Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.06.2020, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 06.06.2020, Qupperneq 66
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Bærinn Krókur var endur-byggður úr torf bæ á fyrri hluta 20. aldar, en elsti hluti hans er frá árinu 1923. „Ég kom sjálf inn í bæinn í fyrsta sinn í gær, en honum svipar mjög til húsanna í Árbæjarsafni,“ segir Ólöf Hulda Breiðfjörð, en hún hefur nýlega hafið störf sem fyrsti menningarfulltrúi Garðabæjar. „Krókur á Garðaholti er lítill bárujárnsklæddur burstabær, en búið var í bænum þar til 1985. Bærinn var svo gefinn Garðabæ og hann gerður upp, en innanstokks- munir eru allir komnir frá fyrrum íbúum Króks. Bærinn sýnir mjög vel hvernig alþýðufólk bjó á fyrri hluta 20. aldar. Það sem er einstakt við Krók er að þú ert bara komin upp í sveit þegar þú kemur að bænum.“ Fyrstu árin bjó ekkjan Jóhanna Jóhannsdóttir í Króki ásamt sex börnum og móður sinni. Krókur var stækkaður árið 1934 þegar Þorbjörg Stefanía Guðjónsdóttir f lutti þangað með fjölskyldu sína, fjögur börn og Guðrúnu tengda- móður sína. Bóndi Þorbjargar, Vilmundur Gíslason, lá þá á Land- spítalanum með berkla og var ekki hugað líf, en sneri aftur í faðm fjölskyldunnar eftir tveggja ára sjúkralegu. Þorbjörg og Vilmundur voru síðustu ábúendur í Króki. Þau áttu kýr, hænsni og kindur og ræktuðu grænmeti í matjurtagarðinum við Krók. Auk þess unnu þau bæði úti og á meðan annaðist Guðrún börnin. Þegar Þorbjörg lést árið 1985 buðu börn og barnabörn þeirra Vilmundar Garðabæ að eignast Sveitasæla við bæjarmörkin Krókur er burstabær í Garðahverfi í Garðabæ. Þar var búið til 1985 og er bærinn gott dæmi um húsakost alþýðufólks snemma á 20. öld. Bærinn er opinn almenningi alla sunnudaga í sumar. Húsmunum er raðað þannig að allt stendur eins og í tíð síðustu ábúenda. Bærinn er opinn almenningi á sunnudögum í sumar. húsin ásamt innbúi, gegn því að Krókur yrði varðveittur. Krókur var tekinn í gegn árið 1998 og yngstu dætur hjónanna höfðu umsjón með hvernig húsmunum var raðað, þannig að allt stendur eins og í tíð móður þeirra. „Öll húsgögn og munir í Króki voru í eigu síðustu ábúenda og er ómetanlegt að bæði híbýli og innbú hafi þannig varðveist sem heild. Krókur er gott dæmi um húsakost og lifnaðarhætti alþýðu- fólks í þessum landshluta á fyrri hluta 20. aldar,“ segir Ólöf. „Það er ratleikur í boði sem hjálpar krökkum að átta sig á alls konar hlutum sem voru bara daglegt brauð í gamla daga og svo er yndislegt að fá sér nesti úti á túni eða inni í hlöðu og gera bara sveitadag við bæjarmörkin úr ferðinni.“ Safnið verður opið á sunnu- dögum í júní, júlí og ágúst, á milli klukkan 13 og 17. Einnig er opið þar á sérstökum tyllidögum svo sem 17. júní og gert er ráð fyrir að opið verði á safnanótt. Á morgun verður húsið opið í fyrsta sinn í sumar og safnvörðurinn Rúna Knútsdóttir Tetzchner verður á staðnum og veitir leiðsögn. Það er ratleikur í boði sem hjálpar krökkum að átta sig á alls konar hlutum sem voru bara daglegt brauð í gamla daga. Ólöf Hulda Breiðfjörð Óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . J Ú N Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.