Mosfellingur - 14.05.2020, Blaðsíða 8

Mosfellingur - 14.05.2020, Blaðsíða 8
Ingólfur Hrólfsson formaður s. 855 2085 ihhj@simnet.is Úlfhildur Geirsdóttir varaformaður s. 896 5700 bruarholl@simnet.is Margrét Ólafsdóttir gjaldkeri s. 863 3359 margretjako@gmail.is Snjólaug Sigurðardóttir ritari s. 897 4734 snjolaugsig@simnet.is Kristbjörg Steingrímsdóttir meðstjórnandi s. 898 3947 krist2910@gmail.is Halldór Sigurðsson 1. varamaður s. 893 2707 dori007@simnet.is Jóhanna B. Magnúsdóttir 2. varamaður s. 899 0378 hanna@smart.is StJÓrn FaMoS Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu - Fréttir úr bæjarlífinu8 Skrifstofa félagsstarfsins er opin alla virka daga kl. 13–16. Sími félags- starfsins er 586-8014. Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ er Elva Björg Pálsdóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur, s: 698-0090. Skrifstofa FaMos á Eirhömrum er opin alla fimmtudaga frá kl. 15–16. FélaG aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is 1.790 KR. AÐEINS EF ÞÚ PANTAR Á NETINU EÐA MEÐ APPINU, GREIÐIR FYRIRFRAM OG SÆKIR MAÍ ÞESSAR ÞRJÁR ERU NÚ Á SJÓÐHEITU TILBOÐSVERÐI! PI ZZ A PANTAÐ Á NETINU EÐA MEÐ APPINU OG GREITT FYRIRFRAMN ÝT T N ÝT T N ÝT T ! MEAT & CHEESE ELDÓRADÓ CREME MEXICANO TILBOÐS- PIZZUR! PE PP ER ON I, B EIK ONK URL, PIPAROSTUR, RJÓMAOSTUR OG SVARTUR PIPAR HV ÍT LA UK SO LÍ A Í S TA Ð P IZZ US ÓSU , PE PPER ONI, BEIKONSNEIÐAR, JALAPENO, RJÓMAOSTUR OG CHILIFLÖGUR FA JIT IA S KJ ÚK LIN GU R, S VEP PIR, G RÆN PAPRIKA, RAUÐLAUKUR OG RJÓM AOSTUR DOMINOS.IS | DOMINO’S APP EIN STÓR PIZZA Ljósmyndarinn Ólína Kristín Margeirs- dóttir er að flytja í Þverholtið með fyrir- tækið sitt Myndó ljósmyndastofa. Ólína útskrifaðist sem ljósmyndari 2008 og hefur rekið Myndó síðan 2009 að heimili sínu í Hrafnshöfðanum þar sem hún innréttaði bílskúrinn sem stúdíó og vinnustofu. „Stofan hefur gengið vel öll þessi ár í bílskúrnum en nú langaði mig að komast aðeins út af heimilinu og vera sýnilegri í bæjarfélaginu. Hér í Þverholtinu hef ég út- búið rúmgott, hlýlegt og þægilegt stúdíó,“ segir Ólína en samfara flutningunum hefur stofan opnað nýja og endurbætta heima- síðu, www.myndo.is. Fjölbreytt þjónusta í boði Ólína býður upp á fjölbreytta þjónustu, allar hefðbundnar barna- og fjölskyldu- myndatökur auk auglýsinga- og vöru- myndtaka. Einnig á og rekur Ólína vefina Instaprent.is, sem sérhæfir sig í að prenta instagram myndir á pappír, púða eða segla, og póster.is sem framleiðir límmiða á veggi og innrammaðar tilvitnanir og fleira. „Ég tek að mér mjög fjölbreytt verkefni og mynda bæði hér í stúdíóinu og úti í náttúr- unni. Ég afhendi allar myndir útprentaðar í albúmi og stafrænt en allar upplýsingar er að finna á heimasíðunni okkar.“ Passamyndir afhentar samstundis „Ég sérhæfi mig í faglegum myndatökum á einstaklingum, hlutum, landslagi og fjöl- skyldum eða öðrum hópum. En langar að taka fram að ég býð upp á passamyndatöku þar sem myndirnar eru afhentar samstund- is sem kemur sér oft vel fyrir fólk. Einnig er ég mikið í því að taka starfs- mannamyndir fyrir bæði stór og lítil fyrir- tæki, þá annað hvort kemur fólk í stúdíóið til mín eða ég mæti á staðinn.“ opnunartilboð alla helgina „Stofan verður formlega opnuð föstu- daginn 15. maí klukkan 17 til 19 og laug- ardaginn 16. maí milli klukkan 14 og 18. Það eru allir velkomnir og þeir sem bóka myndatöku á staðnum fá 15% afslátt. Ég hlakka til að sjá sem flesta og vona að Mosfellingar eigi eftir að nýta sér þá þjón- ustu sem ég býð upp á en einnig má geta þess að ég er með úrval af myndarömmum til sölu og get einnig sérpantað fyrir fólk,“ segir Ólína að lokum. Ólína Kristín Margeirsdóttir opnar í Þverholti 5 um helgina • Farin út úr bílskúrnum Myndó flytur í Þverholtið ólína Kristín opnar á nýjum stað um helgina Sjóður stofnaður til heiðurs Klöru Klængs Stofnaður hefur verið Klörusjóður, til heiðurs Klöru Klængsdóttur (1920-2011). Klara útskrifaðist frá Kennaraskóla Íslands árið 1939 og hóf sama ár kennslu við Brúar- landsskóla. Hún starfaði alla sína starfsævi sem kennari í Mosfellsbæ. Um er að ræða nýsköpunar- og þróunarsjóð skóla- og frístunda- starfs í Mosfellsbæ. Markmið Klörusjóðs er að stuðla að fram- þróun á skóla- og frístundastarfi í Mosfellsbæ. Sjóðurinn er ætlaður til að styrkja verkefni sem unnin eru í einstökum skóla eða í samstarfi á milli skóla. Samkvæmt reglum sjóðsins er úthlutað einu sinni á ári en vegna áhrifa samkomubanns á skólastarf undanfarnar vikur hefur umsóknarfresti verið breytt þetta árið. Framlag til sjóðsins árið 2020 eru tvær milljónir og í ár er áherslan lögð á verkefni á sviði upplýsinga- og tæknimála. Hægt er að sækja um í sjóðinn á íbúagátt Mosfellsbæjar til 28. maí. Allar upplýsingar um reglur Klöru- sjóðs má finna á heimasíðu Mosfells- bæjar, www.mos.is/klorusjodur. GleðIleGt SuMar :) Við í félagsstarfinu höfum opnað en með takmörkunum. Íbúar Eirhamra hafa mætt mánudaga og miðvikudaga frá 13:00-16:00. Aðrir íbúar Mosfellsbæjar mega mæta þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13:00-16:00. AÐEINS 17 MANNS GETA VERIÐ Í RÝMI FÉLAGSSTARFSINS Í EINU miðað við tveggja metra takmörkun, en það breytist vonandi fljótt. Allt skipulagt hópastarf, námskeið og spilamennska fellur niður að minnsta kosti fram á haustið. Í maí verður ekkert kaffi í boði í handavinnustofu. Vonum að allir sýni þessu ástandi skilning og að við hjálpumst öll að. Við erum öll almannavarnir. Áfram gilda almennar reglur: • Mikilvægi handþvotts og sóttvarna. • Haldið 2ja metra fjarlægð á milli fólks. • Takmarkið náið samneyti við ákveðinn fjölda fólks. Almenna reglan er að einstaklingar í sama sóttvarnahópi fái þjónustu á sama tíma. Athugið að ekki má koma í félagsstarf ef þátttakendur: a. Eru í sóttkví. b. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku). c. Hafa verið í einangrun vegna COVID- 19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift. d. Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverki, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.). atHuGIð: Ef smit vegna COVID-19 aukast aftur getur þurft að endurskoða leiðbeiningar á ný og ganga til baka í þrengra samkomubann. Við bendum á að fylgjast með því ástandið er stöðugt að breytast og sem betur fer er þetta allt í rétta átt. Hlökkum mjög til að sjá ykkur aftur, bestu kveðjur úr félagsstarfinu. atHuGIð!! Þeir sem eiga leir eða gler hjá Fríðu geta komið og sótt stykkin sín fimmtudaginn 28. maí milli kl.13:00 og 14:00. Viljið þið prjóna eða hekla fyrir okkur:) Ef svo er þá erum við með nægt garn og þiggjum alltaf aðstoð í prjónaskap fyrir basarinn okkar. Ef ykkur langar að leggja okkur lið hafið þá samband við forstöðumann félagsstarfins, Elvu Björgu í síma 6980090 eða sendið póst á elvab@mos.is. lionsfélagar í heimsóKn

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.