Fréttablaðið - 06.06.2020, Qupperneq 35
Laus staða málstjóra á fjölskyldusviði
Undir fjölskyldusvið heyra félagsþjónusta, málefni
aldraðra, málefni fatlaðra, æskulýðsmál, forvarnarmál,
leik-, grunn- og tónlistarskóli og íþrótta- og tómstundamál.
Markmið sviðsins er meðal annars að stuðla að farsæld
barna í barnvænu, heilsueflandi og valdeflandi samfélagi.
Málstjóri sér um að börn og foreldrar hafi greiðan aðgang
að samþættri þjónustu við hæfi og stýrir þróunarverkefni
um samþættingu skóla og velferðarþjónustu í anda
snemmtækrar íhlutunar. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri
fjölskyldusviðs og er starfið laust frá 1. ágúst n.k.
Laun eru skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitar-
félaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsækjendur eru
beðnir um að senda umsókn á netfangið
borgarbyggd@borgarbyggd.is. Umsókn fylgi yfirlit yfir
nám og fyrri störf og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi
í starfið.
Nánari upplýsingar veitir Anna Magnea Hreinsdóttir,
sviðsstjóri fjölskyldusviðs, sími 433-7100.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Veitir ráðgjöf og upplýsingar um þjónustu í þágu
farsældar barns samkvæmt óskum foreldra, skóla og/eða
barns
•
•
Aðstoðar við að tryggja aðgang að mati og/eða
greiningu á þörfum barns
Ber ábyrgð á og leiðir stuðningsteymi og gerð
stuðningsáætlunar
• Fylgir því eftir að þjónusta sé veitt í samræmi við
stuðningsáætlun
• Veitir þeim sem sitja í stuðningsteymi ráðgjöf og
upplýsingar um samþættingu þjónustu í þágu
farsældar barns
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem
kennslufræði, þroskaþjálfafræði, félagsráðgjöf eða
sálfræði
• Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi æskileg
• Reynsla af starfsemi skóla-og/eða félagsþjónustu
æskileg
• Frumkvæði í starfi, skipulagshæfileikar og sjálfstæð
vinnubrögð
• Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
Umsóknarfrestur er til og með 22. júní n.k.
borgarbyggd.is
Sviðsstjóri fjármála- og
stjórnsýslusviðs
Nánari upplýsingar:
Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is)
Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is)
Umsóknarfrestur: 21. júní 2020.
Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is.
Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem í stuttu máli er gerð grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í
starfi. Launakjör taka mið af kjarasamningi BHM við Samband íslenskra sveitarfélaga. Samkvæmt samþykktum um stjórn
sveitarfélagsins ræður sveitarstjórn sviðsstjóra.
Samkvæmt jafnréttisstefnu Húnaþings vestra eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Húnaþing vestra auglýsir laust til umsóknar starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs sveitarfélagsins.
Sviðsstjóri heyrir beint undir sveitarstjóra og er staðgengill hans. Um er að ræða 100% starf og er
æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Leitað er að einstaklingi sem hefur frumkvæði og aðlögunarhæfni að síbreytilegum aðstæðum og
fjölbreyttum verkefnum. Mikilvægt er að viðkomandi geti unnið vel í liði, ásamt því að vera sjálfstæður í
starfi. Viðkomandi þarf að vera skipulagður og hafa gott vald á íslenskri tungu.
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi,
framhaldsmenntun æskileg
• Reynsla af rekstri og stjórnun
• Leiðtogahæfileikar
• Frumkvæði og skipulagshæfileikar
• Reynsla af opinberri stjórnsýslu
• Góð færni í mannlegum samskiptum
• Gott vald á íslensku í ræðu og riti
• Hreint sakavottorð
• Yfirmaður fjármála- og stjórnsýslusviðs sveitarfélagsins
• Staðgengill sveitarstjóra
• Umsýsla fundarboða, fundargerða og afgreiðsla erinda
byggðarráðs og sveitarstjórnar
• Daglegur rekstur skrifstofu sveitarfélagsins
• Ábyrgð á uppfærslum á samþykktum, reglum og
gjaldskrám sveitarfélagsins
• Fjármálastjórnun og úrvinnsla fjárhagsupplýsinga
• Ábyrgð á fjárhagsáætlanagerð og vinnu við ársreikninga
• Umsjón með menningar- og atvinnumálum í samstarfi við
sveitarstjóra
Sveitarfélagið var stofnað árið 1998 við
sameiningu hinna sjö gömlu hreppa
Vestur-Húnavatnssýslu og árið 2012
stækkaði það með sameiningu þess við
fyrrum Bæjarhrepp í Strandasýslu. Íbúar
sveitarfélagsins eru 1.222 talsins.
Þéttbýliskjarnar eru þrír í sveitarfélaginu.
Hvammstangi, Laugarbakki og Borðeyri.
Hvammstangi er stærstur þeirra með
ríflega 600 íbúa og þar er að finna alla
helstu þjónustu og atvinnustarfsemi
héraðsins. Um helmingur íbúa
sveitarfélagsins býr í dreifbýli og er
landbúnaður ein helsta meginstoð
atvinnuuppbyggingar sveitarfélagsins.
Húnaþing vestra er fjölskylduvænt
samfélag með hátt þjónustustig og
metnaðarfullt starf fer fram í leik-,
grunn- og tónlistarskóla. Aðstaða til
íþróttaiðkunar er mjög góð og er mikið
framboð af íþrótta- og tómstundastarfi.
Hjá sveitarfélaginu starfa 130 starfsmenn.
Nánari upplýsingar má finna á:
www.hunathing.is
Menntunar- og hæfniskröfur: Helstu verkefni og ábyrgð: