Fréttablaðið - 06.06.2020, Page 10

Fréttablaðið - 06.06.2020, Page 10
Annaðhvort er álagið að aukast eða námið að minnka, eðli málsins samkvæmt. Ef námið er að minnka þá koma þau verr undirbúin inn í háskólana. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar- innar     Hafrannsóknastofnun   Opið hús í Fornubúðum 5, Hafnarfirði  Hafrannsóknastofnun, rannsókna‐ og ráðgjafarstofnun hafs og vatna  er  flutt  í  nýtt  og  glæsilegt  hús  að  Fornubúðum  5,  við  höfnina  í  Hafnarfirði.   Á sjómannadaginn 7. júní milli kl. 13 og 17 býður Hafrannsóknastofnun  öllum að skoða húsið. Stutt kynning verður á starfseminni og veitingar  í boði.  Við biðjum gesti að sýna tillitsemi vegna sóttvarna en talið verður inn og út úr húsinu. Við erum öll almannavarnir.  Verið hjartanlega velkomin ‐ Hafrannsóknastofnun okkar allra      MENNTUN Meðaleinkunn háskóla- nemenda sem koma af þriggja ára stúdentsprófsbrautum er lægri en hjá þeim sem luku prófi á fjórum árum. Brottfall nýnema hefur minnkað lítillega. Starfsfólki líður hins vegar betur. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu mennta- og menn- ingarmálaráðherra um árangur og áhrif þess að námstími til stúdents- prófs var styttur úr fjórum árum í þrjú. Segir berum orðum í skýrsl- unni að ómögulegt sé að segja hver áhrifin af styttingunni séu og hvaða breytingar megi rekja til annarra þátta á borð við nýja aðalnámskrá. Skýrslan var gerð að beiðni Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Sam- fylkingarinnar. Helga Vala segir að skýrslan hafi valdið sér von- brigðum, ár sé síðan kallað var eftir henni og þrátt fyrir það er aðeins stuðst við eldri kannanir í skýrsl- unni. „Það var ekki framkvæmd nein könnun á stöðunni, það er stuðst við gömul gögn og ekki ýtt á eftir svörum. Það eru aðeins þrír háskólar sem svara en þar má sjá að það var lækkun á einkunnum hjá þessum hópi,“ segir Helga Vala. Minna nám eða meira álag Árlegt brotthvarf nýnema hefur minnkað um 0,5 prósent ef miðað er við tímabil fyrir og eftir breyt- ingu á námstíma til stúdentsprófs. Brottfall nýnema er áberandi mest í Fjölbrautaskólanum við Ármúla, 17 prósent árið 2018. Lítið brottfall er í skólum með bekkjakerfi. Helga Vala segir tölurnar ekki raunsæjar. „Þar er bara tekið saman hverjir detta út strax á nýnemaönn- inni, ef við horfum á þetta út frá álaginu inni í skólakerfinu þá er því ekki svarað hvort það er að hafa áhrif á brottfall á öðru eða þriðja ári,“ segir hún. „Annaðhvort er álagið að aukast Óvissa um áhrif styttingar í þrjú ár Niðurstaða skýrslu menntamálaráðuneytisins um styttingu framhaldsskólanáms úr fjórum árum í þrjú er að ómögulegt sé að segja hver áhrifin séu í raun og veru. Einkunnir í háskólum hafa lækkað, starfsfólki líður betur en andlegri líðan heldur áfram að hraka. Erfitt reynist að meta áhrif styttingar framhaldsskólanáms á nemendur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Fimmtíu stunda vinnuvika Bóas Valdórsson, sálfræðingur við Menntaskólann við Hamra- hlíð, segir að þótt vísbendingar séu um vaxandi kvíða og van- líðan hjá ungu fólki sé ungt fólk líka mjög úrræðagott og duglegt að takast á við aðstæðurnar í lífi sínu. Mikilvægt sé að aðgengi að þjónustu og úrræðum sé gott fyrir ungt fólk. Það hafi oft ekki mikið á milli handanna og flækjustigið að réttri þjónustu megi ekki vera of mikið eða taka of langan tíma. Með því að skipuleggja hlutina í nærum- hverfi ungs fólk og eftir þörfum þess sé líklegt að ungt fólk nýti sér slíka þjónustu áður en vand- inn verði of mikill. Framhalds- skólar hafi í auknum mæli verið að efla geðheilbrigðisþjónustu sína með því að fá sálfræðinga til starfa í skólunum. Sú þróun sé í takt við óskir nemenda og hafi verið vel nýtt í þeim skólum þar sem slíkt er farið af stað. Í samræmi við það fór Bóas af stað með hlaðvarpsþáttinn Dótakassann í vetur þar sem hann fjallar um heilsu og líðan. Varðandi áhrif samfélags- miðla segir Bóas að áhrif þeirra séu bæði jákvæð og neikvæð. „Ungt fólk notar samfélags- miðla til að liðka fyrir sam- skiptum og deila upplýsingum og daglegu lífi hvert með öðru eins og aðrir aldurshópar. Aukinn samanburður, óraun- hæfar glansmyndir og hraðari samskipti hafa auðvitað áhrif á fólk en ungt fólk er líka mjög meðvitað um þetta og heilt yfir segir ungt fólk að sér líði betur í kringum hvert annað en ein- göngu í gegnum netsamskipti.“ Í samtölum sínum við nem- endur í MH spyr hann gjarnan um álag til að átta sig á því hvort þriggja ára nám sé að bera þá ofurliði. „Þau virðast ekki vera að drukkna úr álagi út af námi, en heildarálagið í venjulegri viku er mjög mikið. Í skólapúlsinum spyrjum við árlega út í hvað það fari margir klukkutímar í viku í að mæta í tíma, sinna heimanámi, mæta í vinnu og mæta á æfingar í skipulögðum tómstundum eða íþróttastarfi. Niðurstöður síðustu ára gefa til kynna að vinnuvika framhaldsskólanema sé um 50 klukkustundir. Þá eiga þau eftir að gefa sér tíma til að vera með fjölskyldu, sinna fé- lagslífi og slaka á.“ Stóra breytingin er hversu opin ungmenni eru um líðan sína. „Í dag er ég reglu- lega stoppaður á göngunum og spurður hvort ég eigi lausan tíma í ráðgjöf, þetta hefði verið hernaðarleyndarmál fyrir tutt- ugu árum. Í dag er ekki hallæris- legt að gera það fyrir framan vini sína.“ Ekki sama starfið alla ævi Helga Vala segir mun á því hvernig skólarnir hafa brugðist við breyt- ingunum. „Það er ekkert val í hefð- bundnum bekkjarskólum um að taka námið öðruvísi en á þremur árum, en í skólum þar sem ekki er bekkjakerfi er nemendum sagt strax að þeir þurfi ekki að hraða sér í gegnum námið á þremur árum heldur geti þeir verið lengur.“ Stóra spurningin sé sú hvort styttingin hafi ekki verið óþarfi þegar upp var staðið. „Maður spyr sig, hvers vegna var farið í þetta? Nemendur kölluðu ekki eftir því heldur atvinnulífið þrátt fyrir að vinnumarkaðurinn hafi breyst á undanförnum áratugum. Fólk í dag er ekki að hanga í sama starfinu út starfsævina.“ Helga Vala segist munu kalla eftir frekari gögnum. „Næsta skref er að skoða hvernig nemendum af erlendum uppruna vegnar. Þar þarf að skoða sérstaklega fjárhags- og félagslega stöðu þeirra. Tölur hafa sýnt að brottfall sé mun meira hjá þeim hópi og þeim má ekki gleyma.“ Andleg heilsa versnar Yfirgnæfandi meirihluti framhalds- skólanema, um 78 prósent, taldi andlega heilsu sína mjög góða eða góða árin 2004 til 2010. Frá þeim tíma hefur hlutfallið jafnt og þétt lækkað og eru nú að meðaltali ein- ungis 60 prósent sem telja andlega heilsu sína vera góða. Hlutfallið er lægra hjá stúlkum en drengjum, rétt rúmur helmingur stúlkna metur andlega heilsu sína góða. Tölurnar í skýrslunni eru unnar úr gögnum sem Rannsóknir og greining tók saman úr könnuninni Ungt fólk og gefa mynd af andlegri heilsu nemenda árin 2004 til 2018. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Landlækni, telur ólíklegt að stytting náms valdi því að andlegri heilsu hrakar. „Ég tel það mjög hæpið,“ segir Dóra. Sama þróun hafi átt sér stað í öðrum löndum. „Það er meira um vanlíðan og einmanaleika hjá ungu fólki, eins og við erum að sjá hér á landi.“ Svipuð þróun sé á öllum Norður- löndunum og ekki hafi orðið breyt- ingar á námslengdinni. „Einnig má benda á að Kvennaskólinn var með tilraunaverkefni í nokkur ár þar sem framhaldsskólinn var styttur á undan hinum. Þar var góð reynsla af styttingunni og Kvennaskólinn skar sig ekki úr þegar kom að líðan.“ arib@frettabladid.is eða námið að minnka, eðli málsins samkvæmt. Ef námið er að minnka þá koma þau verr undirbúin inn í háskólana.“ Líðan starfsfólks hefur hins vegar þróast í jákvæða átt, starfsánægja starfsfólks framhaldsskóla mælist nú meiri en annarra stofnana. Heildarframlög til framhalds- skólastigsins hafa ekki lækkað þrátt fyrir fækkun nemenda vegna stytt- ingar sem þýðir að framlög á hvern nemanda í fullu námi hafa hækkað. Nokkur aukning var á atvinnu- þátttöku framhaldsskólanema með námi á tímabilinu 2013 til 2018. Eru nú um sex af hverjum tíu í vinnu með skóla. Þetta hefði verið hernaðarleyndar- mál fyrir tuttugu árum. Bóas Valdórsson, sálfræðingur 6 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.