Fréttablaðið - 06.06.2020, Page 80

Fréttablaðið - 06.06.2020, Page 80
Sigurður Gauti er með nokkuð ákveðin framtíðarplön en þegar hann verður fullorðinn ætlar hann að keyra bíl, vinna í Elko, Bónus og IKEA. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sigurður Gauti Einarsson er fimm ára gamall Hafnfirðingur sem er við það að útskrifast úr leikskóla. Hann á sjö ára gamlan bróður, Óliver, og svo á hann lítinn hvolp sem heitir Yrja. Sigurður veit hvað hann vill gera þegar hann verður stór. Hvernig er lífið hjá þér þessa dag­ ana, Sigurður? „Bara fínt.“ Hver eru helstu áhugamálin þín? „Að fara á trampólín, í Rush og í sund og íþróttir.“ Hvort er skemmtilegra, körfubolti eða fótbolti? „Körfubolti.“ Með hvaða liði heldurðu í körfu­ bolta? „Haukum. Sama liði og pabbi.“ Hvað viltu helst gera þegar þú verður stór? „Keyra bíl. Vinna í Elko, Bónus og IKEA.“ Ég frétti að þú færir oft í kodda­ slag við pabba þinn, hvor vinnur oftast? „Pabbi.“ Hvað ætlarðu að gera í sumar? „Setja trampólín í garðinn.“ Hvað er það skemmtilegasta við sumarið? „Að fara á trampólín og líka horfa á ofurhetjumyndina með Hulk og Spiderman.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Krabbapylsur og takkó.“ Einhver matur sem þér f innst vondur? „Brokkolí. Þá verður mér illt í hálsinum, hann stíflast.“ Hvaða sjónvarpsþættir eru í uppá­ haldi? „Hákarlinn og hundurinn (Zig&Sharko) og Power Rangers.“ Draumurinn að vinna í Elko „Hér er sko alvöru stafasúpa Róbert,“ sagði Lísaloppa. „Þetta er orðarugl og við eigum að nna orðin sem eru falin í gátunni. En við þurfum að passa okkur,“ bætti hún við íbyggin. „Því orðin geta líka verið skrifuð lóðrétt, nú eða á ská.“ Róbert horfði á orðaruglið drykklanga stund. „Og hvaða orð á ég að nna?“ spurði hann vonleysislega og bætti við. „Þetta er bara hrærigrautur af stöfum?“ „Það eru falin níu orð tengd sumri í gátunni,“ sagði Lísaloppa. „Hvaða orð eru það, það eru til óteljandi orð tengd sumri á íslensku,“ sagði Róbert og var við það að gefast upp áður en þau voru einu sinni byrjuð að leita. „Orðin sem við eigum að nna eru: býugur, sól, heyskapur, frí, ferðalag, farfuglar, sumarnætur og blóm,“ sagði Lísaloppa. „En þetta eru bara átta orð, þú sagðir að við ættum að nna níu orð?“ Róbert varð æ ringlaðri á þessu stafarugli. „Já,“ sagði Lísaloppa. „Það er eitt leyniorð og við þurfum að nna hvaða orð það er.“ Róbert horfði vonleysislega á orðaruglið. „Allt í lagi, förum að leita.“ Konráð á ferð og ugi og félagar 406 K Ð Í N L Ú R É S M L Ú N X F V K A L B H Í Í D N Á Í M N G U Y B Ó M É M J F Á X P V Y K U G T Ð O H Á M Ý Í H A E O V Í Á Ð G Ú P Í D T I B E D I A É U É Ó Y J D P N K U D N B N U E Y Í R F R T D U F V J F Í E N I L L D I J S I F I Ó N Ð L H D R P I Ð O A O S V S L K K Y Í É M Æ Í A R Á S S F G O L U Y G Ó A S Ý S Ó L V T Á B Ý L Ð U K Í E A Ó N E P Í Í U P T Ð Ó U P R X Ó L Ð Ó D U R Ó P U L Ý Ð S Ó H N U R N P E Ú Í H Ð G H A U R U Ý G J D L Ó A Á O E Á S P H É Á J S P F T F A R F U G L A R Á Ú Á Ð T A U B X P O A G K Ð P V P Ú G G É U P G B M A N K Ý J R H M X G S F H J X É E Ð Ó Ý É K B Y R I G N I N G K P U G D S V Á E F Y I L D Ó B A L J G I B A G H R P Y A I L I Ó J M L X O T S I É P A B Ð P H P M E U É Ý Ó F Á T A Y N B V D S D T Ð H F Ð I G X L K B R X É P K K Í H Ý O G K É R V I U B F E R Ð A L A G O O B Ú E M L X Í Ð Ð R I Á Á Á L F É T M R N X X V G N Ó G Getur þú fundið þessi níu orð og h vert skildi leynio rðið vera? ? ? ? Lausn á gátunni Níunda orðið sem vantar er rigning? ÞAÐ SKEMMTILEG- ASTA VIÐ SUMARIÐ ER AÐ FARA Á TRAMPÓLÍN, Í RUSH OG Í SUND OG ÍÞRÓTTIR.“Heiðlóan er oftast bara kölluð lóa. Hún kemur hingað til lands í lok mars eða byrjun apríl. Þá hefur hún flogið alla leið frá Vestur-Evr- ópu þar sem hún býr á veturna. Hér á landi er komu lóunnar fagnað sem merki þess að vorið og sumarið nálgast. Hún er orðin tákn fyrir vorið og oft kölluð vor- boðinn. Kvenkyns og karlkyns lóur eru nánast eins að lit; Dökk með gulum dílum að ofan en svört að neðan og á vöngum. Á milli þess er breið hvít s-laga rönd. Hvað étur lóan? Lóa étur aðallega skordýr: ána- maðka, mýflugur, áttfætlur, skor- dýralirfur og snigla, en á sumrin étur hún líka ber. Lóan er alfriðuð á Íslandi sem þýðir að það má aldrei veiða hana. Lóan verpir í seinnihluta maí og oftast eru eggin fjögur. Hún býr ekki til stórt hreiður heldur bara laut úr grasstráum og laufblöðum í grasi eða móa. Mamman og pabbinn skiptast á að liggja á eggjunum í um það bil þrjár vikur en þá brjótast litlu ungarnir út. Lóan flýgur hratt og hleypur líka hratt þegar hún er niðri á jörðinni. Þekktustu hljóð lóunnar eru söngurinn á varptímanum „dírrin- dí“ eða „dýrðin-dýrðin,“ sem hún syngur bæði sitjandi og á flugi. Fugl dagsins Lóa – vorboðinn ljúfi Komu lóunnar er fagnað hér á landi enda talin vera til marks um að vorið og sumarið nálgist og því er hún oft kölluð vorboðinn ljúfi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR LÓAN FLÝGUR HRATT OG HLEYPUR LÍKA HRATT ÞEGAR HÚN ER NIÐRI Á JÖRÐINNI. 6 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R40 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.