitað, en menn eru nú að setja peninga í svona rannsóknir þrátt fyrir kóróna veirufaraldurinn og það eru alls kyns átök í gangi til að styrkja hitt og þetta,“ segir Hilmar. „Það er algjör synd að fá ekki betri stuðning við þetta,“ segir Hilmar og undirstrikar að ekki sé á vísan að róa með varðveislu bátsflaksins á botni vatnsins. gar@frettabladid.is Fær ekki styrk og segir bát á botni Þingvallavatns í hættu Hvorki Þingvallanefnd né Minjastofnun vildu veita styrk til að rannsaka um fjögur hundruð ára báts- flak í Þingvallavatni. Þingvallanefnd segist fjárvana í bili vegna áhrifa COVID-19 faraldursins. „Báturinn gæti horfið þess vegna á morgun,“ segir forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, vonsvikinn. Flakið sem kafarar fundu í Þingvallavatni haustið 2018. MYND/NÁTTÚRUMINJASAFN ÍSLANDS Hilmar Malm- quis, forstöðu- maður Nátt- úruminjasafns Íslands 6 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.