Mosfellingur - 14.05.2020, Blaðsíða 32

Mosfellingur - 14.05.2020, Blaðsíða 32
 - Steinaeyjan og aðsendar greinar32 Kvartanir og leiðindi sendist á steinaeyjan@gmail.com Kebab staður – Shavarmá Hinsta ósk Steinaeyjunnar er að reisa kebab-stað við Varmá sem kallast Shavarmá þar sem maður getur japlað á volgri shawarma-vefju og kjúklinga- kebab beint eftir æfingu. Money Sim hlýtur að geta pungað út nokkrum kúlum fyrir einum kebab-stað og væri það ekki svo slæm fjárfesting. nýr þjóðarleikvangur – Steina-Stadium Það þarf nýjan þjóðarleikvang og erum við í Steinaeyjunni komnir með fullkomna lausn: Henda bara í eitt stykki 60.000 manna völl á Tungubökkum og erum við komnir með nafn á völlinn líka! Við hvetjum Halla bæjó að fara beint í að plögga þessu á næsta fundi. casino Þar sem Mosfellsbær er með flesta spilafíkla miðað við höfðatölu í Norður-Evrópu þá vonumst við eftir því að fá eitt Casino við hliðina á hinum virðulega Fmos. Það þarf aðeins að lífga uppá miðbæ Mosfellsbæjar og er góð lausn að henda einu spilavíti í bæinn. Svo er alltaf hægt að hoppa yfir á Olís og taka einn lengjuseðil í leiðinni. stytta af Halla bæjó Er til betri leið að heiðra bæjarstjórann okkar en að byggja styttu af honum á golf- vellinum? Nei, held ekki. Það bráðvantar eina svona styttu af okkar manni og er golfvöll- urinn fullkomið heimili fyrir hana. Hún verður gífurlega vinsæll ferðamannastaður og mun borga sig margfalt til baka! Hollur veitingastaður Síðast en ekki síst þá þarf lífsnauðsynlega hollan veitingastað hér í bæ og höfum við ákveðið að best væri að sameina KFC og Local á einn stað. Það er löngu orðið tímabært að fá hollan skyndibitastað hér í Mosfellsveitina. 5 staðir sem þarf í mosó 1 2 3 4 5 Þvílík forréttindi eru að búa í nánd við náttúru, í bæjarfélagi sem um- kringt er fallegum gönguleiðum hvort sem er við sjávarsíðu, í skóg- lendi eða upp á fjalli. Fuglasöngur og hófadynur fylla loftið í kvöld- kyrrðinni. Ríkidæmi sem ekki er sjálfgefið og ber að varðveita. Passa þarf upp á að stækkandi bær glati ekki sérstöðu sinni sem sveit í borg. Umhverfismál eru sífellt fyrirferðarmeiri í hugum flestra. Margir bæjarbúar láta sér ekki nægja að fegra og snyrta garðinn sinn, heldur taka til hendinni í nærumhverfi og leggja sitt af mörkum, til dæmis með því að plokka. Þeim fjölgar sem líta á reiðhjól sem raunhæfan kost í samgöngum. Það sem af er kjörtímabilinu hefur gott samstarf milli fulltrúa allra lista náðst á vettvangi umhverfisnefndar bæjarins og hefur það meðal annars skilað sér í metn- aðarfullri umhverfisstefnu Mosfellsbæjar, sem samþykkt var síðasta haust. En mikilvægt er að efndir fylgi orðum og stefnan sé höfð að leiðarljósi í allri starf- semi sveitarfélagsins. Spennandi áfangar eru í sjón- máli, svo sem langþráð opnun gas- og jarðgerðarstöðvar SORPU í Álfsnesi, sem mun umbylta meðhöndlun lífræns úrgangs frá heimilum höfuðborgarsvæðisins og stórauka framboð á vistvænu svansvottuðu íslensku eldsneyti, metani. Unnið er með Umhverfisstofnun að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Ála- foss og Tungufoss og horft er til mögulegrar stækkunar á friðlýstu svæði við Varmárósa. Leitað er varanlegra leiða til að tryggja vernd og notagildi Varmár sem útivistar- svæðis í hjarta bæjarins. Mörg önnur verk- efni á sviði umhverfismála bíða okkar og ég hlakka til þeirra. Göngum vel um náttúru og njótum sum- arsins í fallega bænum okkar. Michele Rebora Aðalmaður Vina Mosfellsbæjar í umhverfisnefnd vorið kemur, heimur hlýnar Fátt er skemmtilegra en að leika sér í skóginum. Fyrir neðan Arnartanga hér í bæn- um hefur vaxið upp mynd- arlegt skógarsvæði þar sem áður fyrr voru bara gróður- snauðir melar. Þar sér maður oft börn á leik og er það hið besta mál. En undanfarið hefur borið á því að „duglegir skógar- höggsmenn“ hafa dundað sér við að höggva, saga eða rífa niður tré og runna. Þarna eru væntanlega stálpaðir krakkar að verki sem kannski hafa fengið sög í jólagjöf. Spurning er hvort þessir at- hafnamenn gætu ekki fengið vinnu í sumar við að hjálpa til í skógræktarsvæðunum bæj- arins við að grisja – auðvitað undir leiðsögn fagmanna. Alla vega er æskilegt að foreldrar kenni börnunum sínum að bera virðingu fyrir umhverfinu og gróðrinum. Það tekur mörg ár fyrir tré að vaxa en einungis örfáar mín- útur að rífa það niður. Úrsúla Jünemann Mikið hefur gengið á í samfélagi okkar síðustu mánuði og má segja að allt hafi breyst á einni nóttu. Bregðast þurfti hratt og vel við kröfum Almannavarna og tókst skólafólki í Mosfellsbæ að stokka upp í skólastarfinu á met tíma. Unnið var dag og nótt við að und- irbúa breytta kennslu og jafnframt tryggja öryggi nemenda og starfsfólks. Mikilvægt var að halda starfsemi leik- og grunnskólanna gangandi þrátt fyrir erfið- leika og því er að þakka þolgæði, útsjónar- semi og forgangsröðun okkar kennara og skólafólks. Skólinn í framlínu Það var óbærileg tilhugsun að skólahald yrði lagt niður um tíma og tókst að bjóða öllum nemendum kennslu eftir þeim að- stæðum sem skólarnir hafa upp á að bjóða. Skólarnir í Mosfellsbæ eru fjölbreyttir og tókst að nýta húsnæði hvers skóla eins og kostur var miðað við kröfurnar sem gerðar voru um fjöldatakmörkun í hverju rými. Gott skipulag og úrræðagott starfsfólk sá til þess að hægt var að halda úti kennslu eins og kostur var. Einnig tókst að bjóða öll- um leikskólabörnum dvöl hluta úr viku og var frekar reynt að lengja vistina yfir dag- inn en að bjóða upp á fáar klukkustundir á hverjum degi. Enn og aftur sannast það hve skólinn spilar stóran þátt í lífi okkar allra. Skólinn er meginstoð samfélagsins og miðjan í lífi fjölskyldna. Skólafólk er í framlínu alla daga og sannast það best þegar á reynir. Velferð barna Fátt er mikilvægara börnum og ungl- ingum en að halda rútínu, stunda námið sitt og hitta vinina eins og kostur er. Að hafa unglinga heima í reiðuleysi getur kallað fram önnur vandamál sem erfitt getur verið að vinda ofan af. Skólinn er ramminn utan um líf barna og unglinga þar sem þau læra nýja hluti, takast á við áskoranir og styrkja sjálfsmyndina. Þó að skólastarf sé hafið að fullu að nýju eru erfiðleikarnir ekki að baki. Kór- ónuveirufaraldurinn hefur haft áhrif á andlega líðan fólks og er mikilvægt er að vera vakandi yfir velferð barna og unglinga á erfiðum tímum. Skólaþróun á methraða Í Mosfellsbæ tókst að halda úti starfsemi í skólum og leikskólum í samkomubanninu án þess að nokkur vandræði kæmu upp. Skólafólk hélt þétt utan um hvert annað en það skiptir miklu máli að samstarfsfólk hlúi hvert að öðru og gæti þess að börnunum líði sem best. Þetta var áskorun og sýndi það sig að gott samstarf og samskipti gera kraftaverk. 4. maí rann upp og nemendur á öllum skólastigum mættu í skólann eins og þau þekkja hann best. Við lærðum öll heilmikið á þessu tímabili og má segja að mörg stór skref hafi verið stigin í skólaþróun á Ís- landi. Að lokum vil ég koma á framfæri að í bókunum fræðslunefndar og bæjarstjórnar Mosfellsbæjar er gríðarsterku skólasamfé- lagi færðar miklar þakkir fyrir ómetanlega vinnu á erfiðum tímum. Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, formaður fræðslunefndar Þakkir til skólafólks í mosfellsbæ sög í jólagjöf? Birkir og Eyþór Wöhler

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.