Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.06.2020, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 06.06.2020, Qupperneq 76
Við tókum ákvörðunina nokkuð snemma um að af lýsa ekki hátíðinni og tilkynna dagskrána. Okkur fannst sú ákvörð-un ekki djörf þá, en hún virkaði djarfari eftir því sem leið á vorið,“ segir Vigdís Jakobsdóttir list- rænn stjórnandi Listahátíðar í Reykja- vík 2020, sem hefst í dag. Hátíðin hefur venjulega staðið yfir í um þrjár vikur en mun að þessu sinni teygja sig út árið. „Það syrti aðeins í álinn eftir því sem leið á og við fórum að velta fyrir okkur hvort þetta hefði nú verið skynsamlegt,“ segir Vigdís. „Svo núna er aftur farið að birta til og okkur sýnist þetta allt eiga að geta gengið.“ Vigdís segir að þrátt fyrir að breyttar kringumstæður geti verið erfiðar, þá felist einnig í þeim vissir kostir. „Það skapast aukið andrými í kringum við- burðina. Vegna þess að opnunarhelgin verður ekki jafn stór í sniðum og hún hefði verið, þá fær hver atburður meira svigrúm til að njóta sín.“ Þá séu einnig vissir atburðir sem henti betur á mis- munandi árstímum. „Wagner óperan sem átti að vera núna í upptaktinum fyrir hátíðina færist yfir til vetrar, og það hentar henni kannski bara betur.“ COVID-faraldurinn sjálfur hefur líka sett annan blæ á vissa viðburði. „Þetta breytir rosalega hvernig maður les í hlutina og hvernig listafólk hugsar,“ segir Vigdís og nefnir sem dæmi verkið Innsetningu sem verður opnað í IÐNÓ í dag. „Listamennirnir voru búnir að móta hugmyndina að þessu löngu fyrir COVID, en verkið hefur tekið á sig aðra mynd vegna faraldursins.“ Í dag verða þrjár sýningar á hátíðinni opnaðar. Þær eru ljósmyndasýningin Vitni eftir Christopher Lund í Ljós- myndasafni Reykjavíkur, Innsetning í IÐNÓ og fyrri hluti samsýningarinnar Common Ground í SÍM-salnum, Hafn- arstræti 16. Næstu viðburðir hátíðarinn- ar verða svo síðar í júní, og geta áhuga- samir kynnt sér dagskrána á heimasíðu Listahátíðarinnar, www.listahatid.is. arnartomas@frettabladid.is Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Lára Árnadóttir, umsjón útfara Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Sími · 567 9110 · utfarir@utfarir.is · www.utfarir.is Stofnað 1990 Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gissur Þór Sigurðsson húsasmíðameistari, Fífusundi 1, Hvammstanga, lést 1. júní á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Hvammstanga. Útförin verður auglýst síðar. Guðrún Valgerður Árnadóttir Lukka S. Gissurardóttir Þorkell Helgason Ragna Gissurardóttir Larsen Kristján R. Larsen Sunneva Gissurardóttir Sigurrós Gissurardóttir Arnþór Stefánsson Árni Jón Gissurarson Laufey Þórðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Christopher Lund beinir athygli að ferðamanninum í sýningunni Vitni. Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík. Hvað er hér á seyði? Baldur Helgi Snorrason er listamaðurinn sem sést hér gægjast inn í Sérstæðu, innsetningu sem verður opnuð í Iðnó í dag. Aukið andrými á afmæli Listahátíðar í Reykjavík Listahátíð í Reykjavík hefst í dag. Hátíðin, sem fagnar 50 ára afmæli, verður með öðru sniði en venjulega og mun teygja sig út allt árið. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar segir að breyttum kringumstæðum fylgi áskoranir, en jafnramt ýmsir óvæntir kostir. Þessi hárbrúskur er hluti af sýningunni Com’on sem er fyrsti hluti sýningarinnar Common Ground. Ástkær faðir, afi, bróðir, frændi og vinur okkar, Friðmar Pétursson frá Gili, Fáskrúðsfirði, sem lést 9. apríl sl. verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju, 12. júní kl. 13.00. Una Sjöfn, Sindri Þór, Hjördís Lilja Anna Þóra Pétursdóttir Björgvin Baldursson Jóhannes Marteinn Pétursson Sigurður Ágúst Pétursson Fjóla Sesselja Þorsteinsdóttir Pétur Einar Pétursson Herdís Pétursdóttir Kristmann E. Kristmannsson Haraldur Leó Pétursson Michaela Schinnerl fjölskyldur og Hildur Ársælsdóttir. Vegna þess að opnunarhelgin verður ekki jafn stór fær hver atburður meira svigrúm til að njóta sín. Merkisatburðir 1523 Gústaf Vasa er kosinn konungur Svíþjóðar. 1584 Guðbrandsbiblía er gefin út á Hólum. 1644 Mansjúríumenn hertaka Peking. 1654 Karl 10. Gústaf tekur við embætti Svíakonungs. 1859 Nýlendan Queensland er stofnuð í Ástralíu. 1915 Íþróttafélagið Þór er stofnað á Akureyri. 1925 Walter Percy Chrysler stofnar bílafyrirtækið Chrysler. 1933 Fyrsta bílabíóið er opnað í New Jersey í Bandaríkjunum. 1946 NBA-deildin í körfubolta er stofnuð. 1982 Ísrael gerir innrás í Líbanon. 6 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R36 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.