Fréttablaðið - 06.06.2020, Page 84

Fréttablaðið - 06.06.2020, Page 84
SAFNAGEIRINN Í LISTUM HEFUR ÞVÍ MIÐUR EKKI BORIÐ GÆFU TIL AÐ STANDA SAMAN UM SAM- EIGINLEGA HAGSMUNI SÍNA.Leikminjasafn Íslands var stofnað árið 2003 eftir nokkurn aðdraganda. Tilgangur þess var að skrá sögulegar minjar um íslenskar sviðslistir, rannsaka þær og miðla þeim áfram með nútímalegum hætti. Nú hafa orðið vatnaskil í sögu safnsins, sem var lagt niður fyrir ári, en þá tóku Landsbókasafn Íslands og Þjóð­ minjasafn Íslands við hlutverki þess, safnkosti og eignum. Kol­ brún Halldórsdóttir var stjórnar­ formaður Leikminjasafnsins og annaðist rekstur þess síðustu árin. Stofnendur Leikminjasafnsins áttu sér þann draum að veglegt leik­ minjasafn að erlendri fyrirmynd yrði til hér á landi. Kolbrún segir að sá draumur sé að dofna. Þrefalt hlutverk Spurð um tilurð Leikminjasafnsins á sínum tíma segir hún: „Við í sviðs­ listageiranum vildum að það yrði stofnað faglegt og metnaðarfullt safn sem hefði þrefalt hlutverk. Í fyrsta lagi átti það að sinna söfnun og koma þannig í veg fyrir að það glötuðust minjar um leiklistar­ starf á Íslandi. Í öðru lagi að stuðla að rannsóknum og í þriðja lagi að miðla arfinum með nútímalegum hætti, bæði með sýningahaldi og gegnum öfluga heimasíðu. Það sem er spennandi við safna­ geirann er þetta þríþætta hlutverk safna, sem á jafnt við um söfn á listasviðinu sem öðrum sviðum. Það hefur enga þýðingu að safna bara og setja hluti í geymslu. Það er heldur ekki fullnægjandi fyrir fræðimenn og sérfræðinga að stunda rannsóknir en fá aldrei að miðla þekkingu sinni. Það er miðl­ unin á arfinum sem er svo mikilvæg og í henni felast ótal tækifæri, ekki síst á tímum stafrænnar tækni. Við sem störfuðum fyrir Leikminjasafn­ ið, og börðumst fyrir tilveru þess í tuttugu ár, höfum alltaf skynjað þessi tækifæri, en okkur tókst ekki að fá stjórnvöld með okkur í lið. Þess vegna voru aldrei nægir fjár­ munir til að stofna alvöru safn, í líkingu við þau söfn sem okkur dreymdi um og eru til í nágranna­ löndum okkar.“ Verðmætum bjargað Spurð hverju Leikminjasafnið hafi áorkað segir Kolbrún: „Okkur tókst að bjarga úr geymslum látinna leik­ húslistamanna miklum verðmæt­ um og koma þeim fyrir í geymslu­ húsnæði sem við greiddum háar upphæðir fyrir á hverju ári. Þannig tókst okkur að koma í veg fyrir að ómetanlegur arfur glataðist. Úr þessum arfi varð svo til efniviður í á þriðja tug sýninga og viðburða á 20 árum. Þegar litið er yfir þá sögu og þann fróðleik sem þannig var miðlað, þá getum við alveg borið höfuðið hátt.“ Þessi verðmæti eru nú geymd á heimasíðu safnsins og í Lands­ bókasafninu og Þjóðminjasafninu. „Við keyrðum þangað á annan tug vörubretta af kössum sem í voru meðal annars leikhandrit, dag­ bækur og úrklippubækur leikhús­ listamanna liðinnar aldar. Þar tóku sérfræðingar Landsbókasafnsins við og hafa unnið skráningarvinnu handrita og bóka, ásamt frágangi einkaskjalasafna af mikilli natni og fagmennsku. Svo hefur bóka­ safn Listaháskóla Íslands líka notið góðs af. Við sem vorum í forsvari fyrir Leikminjasafnið lögðum mikla áherslu á að ráðinn yrði sérfræð­ ingur í sviðslistum inn í Lands­ bókasafn, sem myndi starfa með Þjóðminjasafni og Landsbókasafni í að miðla þessari þekkingu sem við höfum um gengna leikhúslista­ menn og um sviðslistirnar eins og þær hafa þróast á Íslandi. Þessi sérfræðingur er að vísu ekki enn kominn til starfa, en vonir standa til að auglýst verði eftir honum með haustinu.“ Dreifðir fjármunir Spurð hvort eitthvað bendi til að leikminjasafn í eigin húsnæði muni líta dagsins ljós segir Kolbrún: „Það er ekkert á þessari stundu sem bendir til að svo verði. Það er í sjálfu sér dapurlegt en helgast af því að fjármunirnir í safnageiranum eru ekki miklir og þeir eru dreifðir. Safnageirinn í listum hefur því miður ekki borið gæfu til að standa saman um sameiginlega hagsmuni sína. Fyrir nokkrum árum gerði ég tilraun til að leiða saman krafta Kvikmyndasafns Íslands, Tón­ listarsafns Íslands og Leikminja­ safnsins, en þá var enginn vilji til þess að skoða möguleikana á sam­ starfi. Á endanum held ég samt að þessi söfn hljóti öll að ganga meira og minna í eina sæng í mjög opnu og skapandi samstarfi við höfuðsöfnin okkar. Þannig gæti orðið til faglegt og metnaðarfullt safn þar sem við getum heiðrað þá sem gengnir eru og dregið þeirra arf fram í dagsljós­ ið. Slíkt safn gæti aukið þekkingu og skilning og þar af leiðandi gert sviðslistir dagsins í dag enn betri.“ Vatnaskil í sögu Leikminjasafns Íslands Kolbrún Halldórsdóttir segir að með stofnun safnsins hafi ómetanlegur arfur varð- veist. Landsbókasafn Íslands og Þjóðminjasafn Íslands hafa tekið við hlutverkinu. „Við getum borið höfuðið hátt,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir sem annaðist rekstur Leikminjasafnsins síðustu árin. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Fimm sýningar verða opnaðar í dag, laugardaginn 6. júní kl. 12, í Listasafninu á Akureyri: Brynja Baldursdóttir Sjálfsmynd Heimir Björgúlfsson Zzyzx Jóna Hlíf Halldórsdóttir Meira en þúsund orð Samsýning Hverfandi landslag. Íslenskir og finnskir listamenn sýna þæfð verk úr ull. Snorri Ásmundsson Franskar á milli Sunnudaginn 7. júní verður lista­ mannaspjall með Jónu Hlíf Halldórs­ dóttur klukkan 14 og Önnu Gunn­ arsdóttur, sýningarstjóra, kl. 15. Fimm sýningar í Listasafni Akureyrar Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Hin árvissa jazzsumartón­leikaröð veitingahúss Jóm­frúarinnar við Lækjargötu hefst í dag,  laugardaginn 6. júní. Þetta er tuttugasta og fimmta árið í röð sem Jómfrúin býður þeim sem heyra vilja upp á ókeypis sumar­ skemmtun á laugardagseftirmið­ dögum. Eins og undanfarin ár er dagskrárgerð og kynning í höndum Sigurðar Flosasonar. Tónleikar verða alla laugardaga í júní, júlí og ágúst. Á fyrstu tónleikum sumarsins kemur hljómsveitin Staðlaráðið fram. Ari Bragi Kárason leikur á trompet, Sigurður Flosason á saxó­ fón, Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Þorgrímur Jónsson á kontra­ bassa og Einar Scheving á trommur. Þeir munu flytja fjölbreytta efnis­ skrá jazzstandarda. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúar­ torginu. Þeir hefjast klukkan 15 og standa til klukkan 17. Sumarjazz í tuttugasta og fimmta sinn Guðmundur Andri Thorsson og félagar hans f lytja efni af sólóplötu hans Ótrygg er ögurstundin í Hannesarholti klukk­ an 16.00 og 20.00 í dag, laugardag. Þetta eru frumsamin lög og textar – vísnatónlist, lágvær, hlýleg og ang­ urvær. Miðaverð er 3.000 krónur. Vísnatónlist í Hannesarholti Ari Bragi Kárason verður á Jómfrúnni ásamt félögum. 6 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R44 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.