Fréttablaðið - 06.06.2020, Side 23

Fréttablaðið - 06.06.2020, Side 23
manni að skerpa fókus, sem er held- ur betur gott þegar við reynum að stilla hugann.“ Nú á sunnudaginn stendur Kamilla fyrir viðburði í Ljós- heimum sem hún kallar KakóRó og segir hún viðburðinn vera fyrir alla þá sem vilja fá smá ró í líf sitt og prófa eitthvað nýtt. „Þetta er bæði fyrir byrjendur og þá sem iðka hug- leiðslu, jóga eða hvers konar sjálfs- vinnu. Ég held reglulega viðburði fyrir fólk til að njóta hvíldar og hlúa að sér.“ Kamilla hefur staðið fyrir slíkum viðburðum undanfarin fjögur ár og segir þá breytast eftir því sem hún sjálf læri meira. „Kakóið hefur þó VIÐ ERUM Í RAUN BARA GANGANDI VATNSPOKAR ENDA UM 70 PRÓSENT VATN OG ÞVÍ GETUR HLJÓÐ HAFT MIKIL ÁHRIF Á OKKUR. Heilnæmt kakóið fær Kamilla alla leið frá Gvatemala. MYND/AÐSEND tónar, hljóð og tónlist notuð til að bæta líkamlega og andlega heilsu og vellíðan. „Við þekkjum það lík- lega öll að tónlist getur haft mikil tilfinningaleg áhrif á okkur, fengið okkur til að gráta eða vilja dansa. Hún er einfaldlega það kraftmikil og tónheilun er ekki ný af nálinni, en bæði Grikkir og Egyptar til forna notuðu tónheilun sérstaklega til að kanna andlegar víddir og komast nær sjálfinu. Jógar og ýmsir and- legir iðkendur hafa svo ómað og kyrjað um aldir alda, til að róa og hreinsa hugann. Hljóð eða tíðni hafa áhrif á efni, sér í lagi vatn. Við erum í raun bara gangandi vatnspokar, enda um 70 prósent vatn og því getur hljóð haft mikil áhrif á okkur. Fólk finnur virkilega fyrir hljóðunum sem notuð eru í hljóðbaði um allan lík- amann. Rannsóknir sýna til dæmis fram á að tónlist og tónheilun geta styrkt ónæmiskerfið, dregið úr streitu og bætt svefn.“ En hvað er hljóðbað? „Í hljóðbaði skapa ég hljóðheim með aðstoð kristalsskála, gongs og fleiri hljóðgjafa til að hjálpa fólki að slaka á, njóta hvíldar og tengja sig inn á við. Svo nota ég hreint kakó frá Gvatemala, öndunaræfingar og ýmislegt, til að gera fólki kleift að gefa eftir inn í slökunina. Hver og einn liggur á sinni dýnu, undir teppi og hefur tækifæri til að núllstilla sig og finna fyrir friðsæld. Hljóðböð eru mjög róandi. Alla vega þau sem ég geri,“ segir Kamilla í léttum tón. Kakó er flóknasta baun jarðar Kakódrykkja hefur verið vinsæl í tengslum við ýmiss konar slökun og áhrif þess dásömuð, og er þá um að ræða hreint kakó, en eins og fyrr segir notar Kamilla kakó frá Gvatemala. „Um er að ræða hreinan kakómassa sem er eins lítið unn- inn og mögulegt er, til að viðhalda næringarefnum og virkum efnum. Kakóbaunin er einhver f lóknasta baun sem vex á jörðinni, er blóð- flæðisaukandi, hefur jákvæð áhrif á úthald og orku, minnkar bólgur, ýtir undir framleiðslu á gleðiboð- efninu serótónín, lækkar streitu- hormónið kortisól og örvar vel- líðunarstöðvar í heilanum og framleiðslu á endorfíni. Að auki inniheldur það króm, theobromine, mangan, sink, kopar, járn, C-vítamín, omega-6 fitusýrur og trýptófan, svo eitthvað sé nefnt af þeim fjölmörgu efnum sem kakóið inniheldur,“ segir Kamilla og heldur áfram; „Í menningu Maya- fólksins í Mið-Ameríku hefur kakó og kakóplantan gegnt veigamiklu hlutverki í árþúsundir og hlotið nafnbótina fæða guðanna. Það má rekja kakódrykkju 4.200 ár aftur í tímann og því tími til kominn að þessi dásemdardrykkur rati til Íslands.“ Dásamleg viðbót Kamilla er sannfærð um áhrifamátt kakósins og er viss um að það hjálpi til við slökun líkamans. „Það er stút- fullt af magnesíum og það er bara þannig að áður en hugurinn getur farið að slaka á, verður líkaminn að geta slakað á. Kakóið er til dæmis dásamleg viðbót við hugleiðslu þar sem það inniheldur efni sem hjálpa alltaf verið rauður þráður í því sem ég geri. Svo er ég líka með hlaðvarp með vinkonu minni sem heitir Leiðin að sjálfinu og þar ræðum við alls kyns andleg viðfangsefni eins og heilun og kakó. Það má finna á Spotify og Apple Podcasts.“ Eins og fyrr segir fer KakóRó fram í Ljósheimum, sem er andleg miðstöð í Borgartúni 3. „Þar er hægt að iðka jóga, fara í hljóðbað, kaupa kristalla, fara í heilun og nudd. Ljós- heimar eru sannkölluð vin í Borgar- túninu,“ segir Kamilla að lokum. Allar upplýsingar um viðburði Kamillu má finna á kako.is og frek- ari upplýsingar um starfsemi í Ljós- heimum má finna á ljosheimar.is. Styrktarsjóður Lyfju hefur opnað fyrir umsóknir. Markmið sjóðsins er að veita styrki til heilsueflandi verkefna sem stuðla að auknum lífsgæðum landsmanna eða hafa forvarnargildi. Við hvetjum alla áhugasama aðila að sækja um á lyfja.is/styrkir Umsóknarfrestur er til 1. ágúst 2020. Verslanir Lyfju eru um allt land - lyfja.is Aukin lífsgæði – lengra líf H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 23L A U G A R D A G U R 6 . J Ú N Í 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.