Fréttablaðið - 06.06.2020, Side 12

Fréttablaðið - 06.06.2020, Side 12
SAMFÉLAG „Þetta lítur betur út núna. Svíþjóð valdi eins og Ísland þá leið að loka ekki samfélaginu og það var til dæmis ekki gripið til útgöngubanns. Á Íslandi var auð- vitað ráðist í umfangsmikla skimun fyrir veirunni sem var ekki gert í Svíþjóð,“ segir Håkan Juholt, sendi- herra Svíþjóðar á Íslandi. Í gær var tilkynnt um 77 dauðs- föll í Svíþjóð af völdum COVID-19 en alls hafa rúmlega 4.600 látist og heildarfjöldi smitaðra er kominn upp í tæplega 43 þúsund. Á blaða- mannafundi sænskra heilbrigðis- yfirvalda í gær kom fram að meðal- tal síðustu daga sýni að faraldurinn sé á hægri en öruggri niðurleið. „Stóru mistökin voru þau að ná ekki að vernda aldraða á hjúkr- unarheimilum en smit kom upp á mörgum þeirra. Nú er rætt um ástæðurnar og hver beri ábyrgðina. Það mun taka einhvern tíma að fara yfir þau mál,“ segir Håkan. Sendiherrann hefur verið tíður viðmælandi sænskra f jölmiðla undanfarnar vikur um ástandið á Íslandi. „Okkur Svíum þykir mikið til árangurs Íslands koma og hversu vel yfirvöld voru undirbúin. Það er talað mikið um þetta í Svíþjóð og hvað við getum lært af Íslendingum.“ Håkan segist búast við að sumar- ið verði með líku sniði í Svíþjóð og á Íslandi. Sænsk stjórnvöld tilkynntu í fyrradag að frá og með 13.  júní yrði dregið úr ferðatakmörkunum innan lands. Fólk verði engu að síður að sýna ábyrgð og ekki ferðast nema það sé einkennalaust. „Flestir munu velja að vera heima og ferðast innanlands eins og ég held að raunin verði á Íslandi. Það munu koma færri ferðamenn en landið verður jafn fagurt og áður.“ Svíar halda í dag upp á þjóð- hátíðardag sinn en vegna ástands- ins verða hátíðarhöld með breyttu sniði. Sendiráðið á Íslandi ætlar að halda uppteknum hætti og efnir til rafrænnar hátíðar en undanfarið hafa viðburðir verið rafrænir. „Eftir því sem ég veit best hefur ekkert sendiráð Svíþjóðar nokkurs staðar eða nokkurn tímann haldið svona upp á þjóðhátíðardaginn. Við viljum hafa þetta notalega og skemmtilega dagskrá um Svíþjóð og Ísland.“ Útsendingin frá hátíðinni hefst klukkan 17 í dag á Facebook-síðu sendiráðsins. Bogi Ágústsson frétta- maður mun stýra dagskránni en fjöldi gesta kemur fram. Håkan segir að ólíkt f lestum löndum haldi Svíar ekki upp á þjóð- hátíðardaginn til að fagna sjálfstæði eða lokum stríðs. Raunar þekki fáir Svíar þá sögulegu atburði sem tengj- ast 6. júní sem eru krýning Gústafs Vasa árið 1523 og breytingar á 19. öld sem drógu úr valdi konungs. „Svíar fara ekki út með fánana til að fagna þessum atburðum. Þess vegna fögnum við í staðinn því sem Svíþjóð er. Lýðræðinu, okkar góðu nágrönnum, Abba, Spotify, Volvo og Avicii.“ Þriggja ára skipunartíma Håkans lýkur í byrjun september. Hann mun starfa áfram fyrir Svíþjóð á einhvern hátt en hvar liggur ekki enn fyrir. Spurður út tíma sinn á Íslandi segir hann að hægt væri að skrifa heila bók um hann. „Markmið mitt var að auka tengslin og búa til nýja þræði milli landanna. Ég held að okkur hafi tekist það vel. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga Íslendinga á auknum tengslum við Svíþjóð en annars hefði þetta ekki verið mögu- legt.“ sighvatur@frettabladid.is Árangur Íslands umtalaður í Svíþjóð Sænski sendiherrann á Íslandi segir ástandið í Svíþjóð vera að batna. Stóru mistökin hafi verið að vernda ekki aldraða á hjúkrunar- heimilum. Sendiherrann, sem yfirgefur Ísland í haust, stendur í dag fyrir rafrænum hátíðarhöldum vegna þjóðhátíðardags Svía. Slakað verður á ferðatakmörkunum vegna COVID-19 faraldursins innanlands í Svíþjóð um næstu helgi. MYND/EPA STJÓRNMÁL Mótmælaaldan sem hefur riðið yfir Bandaríkin hefur orðið til þess að öryggisverðir Hvíta hússins hafa víggirt aðsetur for- setans. Trump steig hins vegar út fyrir girðinguna í gær og ræddi við blaðamenn. Þar sagðist hann von- ast til þess að George Floyd sem lést eftir ofbeldi af hálfu lögreglumanns liti niður frá himnum og sæi hversu frábær dagur þetta væri fyrir Banda- ríkin. Aðaláherslan í máli Trumps var hins vegar að fagna því að farið væri að rofa til í efnahagsmálum eftir erf- iða daga í kórónaveirufaraldrinum og að atvinnuleysi færi minnkandi. „Lögreglan á að koma fram við borgara landsins á sama hátt í aðgerðum sínum óháð kynþætti, litarhætti, kyni eða stöðu. Það verða allir að njóta sanngirni þegar lög- reglan er að beita valdi sínu. Þetta má ekki gerast aftur. Vonandi er George að horfa niður til okkar og lítur það sömu augum og við, að ástandið horfi til betri vegar og það séu frábærir hlutir að gerast á banda- rískri grundu.“ Þá gaf hann sér einnig tíma til þess að hrósa og þakka lögreglumönnum fyrir þeirra störf á erfiðum og við- sjárverðum tímum. Atburðir síðustu daga hafa vakið hörð viðbrögð en stór fyrirtæki, framámenn í viðskiptalífinu og íþróttum hafa á einn eða annan hátt stutt baráttu þeldökkra fyrir rétt- inum til að fá líf sitt metið að sömu verðleikum og annarra. Þannig sagði NFL-leikmaðurinn Drew Breesp í gær að leikmenn deildarinnar yrðu að gera meira en að tala um hlutina og láta verkin tala. „Núna verðum við að taka á þessu vandamáli með raunveruleg- um aðgerðum í stað þess að koma með endurteknar yfirlýsingar um að eitthvað verði að gera. Þegar samfélag þeldökkra ræðir um þær þjáningar sem þeir þurfa að þola þurfum við virkilega að hlusta og gera eitthvað,“ segir Breesp en hann og kollegar hans í deildinni sem og annars staðar í íþróttaheiminum hafa mótmælt birtingarmynd kyn- þáttafordóma sem lögregluof beldi í garð þeldökkra er með því að krjúpa á annað hnéð við ýmiss konar aðstæður. – hó Bandaríkjaforseti segir landið vera að rísa aftur Trump kom út úr víggirtu Hvíta húsinu til að tala við blaðamenn. MYND/AFP Eftir því sem ég veit best hefur ekkert sendiráð Svíþjóðar nokkurs staðar eða nokkurn tímann haldið svona upp á þjóð- hátíðardag- inn. Håkan Juholt, sendiherra 6 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.