Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.06.2020, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 06.06.2020, Qupperneq 8
Allt í einu hefur þetta breyst í einhverja martröð. Elísabet Agnarsdóttir, eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical Tvö lán hvíla á ellefu flugvélum í eigu Icelandair en lánin hljóða samtals upp á 13 milljarða. Aðalfundur landssamtakanna Spítalinn okkar verður haldinn fimmtudaginn 2. mars 2017 kl. 16.00 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura Víkingasal. Dagskrá aðalfundar 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar lögð fram 3. Reikningar lagðir fram til samþykktar 4. Lagabreytingar 5. Ákvörðun félagsgjalds 6. Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga 7. Önnur mál. Að loknum aðalfundarstörfum mun Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH kynna áfangana í Hringbrautarverkefninu og Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt hjá hönnunarteyminu Corpus3 segja frá hönnun meðferðarkjarna nýbygginga Landspítala við Hringbraut. Lokaorð flytur Nichole Leigh Mosty alþingismaður og formaður velferðarnefndar Alþingis. Stjórnin. „Spítalinn okkar“ A Ð A L F U N D U R Aðalfundur landssamtakanna Spítalinn okkar verður haldinn á Nauthóli, Nauthólsvík þriðjudaginn 9. júní 2020, kl. 16.00. DAGSKRÁ Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. Að loknum aðalfundarstörfum verða áhugaverð erindi: Skyggnst inn í nýjan meðferðarkjarna Landspítala: Ögmundur Skarphéðinsson, arkitekt Hlutverk meðferðarkjarna á tímum farsótta: Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma Landspítala Lokaorð flytur María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Tækninýjungar og framtíðarsýn í heilbrigðismálum. Allir velkomnir Stjórn „Spítalans okkar“ FLUGMÁL Sjö af ellefu Icelandair­ þotum sem skráðar hafa verið eign félagsins Airco ehf., þrátt fyrir að því félagi hafi verið slitið 19. des­ ember í fyrra, hafa nú verið f luttar yfir á nafn Icelandair í loftfaraskrá Samgöngustofu. Haft var eftir Ásdísi Ýr Péturs­ dóttur, upplýsingafulltrúa Ice­ landair, í Fréttablaðinu 28. maí síð­ astliðinn að Icelandair hefði staðið skil á öllum gögnum til Sam­ göngustofu. „Það sem út af stend­ ur eru ákveðnar staðfestingar erlendis frá sem von er á á næstu dögum,“ bætti upplýsingafulltrúinn þó við. Samkvæmt veðbókarvottorðum áðurnefndra ellefu f lugvéla hvíla á þeim tvö lán upp á samtals jafn­ virði rúmlega þrettán milljarða króna. Fimm þotur eru veðsettar fyrir 35,1 milljón dollara og á sex þotum hvílir 65,2 milljóna dollara lán. Bæði eru lánin tekin á síðasta ári. Lægra lánið er frá 20. júní og hærra lánið var gefið út daginn fyrir gamlársdag í fyrra. Lánveitandinn í báðum tilvikum er CIT Bank sem er með höfuðstöðvar í Pasadena í Kali­ forníu. – gar Þotur Icleandair settar að veði fyrir 13 milljörðum Icelandair veðsetti þotur fyrir erlendum lánum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK VIÐSKIPTI „Heimsfaraldurinn hefur snert okkur mjög illa. Við höfum borgað öllum okkar samstarfs­ aðilum en fáum ekki krónu endur­ greidda frá erlendum hótelum eða f lugfélögum. Ef við endurgreiðum allt þá fellur fyrirtækið,“ segir Elísa­ bet Agnarsdóttir, eigandi ferðaskrif­ stofunnar Tripical. Hún stendur nú frammi fyrir því að þurfa að endur­ greiða þeim rúmlega 650 útskriftar­ nemum sem eiga pantaða ferð hjá Tripical á næstu dögum og vikum, það mun setja fyrirtækið í þrot og falla þá niður ferðir hjá þeim rúm­ lega tvö þúsund manns sem eiga pantaða ferð síðar. „Ég hef verið með lögmenn í margar vikur til að fá endurgreiðsl­ ur erlendis. Það vill enginn endur­ greiða okkur. Þetta er vonlaust dæmi.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa­ dóttir, ráðherra ferðamála, til­ kynnti á fimmtudag að hún gerði ekki ráð fyrir að frumvarp hennar um inneignarnótur frá ferðaskrif­ stofum yrði afgreitt frá Alþingi, en með því hefði skyldu ferðaskrifstofa til að endurgreiða ferðir að fullu verið aflétt. Ein af ástæðunum væri að lönd væru að opna landamæri sín mun fyrr en áður var talið. „Við vorum búin að bíða eftir þessum lögum í þrjá mánuði,“ segir Elísa­ bet. „Ef þau hefðu orðið að veruleika þá gætum við notað þær inneignir sem við eigum úti og reynt að snúa bátnum.“ Elísabet gagnrýnir stjórnvöld harðlega. „Ríkið hefur valdið okkur miklu tjóni, ríkisstjórnin lætur okkur bíða og á meðan getum við engu svarað. Við sitjum uppi með gríðarlegan kostnað á meðan ekk­ ert kemur inn og við getum ekk­ ert gert,“ segir hún. „Við erum sex manna fyrirtæki sem hefur gengið vel, við höfum ekki verið að greiða neinn arð og álagningin er í lág­ marki. Allt í einu hefur þetta breyst í einhverja martröð.“ Hún hefði viljað að ríkið aðstoð­ aði ferðaskrifstofur þegar verið væri að hvetja landsmenn til að af bóka ferðir. „Sóttvarnalæknir hefur vald­ ið okkur miklu tjóni, hann hefur tvisvar sagt Íslendingum að ferðast bara innanlands á þessu ári. Nú er verið að opna landamæri Íslands og í öðrum löndum Evrópu og treyst á að ferðamannaiðnaðurinn vakni til lífsins. Það er því talað í kross sem veldur óvissu og misskilningi bæði hjá okkur og ferðamönnum,“ segir Elísabet. Eina leiðin núna til að endur­ greiða sé að fara með fyrirtækið í þrot. „Við erum 100 prósent tryggð. Tryggingakerfið virkar þannig að eina leiðin til að virkja það er að fyrirtækið fari í þrot. Það getur tekið allt að tvö ár og myndum við því telja að það væri betra fyrir neytendur að fá inneignarnótur.“ Á fimmtudaginn var greint frá því að útskriftarnemar við Mennta­ skólann á Akureyri væru mjög reið­ ir yfir því að fá ekki endurgreiddar alls 40 milljónir króna vegna ferðar til Ítalíu sem bókuð er á mánudag­ inn. Ekki stendur til að endurgreiða ferðina. „Við getum efnt þessa ferð. Við getum líka boðið þeim ferð til Krítar, Krít hefur komið mjög vel út úr faraldrinum, mun betur en Ísland. Það þarf heldur enginn að fara í sóttkví, hvorki þar né hér.“ Telur hún að Tripical hafi teygt sig eins langt og hægt sé. „Við getum boðið þeim allt nema endurgreiðslu þar sem við höfum nú þegar greitt okkar samstarfsaðilum erlendis. Inneign í fjögur ár sem þau geta framselt án kostnaðar eða fært ferð sína eftir þeirra óskum. Við höfum boðið útskriftarhópunum upp á ferðir innanlands í takt við ráðleggingar og ábendingar frá for­ eldrum. Costa del Hella, f lott fimm daga prógramm með hótelgistingu, afþreyingu og skemmtun. Nemarn­ ir myndu þá fá inneign fyrir afgang­ inum sem þeir geta notað síðar eða framselt.“ Elísabet vísar því á bug að erfitt sé að ná sambandi við Tripical. „Við erum að svara í símann og svörum öllum tölvupóstum eins f ljótt og auðið er. Vandinn er sá að ástand heimsfaraldursins breytist dag frá degi og það sem við skrifum í pósti stenst kannski ekki daginn eftir,“ segir Elísabet. „Við erum nú með tvo lögmenn í fullri vinnu við að verja okkur. Okkur berast lögfræðibréf daglega.“ Margir eru reiðir yfir að fá ekki ferðirnar endurgreiddar. „Við höfum fullan skilning á því að margir séu reiðir og ósáttir við stöðuna. Okkur hefur því miður verið hótað. Það er hótað að koma heim til mín. Starfsfólkið tekur þetta nærri sér, enda höfum við alltaf staðið við okkar skuldbindingar hingað til,“ segir Elísabet. Hún hefur þó fullan skilning á því að fólk vilji fá endur­ greitt. „Ég skil það fullkomlega, en þetta er vonlaus og erfið staða sem við erum í.“ arib@frettabladid.is Endurgreiðslur setji Tripical í þrot Eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical segir að fyrirtækið fari í þrot ef útskriftarnemar sem eiga pantaða ferð til Ítalíu fá endurgreitt. Hún segir starfsfólk fá hótanir og gagnrýnir stjórnvöld harðlega. Staðan sé erfið þar sem engar endurgreiðslur berist fyrirtækinu. Elísabet segir að hótanir berist sér og starfsmönnum Tripical. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 6 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.