Fréttablaðið - 06.06.2020, Page 96

Fréttablaðið - 06.06.2020, Page 96
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Óttars Guðmundssonar BAKÞANKAR BÆTTU LÍKAMSSTÖÐUNA Minni verkir, betri líðan GÖNGUGREINING Faeturtoga.is S: 55 77 100 Laugarásvegur 1 Pantaðu á skubb.is OG FÁÐU HEIMSENT © Inter IKEA System s B.V. 2020 Innan vinstri hreyfingarinnar hefur alltaf hver höndin verið upp á móti annarri. Uppgangur og sigur þjóðernissinna í Þýska- landi var ekki hvað síst vegna ósamkomulags á vinstri vængnum. Jafnaðarmenn og kommúnistar töldu mun brýnna að berja hver á öðrum en fljúgast á við brún- stakka Hitlers. Þegar kommúnistar marséruðu um götur Reykjavíkur á fyrri hluta síðustu aldar hrópuðu þeir einum rómi: Hverjir hafa svikið? Kratarnir með spikið! Fyrir skömmu voru 50 ár liðin síðan hópur íslenskra stúdenta hertók sendiráðið í Stokkhólmi. Sjónvarpið sýndi skemmtilega heimildarmynd um þennan atburð. Upphaflega ætluðu menn að samstilla aðgerðir í Osló, Kaup- mannahöfn og Stokkhólmi til að mótmæla skerðingu námslána og þjóðfélagsástandinu á Íslandi. Hópurinn í Svíþjóð klauf sig frá sameiginlegum aðgerðum. Menn fóru af stað og hernámu sendiráðið án samstarfs við hina. Í myndinni sést þessi ágreiningur vel. Gamlir námsmenn frá Noregi og Dan- mörku höfðu ekki fyrirgefið félög- unum í Svíþjóð sem „þjófstörtuðu“ fyrir hálfri öld. Stúdentar í Stokk- hólmi stálu senunni og það verður aldrei fyrirgefið. Þessar raunir og klofningur á vinstri vængnum hafa haldið áfram. Reyndar er Ísland loksins orðið sósíalistískt land þar sem stór hluti þjóðarinnar er kominn á laun hjá ríkinu. Fjölmörg gamalgróin kapítalistísk fyrirtæki hafa gefist upp fyrir aðstæðunum og beðið um ríkisaðstoð. Sovét-Ísland óska- landið er í sjónmáli en deilurnar eru hatrammar sem fyrr. Vinstri- sinnaðir verkalýðsleiðtogar saka forsætisráðherra um svik við mál- staðinn sama hvað hún gerir. Mér er reyndar minnisstæðast frá þessum tíma sendiráðstök- unnar fyrirsögn leiðara Moggans: Klámhögg í Svíþjóð. Svíar þýddu þetta sem pornografisk knock-out og skildu ekki neitt í neinu. Vinstri mönnum var ekki skemmt. Vinstri vandinn

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.