Fréttablaðið - 06.06.2020, Page 33

Fréttablaðið - 06.06.2020, Page 33
Auðkenni leitar að kerfisstjóra sem hefur góða þekkingu á rekstri kerfa og býr yfir frumkvæði til að finna nýjar lausnir og leiðir. Viðkomandi tekur þátt í rekstrarteymi Auðkennis og aðstoðar við innleiðingar nýrra kerfa. Kerfi Auðkennis eru mörg og keyra á mismunandi stýrikerfum og gagnagrunnum. Undirliggjandi vélbúnaður keyrir VMware og keyra flest kerfi í tveimur vélarsölum. Stýrikerfi sem eru í rekstri eru Linux (Debian), Windows netþjónar og HSM frá Safenet/Thales Group. KERFISSTJÓRI Hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði eða sambærileg menntun • Þekking á Windows / Linux • Þekking á gagnagrunnum SQL • Þekking á PKI, SAML, Oauth og VMware er kostur • Þekking á LOG málum er kostur (elastic search, Kibana, syslog o.s.frv.) • Góð samskiptafærni • Frumkvæði og drifkraftur Verkefni tengjast m.a. eftirfarandi kerfum: • Mobile skilríkjakerfi með um 230.000 notendum • CA Pki kerfi (skilríkjakerfi) • Skráningarkerfi notað af yfir 700 fulltrúum • Eftirlitskerfi • Ýmsir vefþjónar og vefþjónustur • Rekstur rafrænna skilríkja á símum Auðkenni var stofnað í september árið 2000 vegna vaxandi krafna fjármála- og fjarskiptafyrirtækja um aukið öryggi í rafrænum viðskiptum. Auðkenni býður jafnt einstaklingum sem fyrirtækjum upp á fjölbreytilegar lausnir sem allar veita öryggi í rafrænum samskiptum og byggja upp traust og trúnað milli aðila. Öryggislausnir Auðkennis eru bæði íslenskar lausnir, þróaðar af fyrirtækinu sjálfu, og alþjóðlegar lausnir sem sniðnar eru að íslenskum aðstæðum. Umsóknarfrestur er til og með 15. júní nk. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is. Krónan leitar að kraftmiklum leiðtoga til að leiða öflugan hóp starfsmanna á spennandi tímum mikilla áskorana. Krónan hefur verið leiðandi í þeirri þróun sem verið hefur á smásölumarkaði á Íslandi á undanförnum árum og áframhaldandi áskoranir eru framundan. Við leitum að stjórnanda sem hefur þor og kraft til að leiða fyrirtækið áfram inn í framtíðina en Krónan er skipuð framúrskarandi starfsfólki sem býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á íslenskum smásölumarkaði. Krónan er dótturfélag Festi hf og situr framkvæmdastjóri Krónunnar í framkvæmdastjórn Festi. FRAMKVÆMDASTJÓRI Hæfni og eiginleikar framkvæmdastjóra: • Háskólamenntun • Brennandi áhugi á smásölumarkaði • Framtíðarsýn og stefnumótandi hugsun • Mikil reynsla af stjórnun og geta til að skapa liðsheild • Færni og vilji til að vinna í hóp • Framúrskarandi samskiptahæfileikar Krónan er lágvöruverslun sem leggur áherslu á ferskvöru. Krónuverslanir hafa verið starfræktar á Íslandi síðan árið 2000. Krónan er hluti af Festi, sem er leiðandi afl í smásölu á Íslandi. Hjá Krónunni starfa um þúsund starfsmenn og öll félög Festi eru með jafnlaunavottun, sem þýðir að starfsfólk sem vinnur jafnverðmæt störf fær jafnmikið greitt. Krónan leggur mikið uppúr samfélagslegri ábyrgð og eru umhverfismál og lýðheilsumál mikilvægur hluti starfseminnar. Umsóknarfrestur er til og með 15. júní nk. Nánari upplýsingar veitir: Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is. Mest lesna atvinnublað Íslands* Atvinnublaðið Sölufulltrúar: Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625, Viðar Ingi Pétursson, vip@frettabladid.is 550 5626 *Neyslukönnun Gallups 2018, allt land, 18-80 ára

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.