Fréttablaðið - 06.06.2020, Side 66

Fréttablaðið - 06.06.2020, Side 66
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Bærinn Krókur var endur-byggður úr torf bæ á fyrri hluta 20. aldar, en elsti hluti hans er frá árinu 1923. „Ég kom sjálf inn í bæinn í fyrsta sinn í gær, en honum svipar mjög til húsanna í Árbæjarsafni,“ segir Ólöf Hulda Breiðfjörð, en hún hefur nýlega hafið störf sem fyrsti menningarfulltrúi Garðabæjar. „Krókur á Garðaholti er lítill bárujárnsklæddur burstabær, en búið var í bænum þar til 1985. Bærinn var svo gefinn Garðabæ og hann gerður upp, en innanstokks- munir eru allir komnir frá fyrrum íbúum Króks. Bærinn sýnir mjög vel hvernig alþýðufólk bjó á fyrri hluta 20. aldar. Það sem er einstakt við Krók er að þú ert bara komin upp í sveit þegar þú kemur að bænum.“ Fyrstu árin bjó ekkjan Jóhanna Jóhannsdóttir í Króki ásamt sex börnum og móður sinni. Krókur var stækkaður árið 1934 þegar Þorbjörg Stefanía Guðjónsdóttir f lutti þangað með fjölskyldu sína, fjögur börn og Guðrúnu tengda- móður sína. Bóndi Þorbjargar, Vilmundur Gíslason, lá þá á Land- spítalanum með berkla og var ekki hugað líf, en sneri aftur í faðm fjölskyldunnar eftir tveggja ára sjúkralegu. Þorbjörg og Vilmundur voru síðustu ábúendur í Króki. Þau áttu kýr, hænsni og kindur og ræktuðu grænmeti í matjurtagarðinum við Krók. Auk þess unnu þau bæði úti og á meðan annaðist Guðrún börnin. Þegar Þorbjörg lést árið 1985 buðu börn og barnabörn þeirra Vilmundar Garðabæ að eignast Sveitasæla við bæjarmörkin Krókur er burstabær í Garðahverfi í Garðabæ. Þar var búið til 1985 og er bærinn gott dæmi um húsakost alþýðufólks snemma á 20. öld. Bærinn er opinn almenningi alla sunnudaga í sumar. Húsmunum er raðað þannig að allt stendur eins og í tíð síðustu ábúenda. Bærinn er opinn almenningi á sunnudögum í sumar. húsin ásamt innbúi, gegn því að Krókur yrði varðveittur. Krókur var tekinn í gegn árið 1998 og yngstu dætur hjónanna höfðu umsjón með hvernig húsmunum var raðað, þannig að allt stendur eins og í tíð móður þeirra. „Öll húsgögn og munir í Króki voru í eigu síðustu ábúenda og er ómetanlegt að bæði híbýli og innbú hafi þannig varðveist sem heild. Krókur er gott dæmi um húsakost og lifnaðarhætti alþýðu- fólks í þessum landshluta á fyrri hluta 20. aldar,“ segir Ólöf. „Það er ratleikur í boði sem hjálpar krökkum að átta sig á alls konar hlutum sem voru bara daglegt brauð í gamla daga og svo er yndislegt að fá sér nesti úti á túni eða inni í hlöðu og gera bara sveitadag við bæjarmörkin úr ferðinni.“ Safnið verður opið á sunnu- dögum í júní, júlí og ágúst, á milli klukkan 13 og 17. Einnig er opið þar á sérstökum tyllidögum svo sem 17. júní og gert er ráð fyrir að opið verði á safnanótt. Á morgun verður húsið opið í fyrsta sinn í sumar og safnvörðurinn Rúna Knútsdóttir Tetzchner verður á staðnum og veitir leiðsögn. Það er ratleikur í boði sem hjálpar krökkum að átta sig á alls konar hlutum sem voru bara daglegt brauð í gamla daga. Ólöf Hulda Breiðfjörð Óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . J Ú N Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.