Fréttablaðið - 06.06.2020, Page 92

Fréttablaðið - 06.06.2020, Page 92
Lífið í vikunni 31.05.20- 06.06.20 ÞETTA ER NÚ BARA TILKOMIÐ VEGNA ÞESS HVERSU HRÆRÐUR ÉG ER YFIR ÖLLUM ÞESSUM ÓTRÚLEGU VIÐBRÖGÐUM SEM VIÐ FENGUM VIÐ ÞÆTTINUM OKKAR Í SKEMMTANABANNINU. SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is Helgi Björnsson og Reiðmenn vind­anna settu svip sinn á samkomu­bannið með því að færa innilokuðum Íslendingum stuð heim í stofu með söng og gleði. Heima með Helga sló svo rækilega í gegn að þjóðin bar sig nokkuð vel þessi föstudagskvöld og gleymdi örlitla stund að úti væri stormur og él. Vilborg Halldórsdótt­ ir, eiginkona Helga ásamt völdum gestum, varð hluti af rútínu landans á föstudagskvöldum og viðtökurnar voru miklu betri en Helgi átti von á. Helgi og Reiðmennirnir ætla að fara annesja á milli og hitta lands­ menn og þakka fyrir ótrúlegar við­ tökur síðasta misserið. Félagarnir tróðu upp um síðustu helgi í Hlé­ garði þrjú kvöld í röð, en þar verða þeir einnig um helgina. Mikill áhugi var á miðunum sem fóru í sölu í vikunni. Þegar leik lýkur í Hlégarði verða hattarnir settir upp, hnakkarnir á klárana og þeyst af stað um landið. Ætla þeir félagar að byrja á Norður­ landi og fara á Húsavík, til Akureyrar og á Siglufjörð dagana 10. til 13. júní. Næsta stopp er Ísafjörður 19. júní og svo er það austurlandið: Eskifjörður, Borgarfjörður eystri, Egilsstaðir og Vopnafjörður, 25.­28. júní. „Þetta er nú bara tilkomið vegna þess hversu hrærður ég er yfir öllum þessum ótrúlegu viðbrögðum sem við fengum við þættinum okkar í skemmtanabanninu. Það er ekki hægt að taka þessu sem sjálfsögðum hlut. Fyrir bannið vorum við með dagskrá á prjónunum í Háskólabíói, sem við urðum að færa fram í ágúst en það er allt saman löngu uppselt. Okkur langaði því að fara til þeirra sem búa lengst frá borginni og eiga ekki auðvelt með að fara í það ferða­ lag. Þannig að við komum bara til þeirra og gleðjum og gefum,“ segir Helgi. Alls verða þetta 14 tónleikar á 30 dögum. „Þetta er umfangsmikið ferðalag, við erum að fara með alla hljómsveitina og hluta leikmynd­ arinnar og ætlum að skapa þessa stemningu á öllum stöðunum, Mikið rosalega hlökkum við til að sjá framan í sólbrúna Íslendinga, skælbrosandi og glaða,“ bætir Helgi við og tilhlökkunin leynir sér ekki. Miðaverði er stillt í hóf og er það sama og var í Hlégarði í Mosfellsbæ, 4.990 krónur, en miðasala fer fram á tix.is. benediktboas@frettabladid.is Helgi Björns segir takk við land og þjóð Helgi Björnsson, sem fékk þjóðina til að syngja og gleyma samkomubanninu um stund, ætlar að leggja land undir fót til að þakka viðtökurnar. Hann mun halda 14 tónleika á 30 dögum. Helgi og Reiðmenn vindanna styttu biðina í samkomubanninu svo um munaði. Viðtökurnar voru mun betri en þeir áttu von á og vilja þeir þakka öllu landinu fyrir með tónleikaröð. MYND/BJARNI GRÍMSSON Heima með Helga um landið 6. júní Mosfellsbæ 10. júní Húsavík 11. júní Akureyri 12. júní Akureyri 13. júní Siglufjörður 19. júní Ísafjörður 25. júní Eskifjörður 26. júní Borgarfjörður 27. júní Egilsstaðir 28. júní Vopnafjörður magnifique york ligne classico magnifique york ligne lassico FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 SERTA ER OPINBER SAMSTARFSAÐILI HILTON WORLDWIDE HÓTELKEÐJUNNAR Nótt fyrir tvo á Hilton Reykjavik Nordica, ásamt morgunverði og aðgangi að Hilton Reykjavik Spa, fylgir kaupum á Serta fimm stjörnu hótelrúmi. Verðmæti: 36.000 kr. 5 STJÖRNU HÓTELRÚMIN frá Serta eru framleidd til að fullnægja ýtrustu kröfum. Fjaðrandi botn gefur 5 svæða heilsudýnunni óvið jafnanlega fjöðrun og stuðning, lúxus yfirdýnan lagast að þér og þér líður eins og þú svífir. Velkomin í þitt 5 stjörnu heilsurúm, heima hjá þér – allar nætur – alltaf. CLASSICO OG YORK eru með Serta Splendid Royal heilsu dýnu frá Serta. Hún er fimm svæðaskipt pokagormadýna með góðum stuðningi við bak en mýkra gormakerfi á axla- og mjaðma svæði. Hægt er að velja um tvo stífleika á dýnunni eftir því hvað hentar hverjum og einum. Yfirdýnan er millistíf, úr kaldpressuðum svampi og vinnur vel á móti fjöðruninni í botni og dýnu. FIMM STJÖRNU LÚXUS HÓTELRÚM – HEIM TIL ÞÍN – Fimm stjörnu Hótel -rúmalínan frá Serta er kominn aftur og fæst á tilboðsverði í Betra Baki auk þess að nótt á Reykjavik Nordica ásamt morgunverði fyrir tvo og aðgangi að Hilton Reykjavik Spa fylgir kaupum á Serta fimm stjörnu hótelrúmi. Tilboðsverð, Vivant stillanlegt: 424.915 kr Verðdæmi: Vivant stillanlegt 2x80x200 cm (botn, fætur, dýna, yfirdýna og gafl) Fullt verð: 499.900 kr. (með Hilton Reykjavik Nordica kaupauka 385.000 kr.) Tilboðsverð, Classico: 296.650 kr Verðdæmi: Classico 160 x 200 cm (botn, fætur, dýna, yfirdýna og gafl) Fullt verð: 349.000 kr. (með Hilton Reykjavik Nordica kaupauka 385.000 kr.) ÁFRAM GRÍN Á ENSKU Aðstandendur grínklúbbsins The Secret Cellar hafa verið beðnir um íslenskt uppistand, fyrst túrist- arnir eru farnir í bili. Koma á til móts við þá ósk, en efnið verður þó aðallega á ensku, eins og fyrr. LISTALEIÐSÖGN Á HJÓLUM Á miðvikudaginn var boðið upp á hjólreiðatúr um Vesturbæ og Sel- tjarnarnes, þar sem öll helstu úti- listaverkin voru skoðuð. Verkefnið er samstarf Listasafns Reykjavíkur, Hjólafærni á Íslandi og Landssam- taka hjólreiðamanna. ICEDOCS Í SUMAR Heimildamyndahátíðin IceDocs fer fram á Akranesi í júlí í sumar. Fimmtudaginn síðasta var haldið upphitunarhóf á Hlemmur Square. DANSAÐ Í SUMAR Í gær stóð Kramhúsið, í samstarfi við Sumarborgina Reykjavík, fyrir danstíma á Arnarhóli. Til stendur að halda útidanstíma reglulega yfir sumarið, þátttak- endum að kostnaðarlausu. 6 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R52 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.